Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Fjölmóður

Fyrsta ljóðlína:Faðir himneskur / með frægum sigri
Bragarháttur:Fornyrðislag
Viðm.ártal:≈ 1625
Flokkur:Ævikvæði
Forspjall
1.
Faðir himneskur
með frægum sigri
og þeim signaða
sannleiks anda
mig styðji, styrki,
stoði og hugsvali
og í böli öllu
bætur vinni.
2.
Forspjall lítið
framan til ljóða
fyrir lesandann
eg læt hér vera
en það relation
eða rytju-annál
mega skýrt kalla
menn, það vilja.
3.
Til munu dæmi
dýrra manna
fyrri í heimi
fornu aldar;
minnilegar bækur
Moses gerði;
það er siðvani
sumra manna.
4.
Hér skulu engar
óbænir stórar
né heiftarkveðjur
í hróðri finnast,
þó á mótvindi
minnist lítið,
hvað víða eg hefi
verið í hættu.
5.
Hefi eg í mannraunir
margar ratað,
oft langt komið
líftóru minni,
orðið fyrir grimmdum
galdramanna
þar sem flokk þeirra
forðast vildi.
6.
Sigur hefir mér
sjálfur guð gefið
að eg enn við líf
aumur tóri;
margir svo stoltir
stokknir undan
af þeim dimmneskum
dóm sinn fengu.
7.
Hafa lyga hríðir
um land vort gengið,
um mig þó ekki
í minnsta lagi;
vil því með sannleik
víkja til baka
sem fyrir öfundarróg
upp er diktað.
8.
Eru og offylgis mál
alltíð fegruð,
kostprís lagður
hjá lýð sveita
svo stórbrot öll
straffist síður
eða þó voldugir
víki af rétti.
9.
Hér skal af mörgu
minnst á dálítið
en stikla hjá
stærstu og verstu;
sá er sem leitar
líka og dæmir.
Hið leynda verður þó
ljóst um síðir.
10.
Mun hér karli bálkur
úr kúrum rakna,
stirður, stuttur,
stundar glósa;
þó þyki leiður
að lesa hjá stórum
má hann þá liggja
meinlaus öllum.
11.
Margt hefir verið
um mína ævi
lagt til lýta mér,
lúnum karli,
það eg kvartaði
um kroppið músa
eða hvolpa glefsur
í hæla aftan.
12.
Þola mætti eg meira
en þetta dálítið
enginn þó á mér
örkumsl sæi,
þá mundi tungan
til í hvofti,
óskað haf nokkrir
að engin væri.
13.
Það eftir hér fylgir
í ævidrápu
ástutt lítið
af leik þeirra
kvak kvæklinga,
kortvíl sumra,
glettur grábletta,,
gusur og þausnir.
14.
Nú leika hofmenn
á hjóli sínu
heims undir höfðingjans
hávu merki
en krossburðar
kvaldir aumingjar
böl sitt bera
til betri vonar.
15.
Kápur láta sníða
Kalvíns hópar
eftir lystingum
og losta prýði,
þykir skrautlega
skína á mörgum,
það álfríið síðan
af sér fæðir.
16.
Hvað hugskotseyrun
heyra stundum
eða augun andar
út fá skoðað
nefna má ekki
á nýrri öldu;
gert er að því gamla
gys með spotti.
17.
Til forna hefi eg
fært í skildi
fugl undir merki,
fjölmóð litla,
innsigliskorn mitt
enn það vitnar,
sumir þann vesling
selning kalla.
18.
Hann er hjá öllum
aktaður lítið,
mjög forlitinn
hjá meiri og stærri,
meinlausastur
megðu skepna,
íhugafullur
og angurbitinn.
19.
Meinar hann að sjórinn
muni upp þorna
fyrir brimfroðu korn
sem ber í nefið;
fagnar því um flæðar
en um fjöru sorgar,
kvíðir við mörgu
sem karlinn vesali.
20.
Því skal formálinn
frammjór vera
svo sem fjölmóðs nef
eða fleinn hans nasa,
um búkinn þykkur
sem bálkur rauna,
dyrðill lítill
dregst á eftir.
Ævidrápa Jó. G. S. anno 1649 ætatis 75
21.
Það skal upphafið
ævidrápu
þúsund fimm hundruð
fjórir og sjötíu
var eg frumgetinn
fæddur við haustið
í Ófeigsfirði
á Hornströndum.
22.
Ólst eg upp síðan
í Árness þingum,
sá eg Steingrímsfjörð
sextán vetra,
hafða eg fengið ár
fjögur og tuttugu
þegar minn faðir
fór að sofna.
23.
Síð um haustið
er sótti hann kirkju,
aukið var manni
í sveit vora;
sá hafði kjagað
kringum Hornstrandir
en af Vestfjörðum
vaflað þangað.
24.
Hafði ónáttúrur
undarlegar,
sitja sást aldrei
svo sem aðrir menn;
stóð hálfboginn
eða hvíldi sig flatur
en klukkna hljóð
kunni ei líða.
25.
Á buddu svartri
brjósti undir
hvíldi gjarna
sá heljar sinni.
Þar var í blóðhorn
þeygi fagurt;
þar hann það sýndi
sumum mönnum.
26.
Kolblásvartur
kjaftur var innan
á þeim bófa
og út úr fýla:
Því hafði fliku
fyrir munngati
þegar við vísa menn
var að ræða.
27.
Hvað hann fyrir sagði
framgang hafði
um lífdaga manna,
lömb eða sauði,
gekk inn í jörð
og út um kletta
og svo á vatni
veikt skurmuðu.
28.
Þegar minn faðir
fundið hafði
þenna ókenndan
þrjótinn svarta
á sama tungli
sér sóttar kenndi,
líkast aðsóknum
eður nalgskeytum.
29.
Hálfan annan dag
hann hvíldi í rekkju,
fékk þjónustu
og fór að sofa;
ölmusu skylda eg
afgreiða síðan
hartnær fimm aura
sem hann á nefndi.
30.
Það skyldi eignast
sá hinn ókenndi;
sá hélt sig hrumaðan
og heldur vel kristinn.
Senda eg honum þetta
síðan með skilum
þar fengið hús hafði
á Finnbogastöðum.
31.
En sem eg sá hann
ógnaði stórum
því mér virtist ei
vera einsamall;
sagðist hann vera
af berserks blóði
og háð í hljóði
hólmgöngur margar;
hefði um ævi
alla sigrað,
myrkrum úr kominn
við mig að reyna.
32.
Eg bauð fyrir mig
boð til friðar,
ungur, ókænn
við anda berjast.
En hann sagðist
sendur vera
á sakleysið
sækja jafnan.
33.
Bárð sig nefndi
breytinn dóli
og lést kunnugur
um landið víðast.
Enginn þó vissi ætt né slekti
myrkrabófa
sem meinum olli.
34.
hleypti hann ónáðum
á mig síðan,
dimmur fylgdi þar með
drekinn stóri;
sáu menn margir
magnaðan fljúga
fram og aftur
á fyrsta vetri.
35.
Á misseri fimmta
mey eg festi
undur allmörg
yfir þó gengi.
Of langt er það
allt að greina
utan nauðreynslu
nefna fyrstu.
36.
Fyrir þau jólin
fólinn myrkra
á reisu sinni
rauk til Heljar;
í Norðrárdal
á Nástrandir,
togaður síðan
til Hvergelmis.
37.
Hafði umbúning
illan magnað
áður fjandans þegn
fór að deyja;
gerði til stefnu
góðum jarðmanni
mjög nauðugum
mig að ásækja.
38.
Þó fóru undan
ósköp önnur,
vetur þann allan
voðar brögðóttir,
að eg með vopnum
veginn yrði
fyrir utan sakir
eftir vanda.
