Sex línur (tvíliður) fimmkvætt AbAbCC | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sex línur (tvíliður) fimmkvætt AbAbCC

Kennistrengur: 6l:(o)-x(x):5,5,5,5,5,5,:AbAbCC
Bragmynd:
Lýsing: Jónas Hallgrímsson er upphafsmaður háttarins með Hulduljóðum, fyrsta hluta. Síðan öðlast hátturinn talsverðar vinsældir. Hver lína hefst annaðhvort á þrílið eða forlið og tvílið. Náskyldur hættinum er annar sem hefur forlið í hverri línu.

Dæmi

Skáld er ég ei, en huldukonan kallar
og kveða biður hyggjuþungan beim.
Mun ég því sitja, meðan degi hallar
og mæddur smali fénu kemur heim.
þar sem að háan hamar fossinn skekur
og hulduþjóð til næturiðju vekur.
Jónas Hallgrímsson: Hulduljóð (1. hluti), 1. erindi

Ljóð undir hættinum