Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Króka-Refs rímur 9

Króka-Refs rímur – Níunda ríma

KRÓKA-REFS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Róms af sundum sjö og ein
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Rímur
1.
Róms af sundum sjö og ein
Suðra ferjan renndi.
Þyl eg sprundum, þó hún sé sein,
þá níundu sagna grein.

2.
Gengur tregt við gleðinnar skort
gamanið fram að segja,
viskulegt ei verður ort,
vantar spekt um hyggju port.

3.
Bauga eik þó biðji títt
að breyta laginu kvœða,
Viðrix kveik eg vanda lítt,
veð eg reyk um málið prýtt.

4.
Mig ásaka síst er lið,
samt er mátturinn linur.
Viljann taka verki við,
vífið spaka þess eg bið.

5.
Mærðar hags er mansöngs spil
mitt í stysta lagi.
Verður strax um visku gil
að víkja brags og sögunnar til.


6.
Hnikars lá þar hulin ör,
sem hraðar Bárður göngu.
Landið á gekk bauga bör,
bragna fá hann hafði í för.

7.
Fylgdi Gunnar firðum greitt
fram með sjónum lengra.
Við lagið unnar litu breitt
laufa runnar virkið eitt.

8.
Athuga grannt að öllu rétt
ýtar skjótt að bragði,
var ferkantað, vafið þétt,
vel til pantað, hátt og slétt.

9.
En sem glaður geira Þór
gjörði slíkt að skoða,
vaskur maður í vexti stór,
í virkið hraður ofan fór.

10.
Kveðju gefur Gunnar snar
greiða hjörva runni.
Nú er Refur þekktur þar,
þeygi tefur listasnar.

11.
Hringa eyðir geira grér
gjörði spyrja þanninn:
„Hvört á leiðir hugsið þér?“
Honum af reiði Bárður tér:

12.
„Lengra ekki lystir menn“,
ljóst nam Bárður inna.
Spjóta hnekkir spurði senn,
spara kvaðst ekki frétta enn.

13.
Refur segir rétt með skil
og réð í virkið ganga:
„Fleira eigi fregna vil
en fallið megi þykja til.“

14.
Með köppum snjöllum Bárður bjó
bál um virkið stranga.
Lista föllum leyndi þó,
loganum öllum niður sló.

15.
Aftur brjóta eldinn þá
og þar líta kunnu
vatnið fljóta virki frá,
varð að þrjóta bálið þá.

16.
Virkið kringum gengu greitt,
glöggt að öllu hyggja.
Um visku binginn varð þá heitt
af vatnsfundingum sáu ei neitt.

17.
Ofarlega ýtar brátt
eld í virkið lögðu.
Alla vega vatnið blátt
vildi trega bálið hátt.

18.
Refur gekk um virkið víst
vitur og þanninn ræddi:
„Sækist rekkum seint mér líst.“
Sorgar ekki um brjóstið snýst.

19.
„Best mun falla“, Bárður kvað,
„þó brúkir lista nægtir,
hælstu varla hátt um það,
hvað eg spjalla, gáðu að.“

20.
En því spáði örva grér:
„Þá árin fjögur líða,
við Gunnar báðir bönum þér,
ef bíða á láði þorir hér.“

21.
Sagði kenndur so með trú
seggur í virkisarmi:
„Einn grænlendur aldri þú
yfir mér stendur dauðum nú.

22.
Ef viljið brjóta virkið það,
vita megið hið sanna,
þið munuð hljóta hér í stað
hagari njóta ráða að.“

23.
Skildu að máli skjótt er má,
skatna kvaddi engi.
Hættu báli höldar þá,
huldir stáli gengu frá.

24.
Strauma létu hauk um haf
heim í byggðir renna,
humra fleti héldu af.
Hvíld þá vetur Bárði gaf.

25.
Um vorið síðan vildi heim
vitja halurinn ríki.
Góins skíða geymir þeim,
Gunnar, fríðan valdi seim.

26.
Hefðaframur hlutina þrjá
Haraldi kóngi sendi:
húna gram, sem hvítan á,
harla tamur mundi sá.

27.
Hér næst tafl af tönnum rennt,
tel eg það gripinn besta,
með hvörjum kafli hvítt og klént,
handar skafli dýrum spennt.