39.
Þrjú misseri
það hékk yfir
ásamt ónáðum
öðrum mörgum
því að stefnuvættur
stríðið langa
strax að vori
víst byrjaði.
40.
Veturinn eftir
voðar á gengu,
fylgdi þar með
fellir sauða,
lagðist frá gagnsemd
lands og sjóvar;
mannfall eftir
mundi þá koma.
41.
Svo liðu ár fram
eitt og níu,
átta eg að mæta
angurskúrum.
í Ólafseyjum
undan Skarðsströnd
ég hafði veru
á jólum tíundu.
42.
Á hafði gengið
ár tvö liðin
undur Geirmundar
eftir vanda
því þar heljarskinns
haugur er orpinn
hefir glettur gert
að gömlu og nýju.
43.
Hálfan mánuð
harðfengustu
feikn á dundu
fram um jólin;
hlaut sig birta
sá bjó í jörðu
við enda stefnu
ellegar springa.
44.
Þá tók að hægjast
hvað sem annað;
var eg þá fullvel
virtr af höfðingjum,
með gjöfum og vinskap
ginntur þaðan
undir þann krossburð
sem kom á eftir.
45.
Aftur mig flutti
í sveit mína
margt þó brigðist
sem mér var heitið;
svo hlaut að búa
þar eg síst vildi;
það eftir sig leiddi
annað fleira.
46.
Þá gekk hið grimma
grjótkast vestra;
á Snæfjalla stað
til auðnar horfðist.
Þorleifur, skáld gott,
þar var til sóttur
en eftir það á gekk
allt úr hófi.
47.
Gangárinn annar
glettur sýndi
á öðrum vetri
og enti um síðir;
kom þá fullgóður
friður á eftir;
of langt er allt slíkt
upp að telja.
48.
Þá er það upphaf
enn tíðinda
á ári þrettánda
eftir sextán hundruð
hafskip ókennt
hljóp að landi;
upp á Kaldabksvík
komst úr ísum.
49.
Landsmenn höfðu ekki
hafskipum vanist,
flýðu lafhræddir
í fjöll og dali,
sökktu í gryfjur
sínum eldsgögnum
og mörgu fleira
fyrir sér spilltu.
50.
Slíkt undruðust
hinir ókenndu,
vissu ei hvað þeir
horfa skyldu,
þar til hungraði
heimska þræla
og fýsti að skoða
fólkið útlenska.
51.
Héraðsprófast
þeir höfðu ágætan,
létu honum segja
svoddan tíðindi,
en hann bréf sendi
báðum kapteinum
hvert þeir með vinskap
vel meðtóku.
52.
Af Viscaien
voru út sendir,
hvalveiðis fólkið
Hispanie,
ekki þó langt frá
landamótum,
flutu þar í bland
franskir nokkrir.
53.
Fundust oftlega
á því sumri,
kölluðu sinn vin
síra Ólaf;
skullu í skenkingar,
skorti ei alvöru,
voru mjög mildir
af mat og veiðum.
54.
Vísaði þeim
til veiðiskapar
á Steingrímsfjörð
þar stóð hans kirkja.
Þeir seytján hvali
um sumarið veiddu,
létu lukkuför
og léku við fingur.
55.
Þar komu margir
til matfanga
en flestir til funda
og frétta nýrra,
Ari Magnússon
einnig líka,
valinn höfðingi
yfir Vestfjörðum.
56.
Sá góði prestur
gekk á milli
og til vinsemdar
öllu stýrði
svo að skildu
og út sigldu;
mundi það nærri
Michaelis degi.
57.
Aldrei einn þeirra
á því sumri
fann eg né sá
þó fréttir heyrði.
Hvernig kunna eg þeim
þá til héraða vísa
ellegar hafna
hér í landi?
58.
Fengu í haustmyrkri
hafvillur stórar;
í sjó hröktust
allt til jóla;
þóttust þó heppnir
er heim komu
með fragt fulla;
sú ferð var prísuð.
59.
En að vori
vildu Spanir
sex og tuttugu skip
senda hingað.
Englands strákar
á þá hittu
og slógu strax
slétt á flótta.
60.
Rændu suma
og ráku í tvístranir;
ein tíu skip
Ísland fundu;
á Steingrímsfjörð
flestir héldu
en norður lengra
nokkrir lágu.
61.
Franskir nokkrir
þar fylgdu með líka;
við Kongseyjar
kjöru sér veru;
fengu velflestir
veiðar góðar
en fyrir slysni
eitt skip misstu.
62.
Stóð vinskapur
stíft sem fyrri
með yfirvaldsmanni
og öllum hinum
þar til kennimaðurinn
kallaðist héðan,
séra Ólafur vor,
til sællar vonar.
63.
Sorguðu allir
svifti slíkan,
minnkaði líka
mjög hvalveiði.
Þá tóku strákar
að stela frá spönskum
því enginn var nærri
að aftra kauðum.
64.
Voru sakadólar
í sveit inn komnir,
þeir nefndur valdsmaður
náðað hafði
því hann tók sýsluna
svo nær eydda,
bæði óhollir
honum og öðrum.
65.
Allmörgum héldu
inni skuldum
en sögðu að spanskir
sig hefði rænta.
Hann því trúði
og hér af um snerist
en þeir mögnuðust
meir og framar.
66.
Sjálfur meðkenndi
sinn brest stundum
að hann þeim skálkum
of mjög trúði;
hætt var við því
höfðingjum fyrri,
nú þó ekki síst
í öld myrkviða.
67.
Til franska skipsins
för sér gerði;
áttu ei Spanir
af að vita;
hann þar lýsti
að hefði fram skrifað
svo hinum yrði
helvegur búinn.
68.
Beðið hafði leyndar
bátsmenn franska
en þeir stallbræðrum
strax kunngerðu;
*og þeir hafnartoll
hefði goldið,
fengið bréf upp á
og fast um búið.
69.
Það var á millum
hans og hinna,
þeir boðið hvaltíund
eftir bréfum höfðu,
en hann þrálega
því neitaði,
vildi ei silfur
sjálfur meðtaka.
70.
Lá bátsmönnum
blóð í skinni
að skyldu án saka
svo vera slegnir
en kapteinar
öftruðu hefndum;
ráð mundu finnast
í ríku tómi.
71.
Voru út sendir
víðara nokkuð
hvalfangs bátar
frá hafskipum;
föluðu sauði
sér til rétta
fyrir fulla aura
sem fyrr var vandi.
72.
Þrælar forboð
fyrir sig báru,
sögðu friðlausa
fóla spanska;
tóku sér í hendur
tré eða ljái;
af þar tálgaðist
úfan meiri.
73.
En hvar friðarfólk
fyrir þeir hittu
sem buðu til mjólkur
eða baksturelda,
lögðu frjálslega
laun á móti;
það var falstungna
fyrsta tilefni.
74.
Sögðu hollustu
hálku þjónar
að aftra þeim
er órétt gera
svo að fljótara
fengi sakir
því til fullnustu
er fram var skrifað.
75.
Lágu fjögur skip
langtum norðar
í Árnes þinghá,
allt frá Ketsvogi;
engelskur pilot
af þeim flokki
til eggjaður
mig tók til fanga.
76.
Þóttist eg illa
þá vera kominn
þó meðlæti nóg
af mönnum hefði;
með kapteina vitund
eg komst úr skipi,
harðar þó eftir
hefndir urðu.
77.
Geymdi svo guð mig
og góða vini
að ekki skaðræði
af þeim fengum.;
þeystu í burtu
þrjú skip síðan
en það stærsta
eftir dvaldi.
78.
