Jónas Hallgrímsson V | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jónas Hallgrímsson 5

Jónas Hallgrímsson V

JÓNAS HALLGRÍMSSON
Fyrsta ljóðlína:Nú máttu í faðmi fóstru þinnar vera
Heimild:Huginn.
bls.7
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) fimmkvætt AbAbCC
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1907, 12. tbl.

Skýringar

Birtist í tímaritinu Huginn 1. árg., 12.tbl. 1907, bls. 46. Hluti af kvæðaflokki sem Jón flutti fram á hátíð Stúdentafélagsins og Íslendingafélags í Reykjavík 16. nóvember 1907, þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar.
Nú máttu í faðmi fóstru þinnar vera 
og friðsælt verður enn hið gamla skaut, 
þar sem á gullstól sól og sumar bera 
sælviðrisdís um engi, hæð og laut 
og Huldu bjarta leiðir ljóssins álfur; 
– ljósálfur ertu’ í hjörtum vorum sjálfur. 

Fossinn þér syngur lof í ljóðabrimi, 
lækir að börnum hvísla um þig brag, 
fífill í veggtó, fugl á smáu limi, 
flytja þér hjartans kveðju sína’ í dag. 
Nú er á sveimi svipur þinna ljóða, 
vér sjáum aftur „listaskáldið góða“.