Persíus rímur – þriðja ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Persíus rímur 3

Persíus rímur – þriðja ríma

PERSÍUS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Enn mun eg spinna vísna vír
Bragarháttur:Stafhent eða stafhenda (stuðlalag)
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Rímur
1.
Enn mun eg spinna vísna vír,
verði mærðar nótan skýr,
hlemmir á sama hljóði senn
hlýða bæði frúr og menn.
2.
Drögum bragar bogann á
breytta þáttar gígju smá,
dillar hvella strengja styn,
stímar saman ljóða kyn.
3.
Hlýt eg sætu sæma geð
Sónar tenór þýðum með
um ástar kosta kennileit
kær að gjöra yndisheit.
4.
Ást var fyrsta upphaf manns,
ástin besta lausnarans,
ást hefur flestu um upphaf stýrt,
ást fær kostað margan dýrt.
5.
Kærleiks sturlan fjandinn fann,
förlan kærleiks brugga vann,
fólska elsku hyllir hratt,
hylskinn dælsku áform batt.
6.
Tryggða frægð og trúfeste
telst og skilst að lofleg sé,
skinn af unan skapt er sætt
í skauti náttúrunnar fætt.
7.
En hvaðan leiða lyndið kalt
laussinnis og hatrið salt,
spilltum illt er antúr af,
eitruð rót er þess upphaf.
8.
Hrindur stundum heyra má,
heimurinn sumum burtu frá
vináttu láni og virðing sín,
voða reiður móti hvín.
9.
Því hann óverðugur er
og ekki nokkurn duga ber
gott að skipta guðs með börn
en galinn velur opinn hvörn.
10.
Svarar fyrir sjónir leitt
setning vitnað dæmið eitt,
Persíus var sá veiga Freyr,
viljið eg ræði af honum meir.