Sá vildi plundra
páfans vegna,
út þó með sér
ungt fólk taka
og kenna láta
katholisk fræði,
setja til sæmdar
í sínu landi.
79.
Báðu mig ráða
búendur sveitar
svo að afstýrðist
áform þetta;
þeim voru seldir
sauðir þrjátíu;
allt friðstilltist
og svo skildum.
80.
Á þriðja vorinu
það var tíðinda
að hröktust úr hafís
hvalfangsbátar;
lágu tveir tepptir
þar til voru komnir
heimskir sjóþrælar
úr héruðum öðrum.
81.
Létust vilja drepa
drengi spaka,
gera launmorð úr
sem lymskir plaga;
mundi svo frægðin
fljúga um landið
og það afreksverk
uppi vera.
82.
Með hábrauki
hófu bardaga
þrjátíu landsmenn
um þrettán hina,
en þeir mannlega
móti tóku
svo að fólar flýðu
á fjöll og dali.
83.
Höfðu skúmar tveir
skemmdir fengið
og svo hrófnað
hinir af grjóti;
yfirmann báta,
Azcentius,
lét alsættast
áður en skildu.
84.
Sáu fyrir Ströndum
sextán hafskip;
ætluðu margir
ófrið boða;
mundi það nærri
miðju sumri;
lögðu þrjú af þeim
þar til hafna.
85.
Til Ryssa austur
rásuðu hinir
eftir vanda
að afla hvalveiða;
rauk og strax heiman
til Reykhóla
yfirmann hitta
og til ráða.
86.
Á höfðu skrifast
yfirmenn ríkja
að fjögur skip mætti
í friði liggja
ef meinlausir
mönnum væri,
en þeir til settu
einu færra.
87.
Tólf hvali unga
þeir fólki færðu,
gáfu og skenktu meira
en gjald tóku,
til Matthei dags
mundu dvelja,
voru þá búnir
burt að sigla.
88.
Hafði varnarskipið
valda þegna
og frægan Martinum
á Frakkaþorpi,
*enn Pétur gamla
pilot vísa
sagði ugganda
um skipskaða.
89.
Því á betri höfn
bússu færðu;
annar var hinn prúði
Pétur Ageirus;
þriðji Stefán,
þræll hinum.
Vær sveitarmenn
vorum þar staddir,
sáum upphafið
undurteikna.
90.
Flutu að landi
framan úr hafi
tveir falljöklar
turnum líkir,
gengu í sundur
þegar grunns kenndu,
bárust þar upp að
sem bússur lágu.
91.
Tók himin þykkvan
að hnykla allan
sem úr miðdagsstað
mundi ógn koma.
Sagða eg við Pétur
um sjáanda háska;
kvaðst hann og kunna
um kvöld uppleysa.
92.
Væri og svo Stefán,
sinn stallbróðir,
hjálparlaus eftir
ef hinir frá færi;
skyldi sannkristinn
svo við annan
sem sjálfs fingur
á sömu hendi.
93.
Komumst vær til bæja
frá búðum þeirra
nærri dagsetri
þó að dimmt væri;
mundu þá húsin
hentust vera
því að kynjur mestar
komu þá yfir.
94.
Gekk eldgangur sá
með ógnarbrestum
inni í húsum
sem úti um foldir;
burt sviptu byljir
bæja húsum mörgum
og um rótuðu
allt í grundir.
95.
Á millum skaust
í myrkrið svarta
með skrekkingum
og skjálfta jarðar.
Fólk hafði ekki
frið né rósemd
fyrr en hár dagur var
um himin allan.
96.
Höfðu skipskaðar
skeð um nóttina,
allir þrennir
einn veg fengið.
Af Pétri týndust
tveir menn bestu
en af Stefáni
einn bátsmaður.
97.
Fundum armingja
enn við búðir,
næsta var sorglegt
að sjá til þeirra,
marðir og meiddir,
mjög fáklæddir,
lágu um grundir,
við líf tórðu.
98.
Nú skal kynna
um kapitan þriðja,
áður en skaðans byl
skelldi yfir;
með dreng sínum
drallað hafði
yfir Naustvíkurskörð
og norður að presti.
99.
Átti hann skuldir
að honum stórar,
bæði fyrir hvalkaup
og hitt hið leynda,
vildi þó skiljast
vel við alla
og nokkra skaðabót
á skenking þiggja.
100.
Tilmæli hafði
tveggja sauða,
skyldu þá í vinskap
skuldir kvittar,
en prestnefnan
eftir vanda
illyrðin ein
fyrir útlát greiddi.
101.
Báðu grannar prest
að gera til nokkuð
svo í friði mættu
finnast allir;
nautkálf litlum
naumur um síðir
hét kapteini
og hér með sættust.
102.
Yfir Skörð aftur
í náttmyrkri
léði mann og hest
til leiðsagnar;
slíkt er á móti
meinlygi þeirri
um henging prests
eða heimsókn aðra.
103.
Brandur fékk í skipi
blíðar viðtektir
þar til skaðinn yfir
skall á nóttu;
losnuðu akker öll
upp úr djúpi
og það meginsskip
í mölina setti.
104.
Gekk frá stýrið
en gat á steyttist,
þótti bætanda
sem best í tómi,
hefði ei ævintýr
önnur hindrað,
og auðnast vel
aftur að vitja.
105.
Prestur þá Martein
fór að finna
ef nautkálfinn
nú vildi þiggja;
hann kvað Pétur vera
hálfu nær kominn,
skyldi því heldur
honum færa.
106.
Hann fekk af Pétri
hér á móti
kistil stóran
og kistu valda,
hvað það annað
sem hafa vildi
því mildin var hjá þeim
mjög hin sama.
107.
Prestur vísaði þeim
til Vestfjarða
því að Gunnsteins skúta
geðleg væri,
sagði og hollara
í hópa að skiptast
en leita ölmusu
um landið víðar.
108.
Hans þeir meira
hlýddu ráðum,
of vel trúðu
táli lögðu;
gaf þeim vitnisburð
hvað verið höfðu góðir
með eiginhendi
á latínu.
109.
Út fóru síðan
á átta báta
áttatíu manns
og einir þrír drengir.
Þeim flotaði síðan
fyrir Hornstrandir
þó að ófær sjór
öllum þætti.
110.
Fundu Gunnsteins bæ
garpar síðan
svo þeir skoða mættu
skútu óbætta
en hann ólmaðist
frá öllu hófi,
var ei kostur
á viðurmæli.
111.
Hann lét kvikfé allt
keyra heiman
og fornar smjörkistur
í fylgsni bera,
þrettán baulur
frá þræli sluppu
og flösuðu heim
að fjósi sínu.
112.
Spanir inn bundu
allar saman,
héldu vakt upp á
að vitjað mundi;
dvöldu nætur
nokkrar þannig,
bíðandi eftir
bóndans svari.
113.
Hann lét út frá sér
alla spyrja
að þeim synjaði
allra funda,
skyldu þeir til skrattans
með skútu fara
og svo allt annað
hvað ófrjálst hefðu.
114.
Bjuggust síðan
til burtfarar,
þeir veikari
völdu sér skútu
en varnarskips
vaskari þegnar
sjálfir höfðu
sína báta.
115.
Eina geldbaulu
af öllum þrettán
höfðu til nestis
en hinum slepptu;
þeir aumari bátar
með álagaskútu
vildu í hafsigling
hana reyna.
116.
Vömluðu þannig
kringum Vestfjörðu,
á Geirseyri gáfu staðar,
í Kaupmanns búðum
kjöru sér veru,
þar lá danskur einn
drengur eftir.
117.
Þau höfðinglega
heiðurs mæðgin,
Björn og Ragnheiður,
blessuð af drottni,
veittu ölmusu
vetur í gegnum
þeim aumlega stöddum
útlendingum.
