Persíus rímur – fjórða ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Persíus rímur 4

Persíus rímur – fjórða ríma

PERSÍUS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Mímirs vinar veislu not og vara gengi
bls.37–45
Bragarháttur:Braghent – samrímað eða braghenda samrímuð
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Rímur
1.
Mímirs vinar veislu not og vara gengi
sveitunst eg að sælda mengi,
satt er að mig þó bað þess engi.
2.
Mærðar lína lengist enn af ljóða penna,
gengst eg ei fyrir góðleik kvenna,
gleðja þær mig sjaldan nenna.
3.
Þeim skal enn nú þylja óð er þykir betur
og kunna að virða góðs þann getur
gamanfræði sett á letur.
4.
Hér er eitt dæmi fornt og fagurt fyrir hendi,
þar við trú eg löngum lendi
listarmenn að unnu kvendi.
5.
Ef að mær er komin af kyni kosta mætu
fegurð prýðir og sóminn sætu,
semur frið en hafnar þrætu.
6.
Dygg og hyggin, hæversk, prúð í heiðurs lagi
siðina ber af sæmdar tagi,
sett og stöðug metnað hagi.
7.
Hún er aldrei of langt sótt um ægi og hauður
þó uppá kosti afl og auður
og ætti maður að liggja dauður.
8.
Ein sem þar er þvert á móti þorna heiðin,
hennar að vitja verst er neyðin,
víst of löng hvör bæjarleiðin.
9.
Enda er það eins fyrir þær er ástir veita,
það er velst hvað hofmenn heita
hvörjir að þeirra blíðu leita.
10.
Hvört mun betra að bjóðast þeim er býr yfir dyggðum,
sóma, visku, sæmd og tryggðum,
eður seljast dýrt og mæta styggðum.
11.
Vönd er tíð að veita þiggja, vinna og láta,
heyra tala, hlæja gráta,
hamla róa, neita játa.
12.
Lukkan að skiptir, lagnað veldur, lánið styður,
lukku ræður lukku smiður,
lukkast þeim sem drottinn biður.

