Pontus rímur – þrettánda ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Pontus rímur 13

Pontus rímur – þrettánda ríma

PONTUS RÍMUR
Bálkur:Pontus rímur
Fyrsta ljóðlína:Rís hér aftur ræðu kraftur
bls.146–155
Bragarháttur:Stafhent – oddhent (frumstiklað) þríþættingur minni
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Rímur
Þrettánda ríma
Stafhent oddhent

1.
Rís hér aftur ræðu kraftr
af riddara Ponto, illa skaptr;
þetta spil skal þeim í vil
þjóðaskáldunum drekka til.
2.
Fram skal eitt af fríðum beitt
fræði af Ponto aftur leitt;
þeir ríðast á sem rétt má sjá
og reka stengr í skjöldu þá.
3.
Í annað sinn varð útreið grimm;
með afli brutu spjótin stinn;
brynja er hörð, en bilar ei gjörð;
beggja hestar féllu á jörð.
4.
Spruttu á fót og mæltu mót,
mjög var þeirra aðsókn ljót,
sverðum brá og börðust þá;
býsn þeim þótti er horfðu á.
5.
Kóngsson hjó með kappi þó,
kjöri Vernarð öngva ró;
hann varðist þrátt með vaskan mátt,
varð þó næsta aflafátt.
6.
Gramsson reiður á gjarða meið
grímu burt af hjálmi sneið
og særði þann hinn svinna mann,
so um andlit blóðið rann.
7.
Vernarð þá upp vopni brá
og vildi Ponto hefnast á;
hann harðnar, því að heift er ný,
og höggið kemur skjöldinn í.
8.
Hann hjó með hast, so hlífin brast;
hjörinn söng í brynju fast;
meir en spönn að tjörgu tönn
trú eg klyfist hlífin grönn.
9.
Varð ei laust það vopnið traust;
Vernarð upp með kappi braust;
kóngsson bað með kærleik það
kífi skyldu hætta í stað.
10.
„Gef þig nú með góðri trú
göfugastri landsins frú,
fanginn þig so fyrir mig,
að formerki það tigulig.“
11.
Öngu hann þá ansa kann,
er so reiður hinn stolti mann;
hann hleypur þá með heift og þrá
herra Pontum grimmur á.
12.
Jókst þá kliður, kóngsson fríðr
kastar honum á völlinn niðr;
so liggja hlaut, en lækkar skraut;
lofðung sinnar hreysti naut.
13.
„Vertu kyrr að kveikja styr,“
kóngsson biður Vernarð hýr,
„sæktu þá sem sagt er frá
sé hér fríðust landi á.
14.
Fanginn ver og flýttu þér,
fyrir mig henni kveðju ber;
þenkjan mín skal þýðri fín,
þæg meðan endist ævin sín.“
15.
Gekk á burt með gleði og kurt;
gæsku hans fá allir spurt;
Vernarð þá að vísu má
vita hans dygð og skýra frá.
16.
Riddarinn gekk að gildum rekk;
góði Vernarð ósigur fékk.
„Meistara minn eg mætan finn,
sem mig hefur unnið þetta sinn.
17.
Honum er prís og heiðurinn vís;
hin hæsta frægð um löndin rís;
hefur hann spekt sem heiður og mekt;
hann er borinn af dýrri slekt.
18.
Vísið mér þá vænstu hér,
sem virðing yfir allar ber;
hennar til eg halda vil
og hæstri greina riddara spil.“
19.
Honum er sagt, að heiður og makt
hafi Sídónía akt,
af öllum þeim um allan heim,
sem annað gull hjá kopars seim.
20.
Stígur á hest og hefur ei frest
og hleypur nú sem allra mest;
verður leið að vísu greið;
til Vanis þaðan í burtu reið.
21.
Á þeirri stund að þrotnum fund
þá tók sinn hest á fríðri grund
riddarinn svarti rétt með skart
og ríður nú á skóginn hart.
22.
Klaustur fann sá kurtis mann;
klerka sveitin lofaði hann;
beið þar lið allt brunninn við,
bestu fengu náð og frið.
23.
Látum vér nú hvílast hér
af hilmirs ferð að skýra gjör;
segjum frá, að Sídónía
var sorgum spennt og beiskri þrá.
24.
Dag og nátt, að nauðin þrátt
nýta þvingar bauga gátt;
hún syrgir þann hinn svinna mann,
er síðast reið af landi hann.
25.
Hugsar nú hin hýra frú
hér af komi burtreið sú,
að vildi ei tal við vænan hal
veita í sínum drykkju sal.
26.
Tiguglig hún talar við sig:
„Tældi illa heimskan mig,
eymd og smán sem auðnu rán;
aldri hefur sá gæfu lán,
27.
er sagði slíkt og laug svo líkt,
að launa mundi illu ríkt
og veita trú að vísu nú,
að vildi aðra þýðast frú.
28.
En hans er sæmd með heiðri dæmd,
háðuglega var burtu flæmd;
langt um skeið að riddarinn reið,
rauner er eg mér orðin leið.
29.
Og er því verr, að angrið mér
ætíð lengi í sinni er.„
Nátt og dag með nauða plag
nú ávítar sjálfrar hag.
30.
Grét því þrátt, en gladdi fátt
góða jungfrú dag og nátt;
riddara sinn að syrgir svinn;
sútin byggði hjartað stinn.
31.
Gátan örg hún gekk so mörg,
að gæfist Ponto engin björg;
hér og hvar hann héldist þar,
so heiður hans ekki vaxi par.