118.
Nú er að víkja
aftur að hinum:
Marteins bátar
mundu aðskiljast,
sjálfur hann inn hélt
til Sandeyrar
með hval veiddan,
hann að uppskera.
119.
En aðrir tveir
eftir hinum
fóru með hægðum
svo að fundum næði;
vildu víst vita
hvar um vetur dveldi;
mættu að vori
vís ráð taka
120.
Vildu fram sigla
valda skipi,
basla stýrið
og bæta lasnað;
voru í tveim stöðum
teknir blíðlega
þar til Ingjaldssand
um fram komu.
121.
En Dýrfirðingar tveir
drógu her saman
og skelldu upp á þá
í Skaganausti.
Nú voru lögleidd
náttvíg Íslands
sem aðrir síðan
eftir breyttu.
122.
Einn komst undan,
ungur bengill,
í skútu bátinn,
skaust úr urðu.
Á formenn þess slags
féll ólukka
og eignir þeirra
frá örfum skutlaðar.
123.
Strax til Ögurs
strangir hleyptu
að segja yfirmanni
sælu fréttir
en sá talhlýðni
tignarhöfðingi
tók ráð hjá þeim
sem rægðu helslegna.
124.
Vildi samsinna
sínum mönnum
og upptekt þeirra
eftir að breyta,
safnaði fólki
til að svifta lífi
sinnar sýslu
Sandeyringa.
125.
Hafði í Æðey
hús sér fengið
Pétur, sá gamli
pilot franski,
hans þénari,
hraustur Lazarus,
bartskeri velvís,
með báðum sveinum.
126.
Eftir kvöldlestur
út af sofnaði
Pétur á pallbekk
áður písl tæki
en Lazarus
lá á gólfi,
dyggðugur sveinn hans,
dormaði líka.
127.
Heimiliskona
hélt á ljósi,
setti á pallstokk,
svo fram skundar;
skall handkeppur
í höfuð Lazaro,
síðan Péturs
setti í enni.
128.
En um andlit þvert
fyrir augu neðan
stórri skeggöxi
strax var höggvið,
nærri hjarta stað,
niður í hrygg stungið.
Hann sofnaði veginn
svo á nóttu.
129.
Haus var og klofinn
hans á sveini
og hnésbætur
höggnar allar;
þeirra félagar
þrír í húsi
hlutu líf láta
og lengi vörðust.
130.
Naktir blóðkroppar
næst voru dregnir
og bylt í brimólgur
fyrir björg ofan;
til Sandeyrar reistu
á samri nóttu
þar sem hinir
á hvalskurð lágu.
131.
Þegar heimafólk
*höfðu út fengið
sett var stríðsfólk
í sínar stöður,
hinir við *eldstóru
inni sátu,
vissu ei voða
vera neinn nærri.
132.
Kapitan Marteinn
kúrði í skemmu
með fylgjara sínum
og farinn að sofna,
heyrði byssuhljóð
og brauk stríðsmanna,
bjuggust til varnar
vaskir báðir.
133.
Þegar sig reynt höfðu
ríkt að skjóta,
en skemmuvörður
skelfdist ekki,
voru uggandi
ef út slyppi
að mundi fóthvatur
á flótta komast.
134.
Martinus spurði
menn ófriðar
hverjar sakir
sér yrði fundnar
að svo skyldi fólk sitt
friðlaust vera
og meinlaust myrðast
um myrknætti.
135.
Svaraði þrútinn
þræla klóti
þríbrasaður
og þar til fleira,
vor prestnefna
var þar og komin
við fjórða mann
í flokki að standa:
136.
Vel skaltu, Marteinn,
vita og reyna
að vor yfirmann
er hér kominn.
Það er þér maklegt
þó þú reynir
ógnir vorar
Íslandsmanna.
137.
Höfum vér óttast þig
allt til þessa
þó þú breytt hafir vel
og bróðurlega,
nú er þinn úti
ævitími
og fé þitt gervallt
er fallið *kongi.
138.
Dixit Martinus:
Deo gratias!
Því vel kanntu sannleiks
vitni um bera;
vissa eg mig ekki
ófrjálst hafa
né manni nokkrum
til miska gera.
139.
Hefi eg við land legið
eftir lögum vorum,
boðið upp hvaltíund
sem bréf mitt hljóðar,
þó vil eg flestallt
til friðar vinna,
líf og góss
undir lögum eiga.
140.
Svaraði prestmynd:
Satt þú mælir,
minn vitnisburður
vel svo hljóðar,
en vér hljótum
vorum höfðingja
og lagastjórnara
til lífs að trúa.
141.
Gerðu svo, Marteinn,
í guðs nafni,
leggðu af byssu
og leita náðar,
ertu þá í góðum
griðum velkominn
og úr rétt hefir
öllum þrætum.
142.
Dixit Martinus:
Deo sit *gratia!
Gjarna kvaðst þiggja
þetta vel boðið,
til sagði griðin
tignar-höfðingi
en prestur fram mál bar
á millum tveggja.
143.
Byssu út rétti
brátt að presti,
fleygði sér niður
flötum til jarðar,
skreið að fótum
fyrirmanns úti,
í mannhring *miðjum
meinti tryggðir.
144.
Grímur að nafni,
grimmur stríðsmann,
hjó með öxi
á háls Marteini,
kom í viðbeinið
völur bílu,
varð ei banasár
sem bráður vildi.
145.
Upp stökk léttfær
yfir axlir manna,
ofan eftir velli
og út í rok sjávar,
söng á latinu
sálma og hymna,
sögðu frá prestar,
það sönnuðu fleiri.
146.
Bát var út hrundið
að bana kapteini,
með grjótkasti
grimmlega eltu,
í ennið rataði
einn um síðir
svo náði ei rotaður
niður að komast.
147.
Fleytt var að landi
flotum síðan,
nakinn á sandi
sviftur klæðum,
kviður var ristinn
á kvikum manni
en hann snerist við
snart á grúfu.
148.
Bundu grjót mikið
við búk opinn,
fluttu á djúpsjó
sem fært var skipi;
þegar varð logn blítt
úr landa vogi.
Það var útlagt
með ýmsu móti.
149.
Bær var brotinn
til að bana hinum;
blóðnótt alla
í bleytufjúki
fram á ljósan dag
lengi vörðust
þó um síðir
sóttir urðu.
150.
Þær vildu dáðir
yfir Dýrfirðinga
ísfirskir hafa
yfirmanns þegnar,
einkenni eitthvað
upp að þenkja,
á sérhvern blóðkropp
setjast skyldi.
151.
Voru út dregnir
úr húsbrotum
og afklæddir
eftir vanda,
sköp af skorin
eða skelld af eyrun,
augu út stungin
og annað soddan.
152.
Síðan eftir dæmum
Dýrfirðinga
í sjóvar djúp
sökktir með grjóti;
mátti þá enginn
í moldu hylja
undir aleigu
eða húðstroku.
153.
Allan þann vetur
í sjó hröktust;
þó að útfluttir
á djúp væri
upp rak að vori
alla heila
því að engin kind
á þeim bærði.
154.
Voru trúir menn
til þess fengnir
leynt um síðir
þá að sandhylja;
er hér af miklu
minnst á litið
því að öll sagan
of löng þætti.
155.
Þá var í Æðey
allvel drukkið
og svo góss allt
í geymslu pakkað,
flutt til Ögurs
á fjórum skipum,
með fóru bræddir
bátar þeirra.
156.
Ei var könnuð
kistan stóra
því eignað var *kongi
sem eitt hið minnsta;
vildu ei bændur
hafa blóðræfla
þar þeir herfangi
heilu sviftust.
