Persíus rímur – önnur ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Persíus rímur 2

Persíus rímur – önnur ríma

PERSÍUS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Yggjar renni ölið enn
Bragarháttur:Ferskeytt – skáhent eða skáhenda (fráhent)
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Rímur
1.
Yggjar renni ölið enn
út af mærðar horni.
Í annan tíma tungls við prím
treinist lögurinn forni.
2.
Nýið ungt í nærri punkt
nemur kveiking strauma,
líka ræður fjöru og flæður,
fylgir þýðing drauma.
3.
Heila manns og minni hans
mána tíðin veldur.
Við nýið hvört er námið ört
en nið því aftur heldur.
4.
Eg lést sem væri vísu fær,
verður af hálfu minna
ef ei kann með settum sann
samstæðurnar finna.
5.
Sjálfkenning og samhending
sagt er brúka megi,
blómamál, en buldursbrjál
blindi skilning eigi.
6.
Krulla sumir í kenningum
og kesti saman bera
Fundings víðir hart og hýðir
hvör um aðra þvera.
7.
En þá er hind á mærðar mynd
ef mönnum styttir dægur,
verði þýtt so námið nýtt
nokkur sé til slægur.
8.
Hygginn aktar mest af makt,
mærð ef nennir hlýða,
hvar til dygir diktan ný
og dæmisögurnar þýða..
9.
Bernskir heyra miklu meir
máladrýging vilja,
með endilöngum sagna söng
sjaldan þýðing skilja.
10.
Lygisagna mang og magn
margir ónýtt skrafla
um örlög há það heyra má
sem hrist sé um belginn tafla..
11.
Gamalt hér með fræði eg fer
fátt þó úr því spinni
en ef nein er nytsöm grein
næmir leggi í minni.
12.
Gæta hér þess brúðum ber
að bíða giftustundar
en rasa ei fram fyrir ráð í skamm
ríkt og iðrast fundar.
13.
Stuttur losti langa kosti
leiðinlegustu rauna,
nema umbæti miskunn mæt
og mönnum gefi til launa.
14.
Gjörvuleiksins ráð og reiks
lengi fæstum stoðar,
einhvör slys og auðnu trys
oftar flestum boðar.
15.
Fleiri vessin framvegis
fornu dæmin boða,
sett á dreif, en Sónar sveif
sögunni verður hroða.

16.
Sagt er fyrst að refla Rist,
ræsir einnri dóttir,
hún var fögurog falleg mjög,
full með afmors sóttir.
17.
Medúsá hét menja Gná,
mennskri ásýnd vænni,
en öðruvísi eg veldi prís
væri mín tungan kænni.
18.
En hvað skal álits ýkja tal
og einnri jómfrú hæla,
þeirrar varð í skartið skarð,
og skapnaðurinn nam tæla.
19.
Þaug voru mætin mest ágæt
sem mæltu fyrir kæru,
hárið umliðast lokka við
líkast gulli skæru.
20.
Yngissveinar silkirein
sagðir margir unnu,
biðlamergð og manna ferð
meyjar af ástum brunnu.
21.
Hún þóttist dýr og þeim frá snýr,
þverlynd öllum skúfar,
mergð jungkæra jafnt óværa
jáorð gjörði frúar.
22.
Júpíter, þann áður er
um talað í kvæði,
bróður á, sem birti eg frá,
burðugan að æði.
23.
Neptúnum ítran nefna hlýt
nöðru fleygir skíða,
sækóngur var Satúrns bur,
við sögurnar kemur víða.
24.
Medúsam þá niflung nam
nokkru sinni líta
við musterið há þar Mínervá
mærin göfgast hvíta.
25.
Sú var mennta móðir hent
og meyja hreinlíf talin,
elskar dyggð en bannar blygð
bóknáms gyðja valin.
26.
Skilja má að Mínervá
merkti kenning sanna,
lærdóms hreina geisla grein
guðs lögmál og manna.
27.
Því að alin er hún talin
útaf Jóvis heila.
Það er af ljósi mannvits móts
meðan það kunni ei feila.
