Stafhent – oddhent (frumstiklað) þríþættingur minni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stafhent – oddhent (frumstiklað) þríþættingur minni

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:aabb
Innrím: 1B,1D,2D;3B,3D,4D
Bragmynd:
Lýsing: Stafhent – oddhent (frumstiklað), þríþættingur minni er eins og stafhent – óbreytt nema hvað í þessum hætti gera önnur kveða frumlína og fjórða kveða (endarímsliður) aðalhendingar langsetis.
Undir þessum hætti eru tíunda og fjórtánda ríma Brönurímna sem taldar eru kveðnar skömmu fyrir miðja 16. öld.

Dæmi

Spruttu á fót og mæltu mót,
mjög var þeirra aðsókn ljót,
sverðum brá og börðust þá;
býsn þeim þótti er horfðu á.
Magnús prúði: Pontus rímur XIII:4

Lausavísur undir hættinum