157.
Skeði Sandeyrar slag
sannlega reiknað
föstudag liðinn
fyrstan vetrar
en Dýrfirðingar
fyrir dögum átta
sína höfðu
saltað kroppa.
158.
Var eg á ferð kominn
í fjúki Sandeyrar,
vildi keppa
til Kollabúða;
um sex daga
eg sat í fönnum,
votur og soltinn,
*þó við líf tórði.
159.
Komst eg heilbrigður
heim um síðir
til Ávíkur stærri
í sveit minni.
Þá *uppreis fyrst
rógurinn mikli
með fölskum bréfum
og forráðs lygi.
160.
Hafði valdsmaður
virt mig einatt
engu síður
en aðra þræla;
fylltust öfundar
fyrir það nokkrir
sem við óráðvendni
sér una vildu.
161.
Þeim samsinnti
þræla klóti,
sá föður sinn hafði
fullnóg verkað,
sviftur þjónustu,
svangur deyði,
þríbrasaður
þó var undir
162.
Bréf mín aldrei
framgang fengu
því að þjófreyndur
þeim fargaði
en rógs pappír
ritaður illa
oft kom í hendur
höfðingsmanni.
163.
Hann var vanur
mér til að teikna
engu síður
en öðrum nokkrum
en þá aldrei
einu sinni
fékk eg einn bókstaf
frá honum sendan.
164.
Þá var mér blíðust
borin hans kveðja,
sendur pappír
eða svo hvað vildi,
þar til mig Tumas
taka skyldi
á reisu minni
í Reykjarfirði.
165.
Þá var eg slægur
að sleppa þaðan,
náði áformi
öllu leyndu;
voru til kostir
tveir fyrir höndum
svo eg aldrei þeim
undan kæmist.
166.
Frá börnum og konu
að brölta með Tumsa
og um hávetur
af Hornströndum
flana til Ögurs
í flokk stríðsmanna
og í Björns sýslu
blóðga spanska.
167.
Ellegar eg skyldi
eins og Spanir
friðlaus vera
og fá vel bana
hjá hvolpum mínum
að húsi rofnu,
í náttmyrkri
nístur í tóftum.
168.
Neitaði eg báðum
neyðarkostum,
treysta eg mér ekki
trú að smíða,
né eg syndaþvott
þar af fengi
þó eg baðaði mig
í blóði spanskra.
169.
Höfðu tveir dólgar
tekist á hendur
að eg afmáður
yrði að sönnu;
sjálfur því lýsti
við söfnuð kirkju
annar þeirra
opinberlega.
170.
Þorða eg þó ekki
svo fljótt að flýja
þar bréf hafði aldrei
frá bóndanum komið.
Á svika og lyganna
sögðum tíma
er vandfarið
á vegum ómildra
þar sem allmargir eftir
einum stunda.
171.
Þar til granni minn
gekk til Ögurs
drjúgt að skrifa
dró eg af ekki.
Tumsi hafði undan
tómhentur komið,
fengið húðstroku
fyrir bréf klóta.
172.
Hafði þá bóndi
bálreiður orðið,
þenkti kannske
það ske kynni
að eg mundi vita
hvað var fyrir höndum;
bréf skrifaði,
blandið nokkuð,
skyldi ferðamanna
fólgið bíða.
173.
Sem hann hafði mitt bréf
merkt og lesið
varð óðagangur
engu minni,
ritaði annað reiði mengað
og svo bögglaði
báðum til samans.
174.
Þegar að eg meðtók
þessa sending
var tími kominn
að tölta á flótta.
Í Steingrímsfjörð
eg strauk fyrir páska,
síðan yfir Bitru
og suður í Dali.
175.
Rann eg út yfir
Rauðamelsheiði,
síðan Staðarsveit,
Stapann og Lónið,
í Bervík dvaldist
og beið Engelskra,
meinti að mundi
mér það vinnast.
176.
Þó eg dragnaði
á duggur nokkrar
og margir vildu
að eg með færi
svikin var af mér
sigling tíðum,
fylgdi hrakningur
hverri reisu.
177.
Sögðu það nokkrir
satt eg hermdi
að hönd mundi Ara
í hverjum afkima
og seiður kynni vel
að sökkva duggum
ef mislíka mætti
maktarmanni.
178.
Aldrei þá linnti
angurs fréttum,
á vori því,
í vesöld minni,
lá eg í hraunum
og holum jarðar,
aðfram kominn
í vanmegnan.
179.
Fenginn var hröngull
að hafa mig uppi
og til Staðarhóls
strauk frá Ögri,
var það sannlega
sagt í fréttum
að mig á duggu
drengir sáu.
180.
Von siglingar
var þá öll úti,
komu strax undrin
yfir mig stóru
með hálfum tunglum
og heilum meiri
fram á sumar
fyrir þeim jökli.
181.
Sýndist mér húsum
hvolft á ræfrin,
jörð undir mér
eins og bylgjur,
fallinn sjórinn
yfir fjöll á ofan;
margslags annað
eg minnst af nefni.
182.
Hjá Steinþóri síðan
á Stapa eg lenti;
þau heiðurshjón
mér herlega veittu;
mér byggði búð eina
með börn og konu;
alls fjögur ár
eg þar dvaldist.
183.
Þá voru bölbréf
borin að vestan,
vel djúpt vaðið
af vísum höfðingja.
Vil eg ei herma
honum til vanæru
þó eg yfir kæmist
öll þau verstu.
184.
Uxu þá kyngjur
úr öllu hófi
þegar vindur stóð
af vesturklökkum,
galdratindi
og gandhrókum
sem danskir kaupmenn
drjúgt af vissu.
185.
Sáust ei né heyrðust
sakir ljósar
utan útjagan
frá öllum firði;
skyldi í sýslu
aftur rekast
eftir vild manna
svo verkast mætti.
186.
Var lögmanni
lagt strangt fyrir
frá Steinþóri mig
til fanga taka;
leiddur af fjórum
í flokk þeirra,
hlaut þó lausan
láta að bragði.
187.
Bauðst mér frílega
fram að sigla
mál og bréf mín
svo mætti skoðast;
hvernig skyldi þá
mitt hyskið fara,
vel forsorgað,
og úr voða komast?
188.
Kostur var annar
að koma til alþings;
héldu það þó allir
helför vera;
fór eg það glaður
í flokki Steinþórs
en sá stóri
aftur settist.
189.
Þá tóku undur
öll að minnka
því önnur ósköp
upp voru leituð,
þau sig auglýsa
einatt síðan.
Hvíldir eru hægar
harma milli.
190.
Æ var við svikum
að sjá jafnlega,
þjóna Satans börn
sínum meistara,
gerði bók stóra
sá bannaði *Volo,
fundinn mér falskur
fyrr og síðan.
191.
Varð ranglega
rýmdur frá Stapa,
hafði Ara rógur
þó enda tekið,
fékk virðingar
valdra höfðingja
víða um landið
með vingjöfum.
192.
Aumkvaði mínar
eymdir og mæður
Guðbrandur biskup,
góðfús herra;
tók piilt minn einn
úr hrakningum
svo að eg Ara bréf
engum sýndi.
193.
Varð eg *í Rifið
vestur að leita
bjargræðis vegna,
þar brast mér loforð,
og þar sex ár
síðan dvaldi
við ölmusur
vina minna.
194.
Stóð það eftir
af Stapans undrum
að aldrei eg mátti
á sjó koma;
hafða eg þó fyrri
formann kallast
vel nítján ár,
það vissi alþýða.
195.
Mætta eg þar geystum
galdra undrum
Orms hins illa
og hans vinar;
með djöfulskap
drap saklausan
Svart á Hellu
þó að seint gengi.
196.