28.
Í kirkjunne þar stoltugt sté
stúlkan oturhærða,
frá og til var falda Bil
frygðar að njóta værða.
29.
Neptúns augu fyrir flaug
Friggjan Gefnar tára,
geðsöm mjeg og girnileg
með gillini fagurt hára.
30.
Venus stingur blíðu bing
buðlung sárri pílu.
Haddar Gná hann fýsir að fá
fljótt í sína hvílu.
31.
Tókust kveðjur kærleik með
kyrtla Lín og sjóla,
skröfuðu sátt en sungu fátt
þó sæti í helgum skóla.
32.
Þaug sænga þar eð síst þeim bar,
sektast má þeim hæri,
nógu annt, þó nú sé vant,
njótast fyrr en bæri.
33.
Mínervá nam soddan sjá,
saurgast kirkjan hreina,
undir bann hún ekki kann
ótukt líða neina.
34.
Porti máls með hvellum háls
hofgyðjan upp lýkur:
„Ljóst það er ei líkar mér
lifnaðurinn slíkur.
35.
Stærstu skamm og verstu vamm
veittuð húsi mínu,
gátuð hvergi orpið ergi
utan í hofi fínu.
36.
En Medúsá skulu ekki á
elskhugarnir glæpast
eður fyrir hennar ástir senn
oftar hingað slæpast.
37.
Linda Gná það legg eg á
að lokka haddurinn fráni
strax höggorma fái form
og fegurð vífs afpláni.
38.
Fastur á hala fræning skal
úr frúinnar kolli hanga
og út blása eitur rás
á alla er nærri ganga.
39.
Hvör sú kind á lauka lind
lítur ásjón fína
verði slétt að köldum klett
og klárt skal eðli týna.
40.
Hlægir mig að héðan af þig
hirða öngvir gilja,
skulu heldur eins og eld
og eitur forðast vilja.
41.
Héðan af skalt yfir annað allt
ógn eður Gorgon heita,
þakka þig braut, þín þung er þraut,
því má enginn breyta.
42.
Orð um mælt og afli stælt
örlög biður hún standi,
töluð svo framt af feikna skammt
föst og óskrikandi.
43.
Skeði það nú skjótt í stað,
skiptist fljóðs um burði,
grimm forynja Gorgons kyn
grábaks þakin urði.
44.
Gekk hún út, þó gisti sút,
gjörði mörgum víti,
hvör og einn varð stokkaður steinn
er starði á hennar lýti.
45.
Út á hörku eyðimörku
Affríka með veldi
fyrir guðanna makt er mælt og sagt
meinvætturinn héldi.
46.
Mannskæð var hún víða þar
ef virðar komu nærri,
á eyðiskóga út sig dró
öllum kindum fjærri.
47.
Þunguð orðin skikkju skorðin
skammgóðan eftir verma
fóstrið fæddi flótta mædd
frá því skal nú herma.
48.
Meins við álfu móðirin sjálf
mátti ei barnið líta,
helst tók þá við þanka þrá
þrautin á hana bíta.
49.
Hann Neptúnum náði hún
nefna föður að jóði,
krefur þann ef krafta kann
komi til hjálpar fljóði.
50.
S´kóngs aktar marghæf makt
málið sér við kæmi.
heillar á burtu barnið þurrt,
byrjast fáheyrð dæmi.
51.
Yfir barnkind hann bregður mynd
beisla dýrsins fljóta,
með vængjum brátt hann flýgur frátt
sem fuglakynið skjóta.
52.
Pegasus fyrir fleygiflus
fákurinn nafnið hreppti.
Neptúnus með nasagus
niðja sínum sleppti.
53.
Hljóp hann snart sem haukur hart
hærri arnar vegi,
meira skundar markar hund,
mæðast kann aldreigi.
54.
Ræðan linni svo um sinn
segja af honum meira,
seinna má þar minnast á,
margt sker annað fleira.
55.
Persíus til eg víkja vil,
vóx hann upp í ríki
fagur og vænn sem vitur og kænn,
varla fannst hans líki.