11.
Nú sem hún var fallin frá
fagnaðarleysið Medúsá,
kóngsson tók upp hennar haus,
hann var orðinn eiturlaus.
12.
Brá honum undir bugnir sinn,
burtu sveimar hetjan svinn,
ratar fram í ríkið eitt,
rekknum veita ferðir greitt.
13.
Réð þar fyrir ræsir sá
risa ígildi heita má,
furðu digur og feiki hár,
fæstum þótti að vexti smár.
14.
Atlas nefni eg niflung þann,
niðji Jafets taldist hann,
vestur og yst í Afríká
öðling stýrði ríkjum sá.
15.
Öllum mönnum eldri var,
öngvan á sinn makann þar,
í uppvexti var þó enn
og viðgangi sem aðrir menn.
16.
Gagnauðigur að gótsi og fé,
gripum og nógum peninge,
þúsund hjarðir þengill á,
þar kom enginn tölu á.
17.
gullskóg á og girtan kring
með geysi hávum fjallabing,
dyravörslu drakon ræður
djangans stór og eiturskæður.
18.
Ljómar af gulli lundurinn sá,
laufin skína kvistum á,
eplin vaxa fögur og full,
frá eg það allt var skæra gull.
19.
Völvan Themis vann því spá,
vísir enginn sigra má
nema Jóvis sá er son.
Sjóli hefur átt hans lengi von.
20.
Persíus kom nú mæddur mjeg
af mikið löngum ferða veg,
hitti kóng og kvaddi hann,
kurtix því næst mæla vann:
21.
„Gistingar og greiða bið
gætir lands sem þarf eg við,
lát mig njóta kosta eður kyns
kominn af merki friðarins.
22.
Afrek mín og íþrótter
undrast munt þá segi eg þér,
Júpíter minn faðirinn frægi
fróni ræður í góðu lagi.„
23.
Þegar að hilding heyrði það,
hvör honum væri faðirinn að,
síga lét hann bratta brýn
og bannaði honum heim til sín.
24.
„Lötra þú burt með lygar og mas,
langt mun ei til fær þú slas,
fordild þín sé fjærri mér,
frægðir lítils öktum vér.„
25.
Með soddan hótun hrindur gest
og hrekja tók sem kunni mest.
Persíus hafði ei parið við
að púla og strita Jafets nið..
26.
Vaxtarmunur velli á
var og þeirra mikill að sjá,
því Atlas er sem örninn sé
upp yfir minnsta tittlinge.
27.
„Eigðu aldrei mök við menn“,
mælti Jóvis arfi senn,
„armur vera muntu mest,
því múta engin fylgir gest.
28.
Færi eg gáfu þessa þér,
þigg þú dýran skenk af mér.„
Í því sýndi ógnar haus,
Atlas varð þá ráðalaus.
29.
Hann breyttist um í bragði rétt,
að bjargi varð og háum klett,
vóx hann skjótt á vænum hjall,
varð hann eitt hið hæsta fjall.
30.
Skegg og hár að skógi varð,
skyggir undir hnakkabarð,
skyrpist þaðan skúr og vindur,
sköllótt höfuð er fjallatindur.
31.
Þegar menn seinast fréttu frá
fjallið þetta var að sjá,
ofan skýja allt um far
sem á því sætu stjörnurnar.
32.
Atlas var frá auði steypt,
með ójöfnuð var við hann keypt,
drjúgur honum vorðinn var
sá virtist ekki duga par.
33.
Forsugt geð og feikiafl
fellur eins og tumbi skafl.
Drambið steypir stoltum flatt,
sterkur hvör um síðir datt.
34.
Oft hefur leikið lista par
sem lítils máttar haldinn var,
sem krókódíllinn kiður smá
kryfur nær þau leikast á.
35.
En söfnun fjár og sinki með
sæmdarkosta forakteð,
klæki hátt það hefjast má
en himninum aldrei kann að ná.
36.
Að gína yfir gulli og makt
en gleyma sannrar visku akt
þó stóran gjörir þig stólpann seims
það stoðar ekki annars heims.
37.
So er margur Atlas enn,
illa fer ef hreystimenn
ekkert leiksmark unnið fá
úlbúð þeirra og hatri á.
38.
Persíus greini eg framar frá,
flaug hann vængjaskónum á,
komst í gylltan kóngsins skóg,
kjarna valdi og eplin nóg.
39.
Skundar þaðan skjóma Freyr,
skoða vill heiminn síðar meir,
líður yfir land og strönd,
leit þá við á aðra hönd.
40.
Undir björgum Ægi hjá
eina kvensnift fékk að sjá,
alblómaða með ímyndi,
ætlar það muni líkneski,
41.
því hvorki bærði hún legg né lið,
litið gat ei heldur við,
en blakta sá hann höfuðhár,
hrærðust augu og þeirra brár.
42.
Þegar hann sér að sætan er
sannlega með óskatt fjer
glápti hann so á glæsta snót
og gáir nú hvörgi að hræra fót.
43.
Dávæn öll hin unga mær
andlitsrjóða, fögur og skær,
unun stóð með ást af sprundi,
allt sem lífið kjósa mundi.
44.
Kappinn fyrir brjósti brann,
brúðar vænleik lítur hann,
staðar gaf með stefnleg orð
stillir nú að bauga skorð:
45.
„Makara væri meyjan björt
með þeim fjötrum bundin sért
sem elskhuginn hvor öðrum heldur,
inntu mér hvað slíku veldur.„
46.
Með bragða hlekkjum bundin var
bríkin gulls við hamarinn þar,
hún svo hvörgi hrært sig gat,
hörmulega í nauðum sat.
47.
Fögru mómfrú feilar við
að flytja rekknum andsvarið.
Orðin komust ekki út,
augun fylltust tára lút.
48.
Hefði getað sína ásján
sveipa mundi bauga Rán,
hvorug var nú höndin laus,
hyljast því með tárum kaus.
49.
En sem rekkurinn innir til
oft og þrátt við guðvefs Bil,
lauk hún upp sinn mjúka munn
og mælti þanninn veiga Gunn:
50.
„Andrómede er mitt nafn,
öðling faðir kóngum jafn
Blálands ríkjum ræður hér
þó raunar lítið stoði það mér.
51.
Drottning hans er móðir mín,
mektar ættuð pella Lín,
Kassíope kallast frú,
kostuglegust ein er sú.
52.
Deildi hún á dísur Hlés,
drósir létu mig gjalda þess,
færðu þanninn fjöturinn í,
fékk mér enginn náð úr því.
53.
Með töfrum eru taugir þær
tengslaðar hörðu bergi nær
so að enginn mennskur má
maðurinn hingað til mín ná.„
54.
Laufa Þór varð litið við
þá líða tók á samtalið,
sædreki þar fram að fór
furðulega digur og stór.
55.
Beljar straumurinn brjóstum á
boðaföllin útífrá,
fleygði honum í fullum byr
sem flasi knör um reyðar dyr.
56.
Heljar ginið opna er
eins og hellirs krakkar hver,
þvert á stefnir þorna Bil,
þar var leikurinn gjörður til.
57.
Annars vegar upp kom vein,
ýlfurraust og harmakvein,
þar voru frúinnar foreldrar,
furðu illa hvort sig bar.
58.
Báru þaug ei til bjargar neitt
brúði sem að gátu veitt
utan hljóð og harma spreng
og hryggilegan sorgar feng.
59.
Bráður bani búin er
barni sínu sjá þaug hér,
á horfðist það so má segja
sem þau vildu fyrri deyja.
60.
Persíus hjónin hreysta fer:
„Harma tíminn nógur er,
ykkur stillið eina stund
enn ef frelsað verður sprund.
61.
Ég er hér kominn Jóvis son,
jafnan á eg frægðar von.
Ef gifta viljið meyjuna mér
móti dreka ráðinn er.„
62.
Hægt var honum heitorð fá,
hjónin bæði sögðu þá,
verra mætti verða af mey,
vandi þótti að segja nei.
63.
Ekki lengra en steinsnar stutt
stóri drekinn var þá brutt.
Persíus greiðir fót á flug
fimur þarf að herða dug.
64.
Hverfi farfað stuðlastef,
starfið erfitt kannað hef,
byrgð er örðug ljóðaleif
læst og föst í góma kleif.