Deyðu öll vitni
sem voru með Svarti
móti Galdra-Ormi
í greindum málum
utan mín kerling,
þó kvalin væri,
ellefu dægur
svo yfir var vakað.
197.
Og svo prestnefnan
ólmaðist líka,
vildi mér einnig
ævi stytta
af sárri öfund
fyrir sakir engar
í leynd og ljósi
með lunkubrögðum.
198.
Vorum þá sættir
um síðir af bændum,
hlaut hann nauðugur
heiftir að lægja,
*fekk eg tíu aura
í tryggðarmerkið
en stórsakir
ofurgaf allar.
199.
Oft meðkenndi
í samsætum
það hann sáttmála
sagðist gert hafa
við sjálfan Satan
og sál honum gefið
ef hann léti hús mitt
með hyski sökkva.
200.
Sagðist á nóttu
sjálfur hafa gengið,
þar sem sá vondi
vildi ei duga,
með heiftaranda
að húsi mínu
með börnum og konu
mig brenna inni.
201.
Hefði ljóss-leiftran
af lofti komið
yfir þann húspart,
sem undir lágum,
móti sínu *þrái
þrisvar sinnum
þar til frá rýmdi
Rifs í búðir.
202.
Vil eg ei með hendi
svo hraklegt skrifa
sem um þess manns hag
sannlega vissum
með braslifnaði
undir Bárðarjökli,
því kalla höldar
Heiðna-Tanga.
203.
Gekk sá galdi
á grið og sættir
með óvægum
Ormi vonda;
vildi mig prestsson
vega líka;
*útgerð var þá
öll von friðar.
[Héðan frá vantar í A eitt blað til 213. erindis og hefur Páll stúdent Pálsson skrifað það upp eftir B]
204.
Hrekjast urðum þaðan
með þrjá drengi
sem hálf-úrvinda
en hús torfengin;
mættum [*ýmsu]
mótbærilegu;
suður á Akranes
um síðir komumst.
205.
Þá höfðu Tyrkjar
tekið allvíða
fólk og fémuni,
ferlega plundrað;
Árni Gíslason
á Ytra-Hólmi
veitti húsin
hyski mínu.
206.
Hélt *kongsgarðinn
kænn fógeti,
Níels Hansson,
nefndur hinn hógværi,
hafði undirmann
ungan fengið,
ólíkan sér,
úlf myrkaldar.
207.
Flotið hafði hingað
í flokki danskra
maður, þann níðangs
eg náttúlf kalla
því hann dagsljósið
dimmt allt gerði,
jós hann sín
sorp í augun.
208.
Varð hann stjórnari
í stað Níelsar,
klæddi allmargan
kápu sinni;
þeir dimmnesku dólgar
draga þann skrúða,
það sér á mér
og mínu hyski.
209.
Ólafur Pétursson
*en(n) þeir nefna
sem hér alfríis lög
inn pantaði
í vild valdsmanni
fyrir verk engin
standa bæði og sektir
og sæmdir stórar.
210.
Svo skulu og dómar
dæmdir ranglega
langtum betur aktast
en lögbók svarin
því yfir setur sér
enga reglu;
lutu þeir undir
sem lægri eru.
211.
Sýndist fyrst ljúfur
sem hógværasti,
síðan *basiliscus,
braust úr eggi
crocodilus,
trúir tárum
svelgdir upp verða
á samri stundu.
212.
Hafði sýslumann
sér fylgjandi
til ósóma stór[r]a
og alls ranglætis;
sá náttúlfur hafði
nöðrur fleiri,
sinn forna Tumsa
á Flangastöðum.
213.
Á sömu misserum
sonur minn vígðist
til Suðurnesjanna
sókna tveggja,
*fekk festarmey
að frænda ráði
og með samþykki
svikara Náttúlfs.
214.
Vildi sem Priamus
prófa fyrst brúði,
lengi við leika
sér *til leiðinda
ellegar skyldi
ættfólk gilda,
bæði festarmann
og frændur nána.
215.
Vildi hún trúfasta
tryggð vel halda
heldur en óhæfu
undir játast.
Þar komu hefndir
harðar eftir,
allar ofsóknir
og útsiglingar.
216.
Yfirvöld dæmdu
að ektamál héldist
þar sem undirlagið
allt var löglegt;
voru vetur saman
þó í voða stæði
en kátleg svik
komu að vori.
217.
Féll Náttúlfur
á fordæðu eldi
og svo grimmaðist
úr öllu hófi;
saklausan son minn
svifti hann friði;
hlaut langt flýja
til landsenda.
218.
Líftjóns-púlver
lét sér flytja;
mundi það einnig
mér vitanda;
sonar míns kona
síðar þess kenndi;
mátti ei kvendið
af sér fæða.
219.
Komst eg undan
á *kongsgarð vestast
þar nytsamur
Níels stýrði.
Þann tíð í nokkru
neytur eg þótti
áður Náttúlfur
náði ræðum.
220.
Sigaði á mig
svika Náttúlfur
sýslu hundi
sínum fremsta;
á leiðarþingi
hér lýsa gerði
ört friðlausan
og óalandi.
221.
Hver, sem mér bjargráð
eður hús veitti,
skyldi aleigu
og straff gilda;
sagðist þó engar
sakir vita;
lög mætti smíða
*landsdómara.
222.
Aldrei eg skyldi
af þó vita
fyrr en járn fengi
eða jafnvíst bana.
Var eg í Presthúsum
á vegum lögmanns,
komst yfir Hvalfjörð
til Hólms ytra.
223.
Hjálparmaður
mig hætti að fæða
í móti Náttúlfs
nýju forboði;
heimsókn veittu
hyski mínu,
ungum drengjum
og ektakvinnu.
224.
Ræntu bjargar bú
rækarls vinir,
lá þar kerling eftir
komin að dauða,
þar til guðs gæska
gaf til hjálpráð
svo að kringum Hvalfjörð
*komunst um síðir.
225.
Mögnuðust kvalir
í Kjaranstaða fjósi
þar innihúsin
ekki fengust;
voru burt drifnir
báðir piltar,
skyldi systir þá
til sveitar færa.
226.
Þá voru svik brugguð
sár og margföld
til písla og dauða
pilta minna.
Allt er það of langt
upp að telja;
fram kom seinna
hvað fyrir var búið.
227.
Geigsendingar
og gandaflögur
einatt rásuðu
að Ytra-Hólmi,
teikn á tungli,
tveir jarðskjálftar;
var og fleira margt
yfir fóvitans garði.
228.
Hafði Náttúlfur
nýtt í ráði,
biskupsstól færa
til Bessastaða;
óskaði bana því
einatt báðum,
Gísla lögmanni
og *þeim gamla góða.
229.
Þá var háski
hvers kyns búinn,
myrkaldar undur
mátti kalla;
burt sofnuðu
báðir síðan
greindir herrar
á ganda-seiðs vetri.
230.
Lagða eg mál mín
til lögþingis
því engin fundust
efni sakar.
Hlökkuðu vargar
yfir happa-von
að böðullinn mundi fá
bráðir vísar.
231.
Hlýrar *Suðurnes
heiman geystust,
aðrir og fleiri
æddu að vestan
því að fóvitinn
fékk til höfðingja
mig að afmá
með mínu hyski.
232.
Vantaði biskup
og lögmann líka;
voru tilsettir
*vitfeðrungar;
þeir hart að mér
þjökuðu síðan;
oft hefir líftóru
legið nærri.
233.
Yfir þeim hrópar
hér með líka
sona minna dauði
sérdeilis tveggja,
banaráð margslags,
bönnuð þjónusta,
hjálparforboð
með heiftarbréfum.
234.