13.
Að honum Persíus óðurinn skal aftur reika,
drengurinn réðst að drekanum bleika,
diktast hvörninn þeir nú leika.
14.
Laufa Þór fer líkt sem örn er laxinn veiðir,
að sér fyrst með svipnum seiðir,
síðan kló í bakið reiðir.
15.
Listamann sér langt upp brá fyrir lyngorms rana,
skrímslið lítur skuggann gana,
skjótt vann eftir honum að flana.
16.
Harfa hjó þá honum í haus og hvar sem kunni,
hvass og krappur hrottans munni
að hjöltum óð í bestíunni.
17.
Illhvelið þá ólmast tók sem annað ljón,
ýmist stökk í fugla frón,
flagaði stundum karfa lón.
18.
Persíus lætur ekki af með athöfn slyngva,
höfuðskepnu á hol réð stinga,
hvörninn sem hann gjörði að springa.
19.
Seinast er hann sárið í hans síðu keri
kappinn stóð á skæru skeri,
skammt mun til hann rænist fjeri.
20.
Ægirs eikur aldreyrugar urðu lengi,
rauðan kyrtil frá eg þær fengi,
felli brattar, hrósa gengi.
21.
Skógurinn hristist, skelfur land en skvettist geimi,
undurin þaug sem öllum heimi
ofbjóðandi næsta feimi.
22.
Bölvað ódýr blés þá við sinn bana þungan,
dvergmáls undir tekur tungan,
talaði eftir róminn drungan.
23.
Dauður sökk þar drekinn niður í djúpan víði,
Persíus frá eg á land upp líði,
lausa fékk hann menja Fríði.
24.
Fagnar bæði loft og láð sem lýðir glaðir,
mest þó meyjar móðir og faðir
meir en að líkindum það er.
25.
Friðþegin gekk frúin laus um Friggjar elju,
hún má kallast heimt úr helju,
hamingjan veitti bauga selju.
26.
Eins og í myrkri löngum lifnar ljósið fríða,
eða verður á milli vetrar hríða
verma dreifir sólin blíða.
27.
Persíus hrósar hávum sigri, hann er kvaddur
verða mágur gylfa gladdur,
gæta ríkis auði saddur.
28.
Gorgons höfuð lá þar laust um litlar stundir
þeim skínandi skildi undir
skýlt var honum á allar lundir.
29.
Fólgið var þar fargan ljótt við flæði á meðan,
fjöruþangið fór fyrir neðan
so fengi hann ekki neinir séðan.
30.
Úr banakringlu burtu seig þar blóðugur vessi,
varð þá kurél vökvinn þessi
vosamlegs í höfuðs sessi.
31.
Svo hefur víða síðan tignast sami gróði,
mjúk er tág í marar flóði,
meinhart grjót í vinda stóði.
32.
Byrjast hófið hátíðlegt á hilmirs garði,
fleina viður fljóð er varði
fórn og offur hvörgi sparði.
33.
Gleðin kviknar, gráturinn veik, en gleymt er ekka,
brullaup á þar inni að drekka
alsetið með valda rekka.
34.
Vildismönnum var þá boðið vítt um ríki,
höfuðbændum herra líki
og hvörjum þeim er betur þyki.
35.
Með gimsteinum glóar höll og glæsis bari,
hrósa gluggar hlýrnirs skari,
herloginn var þó enn bjartari.
36.
Gígja og simfón gengu þar og gleði játa,
rennur mál um munninn káta,
margar pípur fagurt láta.
37.
Dreypist vín um vara lautir vel smakkandi,
jurtirnar af Indíalandi,
ilminn trú eg langt afstandi.
38.Brúðguminn var krýndur krans og kólgu bríma,
allir skarta í þann tíma,
eðla rósir saman stíma.
39.
Brúðurin sjálf var purpura prýdd og pelli skæru,
ljóma vífs af veldi væru,
víragullið þakti kæru.
40.
Yndið dansar, unan sté en ástir þakka,
gleði og kæti kveða og hlakka,
kvíði og sorg í burtu flakka.
41.
Krankir urðu karskir nóg og kreika á ferli,
sorgbitna ei sútin hrelli,
sýndust gamlir varpa elli.
42.
Í skíðgarðinum á skildi skín og skyggðan ljóma,
laufa við og liljublóma,
langt er greina allan sóma.
43.
Kóngurinn er að inna eftir afreksverkum
gjörst sem höfðu af garpi sterkum
greindum best og sagnamerkum.
44.
Getið var þá um Gorgons fall og gervi hennar,
Atlas kóngs um eigur þrennar
ótt og rómi frægðarennar.
45.
Ei var spurt að eigum hans né aurasafni,
tilgjöfum þó hendur hafni
halda margir á frægðarnafni.
46.
Áfengt ölið var þá veitt með virðing dýra,
skálir gengu, skurn og spíra,
skenkt var á með vingan hýra.
47.
Nær eð gleðin gengur hæst um gumna sæti
hefst þá Hildar skúr og skæti,
skarð í fellur veislu mæti.
48.
Hleypti í salinn hópur manna hermannligur
með rauðan skjöld og reiddan vigur,
reiknuðu sér í hendi sigur.
49.
Fylgir ótti feikn og hræðsla friðar hvinnum,
kaldurlega kveðið fyrir minnum,
kyrjuðu heróp rómi stinnum.
50.
Rétt varð líkt sem rótist sjór þá rýkur bylgja,
boðaföllin brimi fylgja,
belja öldusúg og ylgja.
51.
Verða af því veisluspjöll og vítin stærstu,
brýnt yfir þvera bekki æstu,
boðsmönnum þeir hlífðu í fæstu.
52.
Phineas hét sá fyrir ræður flokki stórum,
upp með fors og ærsla órum
orðin hóf so geðs úr fórum:
53.
„Heyr þú Persíus, hér er eg kominn hefnd að gjalda.
Mér var heitin Freyjan falda,
fær þú ekki henni að halda.
54.
Fífldjarfur vilt festarmeyju fanga mína,
gefa skal eg þér gifting fína
að gistir hel fyrir bekking þína.
55.
Þig skal hvörki fótaflug né föðurs kynngja
með gullregnið missýninga
mér úr gupnum lausan bringja.“
56.
Hvassan fal með fólsku æði Phineas stælir,
úlbúðin hans andlit skælir,
ætlar á Persíus fífu mælir.
57.
Kóngurinn sjálfur kallar fram og kveður hljóðs:
„Varastu frændi metnað móðs,
maklegur er kappinn góðs.
58.
Hann tók ekki frúna frá þér fanga sterkum
heldur úr dreka klóm og kverkum,
kostafrægur að snilldarverkum.
59.
Eigi greip hann af þér frúna, að því gáðu,
öndurdísurnar áfjáðu
þér ásjáandi henni náðu.
60.
Þá hún var gripin mæta meyju misstir þú,
en yður líkar níðlega nú
að nokkur kom til bjargar frú.
61.
Lítt þar gastu leikið við né lífi bjargað,
drós þó hefði drekinn fargað,
dugnað þínum var forargað.
62.
Bræðrungur og biðill áttir brúðar heita,
kunnir öngva vörn þó veita,
vilt þann dugði samt áreita.
63.
Hafi það hvör sem hamingjan lér og heppnast getur,
von er þætti brúði betur
um buðlungsson en drekatetur.
64.
Orðinn er hann mín ellistoð og ungri snót
lífgjafari og banabót,
berstu aldrei honum á mót.
65.
Láttu hann njóta listar sín og lofunar minnar,
sittu í hófi systur þinnar,
sefist ofsi styggðarinnar.“
66.
Phineas ansa niflung nam ei neinu orði,
til skiptis upp á herra horfði
hvorn hann skyldi slá fyrir borði.
67.
Senn réð hann að sjálfum Persíus sending skjóta,
sára bíldur Sviðris spjóta
í sætið kom á milli fóta.
68.
Brúðguminn sprangar yfir lag og uppá fætur,
sára fleininn fljúga lætur,
Phineas hafði á því gætur.
69.
Hefði hann ekki beygt sig brátt á bak við múrinn,
búinn var þá víga dúrinn,
veik sér til við áhrins skúrinn.
70.
Svipsinnis ei sprangar spjótið spaks af hendi,
Rætus heitir bauga bendir,
í bringunni á honum frá eg lendi.
71.
Gaflok fló í gegnum hann með gamanleysu,
féll hann við þá hnakka hneisu,
hneppilega má segja af reisu.
72.
Benja flóð og fjörbrot hans nú flekka dúka,
undan borðum allir strjúka.
Eg skal þanninn kvæði ljúka.