28.
Hilmi enn, það hef eg frétt,
haus af rostung sendi,
gulli rennt í lautir létt,
líka tennur sátu þétt.

29.
Skeið úr höfnum Bárður bjó,
byrinn voðir þandi.
Borða dröfnin bylgjum sló,
báran jöfn nam fylgja þó.

30.
Drösull reyðar húsa hratt
hljóp með voðum lengi.
Mjaldurs heiða hauður glatt
hvasst nam sneiða stefnið bratt.

31.
Noregs láði nýtur vann
ná í réttan tíma,
kænn í ráðum kónginn fann,
kvaddi bráður stillir hann.

32.
Hilmir fagna honum réð,
hlaðinn alls kyns blóma,
gætir sagna greitt fékk séð
grenska bragna varning með.

33.
Eitt sinn gengur Bárður beint
við buðlung einn að máli.
Tók þá drengur taflið hreint,
tiggja fengur er það greint.

34.
Lagði hraður halurinn fram
hýr og þanninn mælti:
„Þessar glaður gáfur gram
grenskur maður senda nam.

35.
Höfðingsmanna maki er,
mun sá Gunnar heita.
Megið sanna sjálfir hér,
sæmdir vann að veita mér.

36.
Vetur tafði tvo þar hjá
traustum hringa Baldri.
Allt hvað krafði oss lét fá,
öngan hafði skort þar á.

37.
Má því hrósa mest fyrir sann,
milding bið eg hlýði,
vináttu ljósa listarmann
lofðungs kjósa vildi hann.“

38.
Horfði tiggi á taflið slétt,
tók so ræðu hefja:
„Vináttu þiggja vora rétt,
að vísu hygg eg það til sett.“

39.
Litlu síðar hetjan hýr
með hvítabjörninn stóra
inn fyrir blíðan öðling snýr,
undrast lýða sveitin skýr.

40.
„Yður sendi“, svo hann kvað,
„sikling dyggða prúði,
hinn grænlendi Gunnar það,
greitt afhenda mig hér bað.“

41.
Mælti gramur: „Mikið er
manns um skenking dýra.
Hvað vill framur fá af mér?
Frægðasamur grein það hér.“

42.
Stýrir þjóða strax lét tjáð
stála bör hið sanna:
„Vináttu góða og viturleg ráð.“
Vísir þjóða so fékk skráð:

43.
„Maklegt þenki bauga brjót“,
buðlung réði inna,
„vináttu skenking vora mót,
varla krenkjum æru hót.“

44.
Tíminn líður, laufa Þund
lystir meira að fregna.
Eina blíður Bárður stund
á buðlungs þýður kemur fund.

45.
Mjúkt að bragði milding þá
í málstofu réð ganga.
Rostungs lagði hausinn hjá
honum og sagði allt í frá:
46.
„Þetta sendi svinnur þér,
sem yður fyrri innti,
sverða bendir sóma ber.“
Sjóli kenndur aftur tér:

47.
„Máttu skýra máls um beð,„
mælti gramur hinn kyrri,
„eitthvað býr hér undir með.“
Örva Týr þá greina réð:

48.
„Sá hefur Refur í lýða land
listugur komið næsta,
virðum gefur versta kland,
vondur hefur aukið grand.