56.
Honum er hugur að herða dug,
hreysti nokkra vinna,
upphóf heit með eftirleit
ógnar skrímslið finna.
57.
Fyrst þó varð í föðurgarð
fyrir að leita áður,
kemur þar sem kóngurinn var
og kvaddi hann orða bráður.
58.
Hvör hann er það hilmir sér,
hann ei þurfti að segja,
um sitt kyn sem kæran vin
kvað hann skyldi þegja.
59.
„Eg vil ekki ungum rekk
ásjá sjálfur veita,
þénari minn skal manndóm þinn
mektar þingum skreyta.„
60.
Ei vill styggja stoltar frigg
né stjúpu þjóstinn egna
því hann veit að þorns mun heit
Þrúður á slíku hegna.
61.
Júpíter út frá so fer
frægur meiðir ríta,
heilsar feður hýrt með geð,
hans munu ráðin bíta.
62.
Meistarinn dýr og menntaskýr
hann Merkúríus frægi
skóna gaf sér öðling af,
þeir eru í skárra lagi.
63.
Töplum á hann troða má
torfu, sjó og vinda,
uppi heldur ægir og eldur
einneiginn loftið blinda.
64, Fékk þann hneitir Harfi heitir,
haglegt dvergasmíði,
stálið skapt er krumt og krappt
svo kynngi fast að ríði.
65.
Mínervá bað lið sér ljá
að líta Gorgon mætti
hættulaust og hefði traust.
Hún það ein um bætti.
66, Skjöldin fékk hún skoskum rekk,
skein á málminn hvíta,
gegnum þann sem glassjón fann
Gorgon mátti líta.
67.
Hyggst þá búinn hetjan sú
hermannlegur að týgjum,
varla fann þá frægra mann
fæddan undir skýjum.
68.
Fetar á stað sem fýsnin bað
um fjöllin, vind og geima.
létt bar fót yfir loft og grjót,
leitar í alla heima.
69.
Fram við merkur fann þau verk
er flagðið eftir lágu,
draugar standa brattir bland
að bergi orðnir hávu.
70.
En hvar byggir ógnin stygg
aldrei náði frétta,
enginn frá því sem hann sá
sig við mátti rétta.
71.
Um síðir leit á rjóðurs reit
rokna flagðið hvíla,
digrum háls og drjúgt ummáls
drekarnir gjörðu skýla.
72.
Um þá stund var beðs í blund
bæði snót og linnar.
Persíus stildrar strax með snilld
að stöðunum gríðarinnar.
73.
Hamingjan styður hilmirs nið,
heppni trú eg hann njóti,
sitthvort er að lukkan lér
lið eður blæs á móti.
74.
Harfa hjó í hnakka kró,
hálsinn tók í sundur,
varð þá haus við líkið laus,
leiddi af stærri undur.
75.
Allt um rjóður eiturflóð
undir eins réð gjósa,
ormar blása bana rás
sem bylji foss við ósa.
76.
Rótnar fold en flotnar mold,
fjúka trén af rótum,
skriðnar lundur, skelfur grund,
skall á eikar klótum.
77.
Persíus brá sér fullsnöggt frá
fjörbrotunum snótar,
herðir skeið um hauka leið,
hann vann skónna njóta.
78.
Sigurinn fékk því svo til gekk,
seima lundurinn frægi,
fegurð hans ei fylgdi vans
forlaganna af tagi.
79.
Gæfuhár og giftusljár,
grannvitur og spakur,
friðgjarn, styggur, falskur, tryggur,
frábær, orkulakur.
80.
Hvorutveggja tagið beggja
tel eg stílun hverfi,
hár hafa ríkt að litum líkt
og líkamans sama gervi.
81.
Glæpir fylla ósköp ill,
athæfi syndarinnar,
en dyggðir smíða forlög fríð
og fylgi guðrækninnar.
82.
Þetta merk og vinn það verk,
velferð má af hljótast.
Norðra skeiðin náms af leið
nú skal sundur brjótast.