Höfðu vel Náttúlfs
nöðrur bruggað
að lénsmaður aldrei
á alþing kæmist
fyrr en heift sinni
hefði svalað
á þeim hann vildi
undir leggja.
235.
Krafði mig þrisvar
konungs fóviti,
hefða eg sakir nokkrar
sér í móti,
skyldi upp lesa
innan lögréttu;
meinti mig einörð
mundi skorta.
236.
Var til reiðu
því vildi heyra
loflitlar sakir
yfir landsdómara;
hlýddi hann allt fram
að helgu máli;
mátti ei lesning þá
lengur líða.
237.
Lagði á mig hendur
í lands-griðum
en þó lýsti
í engu sekan;
þar skyldi enginn
meir á minnast
brellur slíkar
og barna gaman.
238.
Í morðingja járn
mig strax færðu
en höfðingjar
hann fríuðu;
gegnt var ei heldur
galdra máli,
Bendikts klögun
brætt yfir líka.
239.
Að böðuls tóft
bændur gengu
og lýsti sérhver
illskur sínar;
upp hugsa vildu
einn dauðdaga
sem hentugur þætti
hjónum slíkum.
240.
Skyldi á *kongsgarði
karl líf missa
en á Kjósarheiði
kerling upp færast
þar sem hrossdýrin
henni tortýmdu,
mætti ei vægja sjást
vondskap hennar.
241.
Úrskurður enginn
á þó gerðist
utan á *kongsgarð mig
til kvala færa;
vildi fóvitinn
fram að eg sendist,
þar að straffast,
þó án vægðar.
242.
Um Jacobsdag
junkur birtist,
farin var von þá
framsiglingar.
Krepptur í stokki,
kvalinn í járnum,
mánuð eg svo sat
í myrkvu húsi,
allt til ólukku dags
Augusti fyrsta;
þá skyldi ending
á öllu gerast.
243.
Út var eg dreginn
á öskuhaug
í járnum og fjötrum,
fékk lausn enga;
fannst þó til sakar
ekki annað
en læknispunktar
löngu skrifaðir.
244.
Sá, mig óalandi
áður lýst hafði,
setti útlegðar nafn
á með dómi;
gengu fjandmenn
í flokk saman;
þrír skrifaðir
þar komu aldrei.
245.
Tók höfuðsmaður
tjáð skrifelsi
fram að flytja
fyrir þá hálærðu;
sagðist þó engar
sakir á finna,
heyrði andlegum
til umskoðunar.
246.
Lýsti Ólafur sig
landsdómara
þar junkur ekki
á alþingi náði.
Var eg að kvöldi
keyrður í dróma;
sá er öskuhaugsdómur
uppi í minnum.
247.
Var enn að morgni
undir ...* færður
og í hellur niður
á herðar keyrður;
linnti þó að kvöldi
kvölum mestum,
fékk afskeið loks
og ending mála.
248.
Á Langanes
til landsenda,
skikkað var mér
að skrölta þangað
.....*
*[Hér er eyða í handriti það sem eftir er síðu og næsta síða. „Líklegt er, að hér vanti inn í nokkur erindi, er segja frá ferð Jóns austur. Jón Sigurðsson ætlar, að í vanti um 20 erindi, og má vera að svo sé (sjá Almanak Þjóðvinafélagsins 1877, bls. 60). PEÓl neðanmálsgrein, bls. 66]
249.
Bönnuðu haustfjúk
heiði Reykja,
um vonda Tjörnes
varð því snauta,
er mér Sauðhóla nótt
sú í minni
en í Valadal
vist fagnaðar.
250.
Frá Bangastöðum
á brekkur eg lagði,
ókenndur vissi
af engum bæjum,
kom í kálfa mér
kyngja skeyti,
hitti bæ um síð
á bragða-nóttu.
251.
Síðan í hest minn
hljóp svo deyði,
mörgum þá brögðum
mæta átti;
komst á Langanes
að liðnum jólum,
þaðan í Hérað
hoppa náði.
252.
Hitti þar mæta menn
og milda fyrir,
Bjarna sýslumann
og blíðan prófast,
síra Ólaf vorn,
sælan með guði;
umbuni guð þeim
allar velgerðir.
253.
Aumkuðu báðir
eymdir mínar
og svo nokkrir
aðrir fleiri.
Á ölmusum þeirra
eg það ár dvaldist
um sýslumót
á sögðum tíma.
254.
Þar komu báðir
bræður í sýslu,
lögmaður sjálfur
og líka biskup.
Létu þeir umboðsmanns
úrskurð standa
til þess yfirvalda
urðu skipti.
255.
Þá hlaut sonur minn
að sigla utan,
velsemd og vini
víða hitti;
fekk af biskupi þar
bréf til Íslands
þó hér að engu
aktað væri.
256.
Kom naður strangur
í Náttúlfs bæli,
djarfur að vekja
dreyra mörgum;
fé var til gefið
að eg fjöri týndi;
hann auglýsti
hverir voru.
257.
Þessi ólmaðist
úr öllu hófi,
voru enn bjargráð
bönnuð allvíða
og hvergi frítt
hér á landi;
varð þá í útsker
eitt að snauta.
258.
Boð út vildi senda
svo bana eg fengi
ef við líf tórði
í litlum hólma;
reykur rógsmanna
rauk úr fylgsnum,
fáir mér þá fundust
fullvel trúir.
259.
Komst í kaupskip
karl um síðir,
burt frá flokki
flærðarmanna.
Flutum við þá báðir
feðgar með Dönum
svo eg Kaupenhafn
kunni líta.
260.
Kristján fjórði
*kongur þá ríkti,
kær þótti mörgum,
Karl yfir Englandi,
ung Christina,
arfi Svíþjóðar.
Þá hafði eg vetur
þrjá og sextigi.
261.
Þá var Náttúlfur,
naður hinn falski,
sá stórþjófur,
strokinn úr landi;
hafði hann svikið
af sínum herrum
fjörutíu hundruð
fullra dala.
262.
Í sinn stað hafði
sett til nokkra
ef feðgar kynnum
flýja þangað,
þá skyldu báðum
búnar hvílur
og viðtakan
sem vildi lukkast.
263.
Hafði borgmeistari þar
besti Juren
orðið fyrir grimmum
galdra kvölum;
út var ausið
ærnu gjaldi
til lækninga
svo við líf tórði.
264.
Fyrir Náttúlfs róg
sá norski herra
varð í Íslandi
vetur að sitja;
vildi með vélum
vinna hann líka,
lært hafði kyngjur
áður kom til Svía.
265.
Bréf skrifaði heim
bestu vinum,
vildi gjald þiggja
gefins einatt,
hittist þó síst
þar sagðist vera,
duldist í fylgsnum
*dolskur *flærðar.
266.
Voru í Kaupenhafn
komnir undan
mótvindar mínir
mér mein að auka;
héldu ráðstefnur
rógs í leyni,
skyldi að vori
allt fram koma.
267.
Um þá hálygi
og hvarkvæmlega
ekki er að ræða
né á að minnast.
Í hálfan mánuð
hlökkuðu ernir
að krás mundi
í klóm festast.
278.
Síðasta Octobris
er eg sat að borði
býsveinar nokkrir
burt mér sviftu
og færðu mig
til fangara stofu,
keyrðu í *kongslás
og kvölum hótað.
269.
Þá var með brögðum
bréfkorn diktað,
eignað kongi
sem oft þar plagast;
þó vissi hann aldrei
af vondskap þræla;
missir því réttar
margur vesall.
270.
Þessi var rolla
úr rógs flokki
uppi á ráðhúsi
yfir mér lesin;
fann eg að nokkuð
fásén þótti,
vantaði rófuna
og rétta leggi.
271.