49.
Handings sáða haldinn snill,
heiðurs prýddur sóma,
niflungs ráða njóta vill,
so nauðin bráða linni ill.

50.
Fylkir kenndur frétti að
fyrst hvað Ref það væri.
Mælsku vendur mest í stað,
„maður íslendur“, Bárður kvað.

51.
Milding réð so mæla greitt:
„Mun það Refur vera,
hafskipið sem byggði breitt,
beint þó séð hann hefði ei neitt.

52.
Til Grænlands dimman gegnum mar
gjörði því að renna.
Feðga fímm hann felldi þar
fyrir grimmar lygarnar?“

53.
Orðabráður ekki seinn
ansar Bárður tiggja:
„Við ræðum báðir enn um einn,
er sem tjáði sjóli hreinn.

54.
Oft með hryggðum eftirför
ýtar honum veittu.
Í óbyggðum bauga bör
býr með styggðum kænn við dör.

55.
Hann hefur smíðað“, halurinn kvað,
„herlegt virki af timbri,
með eikum víða útsnikkað,
enginn lýða vinnur það.

56.
Að því bárum eldinn vér
upp og niðri líka.
Það veitti kláru vatni af sér,
versta fár það þótti mér.“

57.
Greipar sanda geymir þar
gjörði eftir leita,
hvörninn landi háttað var.
Hinn að vanda greiddi svar.

58.
Bárður sagði hið sanna frá,
sem hann skynja náði,
liðs að bragði beiddi þá.
Buðlung lagði ráðin á.

59.
„Lukkan stranga löngum snýst“,
lofðung þanninn mælti:
„Farðu þangað sjálfur síst,
sveigir spanga, mér það líst.“

60.
Talaði fremstur hildar hnífs
hristir þá að bragði:
„Illa semst við eggjar kífs,
aldri kemstu þaðan lífs.“

61.
„Hef eg því lofað helst með skil“,
hratt nam Bárður greina,
„hamarinn klofinn hér skal til,
heit mín rofin ekki vil.“

62.
Skjóma meiðir skrafaði enn,
skildu þegar að stundu.
Veturinn leið. Um vorið senn
á völlinn reyða héldu menn.

63.
Búin ferja Bárðar þekk
til byrs í höfnum dvaldi.
Linna skerja geymir gekk,
gæti herja fundið fékk.

64.
„Hafið þér hugsað“, halurinn tér,
„herra, um nauðsyn vora?“
Ráðið dugs þá rétt af sér
ræsir flugs gaf andsvör ber:

65.
„Náms um þey eg næsta hef
nauðsyn grundað þína,
hyggju fley í hörmum vef,
hyggstu ei að fást við Ref.

66.
Til hrósunar sómir síst
saklausum mein gjöra,
helst mig grunar, hvað sem snýst,
hel þig muni fanga víst.“

67.
Bárður hjalar so fyrir sig:
„Sjái þér ráð til, herra.“
Öðling talar: „Uggir mig,
að það skal so henda sig.

68.
Visku ráðum“, vísir kvað,
„vil eg leyna eigi,
ef ykkur báðum bót er að.“
Bárður tjáði: „Satt er það.“

69.
„Úr dölum þeim, sem þar er á leið,
þess mun fyrst að geta,
rennur hrein vatns rásin greið,
rennslið geymir foldin breið.

70.
Stokkur einn mun annan í
allt að virki ganga,
við neðsta hreinn er hornið því
haldinn beinn og greinafrí.

71.
Pípur tvær eg trúi hér
taki vatn úr einni.
Fylla þær, sem vitum vér,
virkið nær, so ekki þver.

72.
Hollir sveigjast strax í stað
stokkar í virki þessu.
Hvör mun hneigjast öðrum að,
ætla eg segjast megi það.

73.
Einn er settur annan á,
allt með hagleik besta.
Að vísu þetta vatnið blá
í virkið rétt að draga má.“

74.
Fleira ræða fylkir vann
framar um virkis smíði.
Í setning kvæða síst eg kann
sveit að fræða um atburð þann.

75.
„Láti Gunnar“, gramur tér,
„grafa allt í kringum.
Veginn unnar, ef þar er,
örva runnar, stemmi þér.

76.
Tvennar hafið tylftir manns,
tendri eldinn sumir,
en áður grafið upp til sanns,
ei mun tafið dauða hans.

77.
Nú hef eg gjört að gefa til ráð,
fyrst Gunnar þessa beiddi,
so annað hvört mun hefndin bráð,
eða hann skal burtu rýma láð.

78.
Undur þætti oss að sjá,
utan lukkan styðji,
að hann mætti flúið fá.“
Fylkir hætti skrafinu þá.

79.
Þó bað löngum þengill hann
það ei sjálfur færi.
Heilráðum öngum hlýða kann,
um heitin ströngu þenkja vann.

81.
Náms af grunnum giftu stoð
garpurinn þakka náði.
Stóð á hlunnum humra gnoð,
hafs á unnum þandi voð.


82.
Bragnar fengu besta vind,
báran lék á súðum.
Austra gengur ára hind,
ekki lengur fer með mynd.