32.
Vernarð þann hinn vaski mann
vissa leið til borgar fann,
kom með lof á kóngsins hof;
kærum ekki það við of.
33.
Girntist þá með góðu að fá
göfuga kóngsins dóttur að sjá,
sem sögð er fróm að sönnum dóm
og sæmdum prýdd að allra róm.
34.
Fangi kvaðst og fyrir það baðst
að finna hana með öngan hast;
á hennar náð er riddarans ráð
rétt komið sem fyrri er tjáð.
35.
Sagt er þá, að sent er frá;
Sídónía skyldi gá
á kóngsins fund með kæra lund
og koma þar á sömu stund.
36.
Jungfrú gekk með gildum rekk,
göfug af sínum kvenna bekk,
með fjölda manns og frúa krans;
á för hennar var ekki stans.
37.
Kom í salinn kvenna val;
kvödd var hún með blíðu tal;
sest hún þá sem sagt er frá
sínum föður næsta hjá.
38.
Vernarð gekk að vænum bekk;
vissu af því mærin fékk;
fyrir hana sté og féll á hné,
frúna bað hann allt gott ske.
39.
Talaði hátt, svo heyrði brátt
hvör sá maður fyrir innan gátt:
„Kveðju hér frá sjálfum sér
svarta riddara yður eg ber.
40.
Vann hann mig, frú volduglig,
vil eg þess ekki dylja þig,
og sendi mig, frú, af sannri trú;
eg segist yðar fangi nú.
41.
Hef eg spurt með heiður og kurt,
hvar sem eg hefi riðið á burt,
að vísa mér þá vænstu hér,
sem virðing yfir aðrar ber.
42.
Tungan hvör að talaði snör,
trú eg það öngan vita gjör,
að afbragð þér af öllum ber
allteins so sem sögnin sker.
43.
Þenkjan hans, þess mæta manns,
man eg hann yður bauð til sanns
alla dygð með fagri frygð,
frú mín, það er engin lygð.“
44.
Roðnar sú hin ríka frú,
þá riddarans orðin heyrði nú;
hólið mest, að fólkið flest
fríða jungfrú lofar best.
45.
Svarar hún þá sem sagt er frá:
„Segja þakkir eg öllum má
fyrir þetta hof og lýða lof,
þó langtum sé það mér við of.“
46.
„Það er nú meir,“ kvað menja reyr,
„að misgáð hafi sig allir þeir,
fyrir vænsta frú sem vilja nú
velja mig á sína trú.
47.
Þeir tæla sig, sem tala um mig,
og trú eg villu ráfi stig;
þar langt er frá sem lýðir sjá,
að lofgjörð megi eg eiga þá.
48.
Svaraði klökk sú seima Hlökk:
„Svarta riddara segi eg þökk
fyrir virðing hér hann veitti mér,
veistu, hvað fyrir mann það er?“
49.
„Gjörla má eg ei greina frá;
góður riddari er hann að sjá;
enginn mann í heimi hann
í hörðu stríði sigra kann.
50.
Ponto líkur líst mér slíkur,
lengri nokkuð herrann ríkur,
eður það, sem öldin kvað,
er Ungaría hefur unnið stað.
51.
Hann ríðu í stríð sem veröld er víð
og vinnur sigurinn allan tíð;
af honum sveit að engin veit,
annar neinn þó fari á leit.
52.
Ræða í borg, um tún og torg,
trú eg bera litla sorg;
rétt er hann sá röskvi mann,
riddari svarti nefnast kann.“
53.
„Mánadag næst mun hefjast hæst,“
herra Vernarð talaði stæst,
„burtreið þá mun byrja sá
besti riddari um lönd og sjá.
54.
Guðfreyr skal við gildan hal
gjöra sinn að rjóða fal;
koma mun hér, það vonum vér,
að vísu yðar fangi er.
55.
Hinn þriðja þá hann Andri á,
vill útreið sýna og hreysti tjá;
veit eg tíð að vísu fríð
verða mun hann hér um síð.
56.
Hinn fjórða leik fyrir falda eik
hann fær að reyna og sköftin bleik;
greini eg þann hinn göfuga mann;
greifi Martein kallast hann.
57.
Í kringum ár að styrjöld stár,
stálin vilja reyna klár;
vegur er beinn að vísu seinn,
viku hvörja stundi einn.
58.
Fleiri mun að mínum grun
mæla, so ei verði á hrun,
á þennan veg að virðuleg
verði fenginn heldri en eg.“
59.
Kóngur er glaður, með kærleik hraður;
kætist hvör þar inni maður;
seima Ná við svinnan þá
sínum kastar gleðskap á.
60.
„Fangnir hér skulu fyrst hjá mér,
frómu riddarar, dvelja þér;
harða þraut fyrir skart og skraut
yður skikkast áður farið á braut.“
61.
Vernarð hló að vænni þó:
„Vildi eg kjósa, jungfrú mjó,
slíka pín hjá pella Lín
sem plagast nú í höllu þín.
62.
Það líð eg vel með þýðu þel
þessa stund, sem að eg dvel;
árið nú, mín fríðust frú,
fyrri mun ei eignast sú.“
63.
Endast orð, en auðar skorð
alla kvaddi með hýrlig orð;
hefst þar dans um kvenna krans,
kom þar meir en þúsund manns.
64.
Þó virðist kát sú væn í mát,
voru þó hennar innri lát
langt frá því, að lyndi í
léki glöð, af sorgum frí.
65.
Hvílast skal mitt hróðrar tal,
hér með læsa kvæða sal;
orðin skráð eru mest öll máð,
maður ef þar fær rétt að gáð.