Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Jónas Hallgrímsson 4

Jónas Hallgrímsson IV

JÓNAS HALLGRÍMSSON
Fyrsta ljóðlína:Lof sé yður, þér landnámsmenn
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1907

Skýringar

Birtist í tímaritinu Huginn 1. árg., 12.tbl. 1907, bls. 46. Hluti af kvæðaflokki sem Jón flutti fram á hátíð Stúdentafélagsins og Íslendingafélags í Reykjavík 16. nóvember 1907, þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar.
Lof sé yður, þér landnámsmenn, 
er landið vort ástkæra byggðu! 
Af sögunnar eldi í sál eg brenn, 
og sólin stjörnunum hermir enn, 
er hún ljómaði’ á skildina skyggðu.

Gátuð þér haldist í grafarró
og gátuð þér varist bræði, 
er börnin fóru að brenna skóg 
og boðorðum ykkar fleygðu’ í sjó. 
– Nú hjó stormurinn strandhögg í næði. 

Þegar alt var í eyði’ og tóm 
og enginn var hryggur né glaður, 
í gegnum dauðann vér heyrðum hljóm 
og hrópað á fólkið með djúpum róm. 
– Það var lifnaður landnámsmaður. 

Ilt er að búa við brunasand, 
er byggir stormurinn ólmi; 
– í náttúrunni þú namst þér land, 
ei næðingar vinna þeim bletti grand, 
hann er grænn eins og Gunnarshólmi.