Þó var úrskurður
og inntak þetta
að eg svo í lási
líðast skyldi
um vetrartímann
til vors siglingar,
þá til Íslands
aftur að fæðast.
272.
Héldu þá allir
unnið að vera,
mundu fjandmenn slíkt
fúsir að þiggja;
sögðu mér margir
svo um búið
að eg kirkjuleg
aldrei fengi.
273.
Heim var eg færður
í hús til *slúters,
átti aumlega
angurs daga.
Ó, þú Kaupenhafn,
eins og lukkan,
mistæk mörgum.
Má eg það sanna.
274.
Um miðsvetrarskeið
munda eg sýkjast,
*fekk eg þjónustu
af frómum presti;
þá skánaði
þaðan af nokkuð
og um föstutímann
framan til páska.
275.
Þrengdi mér nauð til
nokkuð að voga
og *supplicera
fyrir sjálfan stórherra;
fyrsta Martii
framgang náði;
komst um síðir
fyrir *kongs augu.
276.
Upp voru leituð
á þeim tíma
brögð og flærðir
bölmóðs-vinda;
föluðu að slúter mér
*forgift gæfi
en hann auglýsti
oft svik þeirra.
277.
Orðblómgaður
einn falsari
eiturkönnu
að mér þrengdi;
ekki hálfan spón
hann gat nauðgað
með umbrotum
millum tanna.
278.
Þó kenndi eg þess
í kroppi lengi
frá þeim tíma
og fram á sumar
en með lækningu
og lukku drottins
varð eg þess alheill
að ári liðnu.
279.
Í vikunni eftir
vora páska
upp á *consistorium
kom eg tveim sinnum
því að hálærðum
heyrði að skoða
svoddan rógs þvætting
þar sakir ei fundust.
280.
Kynntu þeir síðan
*kongi hið sanna,
skyldi úrskurður hans
eftir á koma
nær *herradagarnir
hlaupnir væru
og hver sitt afskeið
hefði fengið.
281.
Báðir við feðgar
bréf *kongs fengum
en hálku-flokkar
hingað skutu;
treystu sér betur
að tefja hér fyrir
og svo höfuðsmann
hræddan gera.
282.
Sumir þá vildu
að eg sigla skyldi
á svikara-skipi
og son minn líka;
báðir fortóku
að fram gengi
og sá skelmerí hóf
skaut sér undan.
283.
Fyllti hann*kongsgarð
með fréttalygi,
eigi þó síst
um okkur feðga,
að sonur minn hefði
að sumri liðnu
strokið í England
með strákum öðrum.
284.
Eg varð afgreiddur
ungum kaupmanni
sem á Hafnarfjörð
hleypa skyldi;
innsiglað *kongsbréf
bívara skyldi
svo að prettalaust
fyrir *Prosmund kæmi.
285.
Við skipherrann hafði
skelmir um búið,
ef vanta honum þætti
vind hinn besta,
*flux skyldi þá mér
fyrir borð kasta;
menn og góss
þá mundi ei skaða.
286.
Því að fjandmenn mínir
fullir kyngja
meina mér vildu
móðurland hitta;
með bílu fyrst
mig brytja vildi
við vindustólpa;
eg veik mér undan.
287.
Hafða eg skipmenn
hýrt velflesta;
vildi mér enginn
viljugur granda;
oft lá þó nærri
að eg mundi verða
eftir samt skilinn
á Íslands hafi.
288.
Lærðir þóttust lesa
í lófastriki,
fyrir sjö árum
sagt mér berlega
að þá líftóra mín
léki á þræði;
svaraði tíma
svoddan atburður.
289.
Vort skip hraktist
af vegi réttum
en hin önnur
áfram komust.
Varð sá munurinn
meiri en lítill,
ekki miður en
átta dagar.
290.
Þegar Reykjaness
röst var sloppin
lá Rosmhvalsnes
rétt við síðu
með Flangastöðum
og fylgsnum dóla,
músum, meinkindum
og mörgum nöðrum.
291.
Skip vort þekktu
skollar leiðir,
gerðu því glettur
til gamans öðrum,
slógu herfjötrum,
hafti í kringum
svo aldrei komst áfram
og ei til baka.
292.
Full sex dægur
svo naddaði
þótti skemmtilegt
þetta að líta;
þó á Hafnarfjörð
hrökk um síðir;
var þar lítil
vinátta fyrir.
293.
Öfundar-hrókur,
sá áður var getið,
meinlygi hafði
marga diktað;
vildi strax mig
stýfa láta
ellegar í *mjötuð
mér að kasta.
294.
Kaupmaður strax,
þá *kongsgarð hitti,
bréf afhenti
en eg beið á skipi.
Þótti mér langsamt
þar að vera,
mátti því vita
voða nærri.
295.
Um síðir var böðull
sendur með öðrum,
þjófa-klumman
þar kom líka;
skyldi hún hart
um háls mér læsast;
það var fagnaðar
fyrsta kveðja.
296.
Greip eg til klummu
og kasta út vildi,
líkaði vel
þó líf strax missti,
nefnandi þar með
nokkuð stærra
með því *kongsbréfið
komið var undan.
297.
Leiddur var síðan
með litlu snæri
til bölkvala
Bessastaða.
Margir þá höfðu
meinróg aukið
svo var að þrengt
á alla vegu.
298.
Á hrossi danskra
með herra-böðli
til alþingis
eg skyldi ríða
undan hoffólki
og hávaldssveinum.
Hvað skulu agnir
hjá hveiti góðu?
299.
Hafða eg laufskála
lítið hreysi,
varla sá huldi
herðar mínar;
virti mig enginn
við að ræða
enda þorðu fæstir
það að gera.
300.
Þá skyldi *leika út
lambið snauða
þó of lengi hefði
undan dregist.
Hrafnar glöddust,
hlökkuðu gammar,
úlfar að flykktust
flokkum saman.
301.
Upp voru lesin
okkar feðga
*kongsbréf bæði
þó kefja vildu;
lags var leitað
að lítt skyldi stoða;
það er vana-hlutfall
vort fátækra.
302.
*[..]em heift mesta
á mér var þó grimmust
opinberlega
fyrir alþýðu;
hitt leyndara
lá í hljóði;
hvorigu þarf þó
hæla stórum.
*[..]em Hér er rifið framan af sem svarar einum eða tveim stöfum.
303.
Forsvara forboð
eg *fekk að heyra,
enda skyldu aðrir
mig einkis spyrja;
líka frá skipað
lögréttumönnum;
allt svo á móti
Íslands lögum.
304.
Þá var höfðingjum
í hópa safnað,
klaustrahöldurum
og kennimönnum.
Sex úr stigti
syðra biskups
prestar nú skyldu
puta úr máli.
305.
En aðrir sex
áttu að norðan
við svo bæta
að væri fullnægja;
stórhöfðingjarnir
stika rúmlega;
manndómur væri
að mál endaðist.
306.
Úrskurð eg heyrða
allmjög skjótan,
ómakslítinn
í alla staði
að mjötuður mjög
*fyrir mals hefði,
en allir sögðu
að af það skyldi.
307.
Frá þeim firrtist
fullur hugmóðar
af því að vild hans
ekki skeði;
lásu bæn drottins
berhöfðaðir
að saklaus ekki
sviftist lífi.
308.
Þrjá menn sá eg
sitja á jörðu
en engan heyrða eg
um mig dæma,
presta ei heldur
í hópa skipast;
þetta svo bíður
í þeirra böggum.
309.
Heyrða eg á ræður
höfðingja sumra
og svo minna
öfundarmanna:
þótti ómagi
orðinn danskra,
mætti fram flytjast
fyrir *kongsnasir.
310.
Töldu þó í vegi
tvær hindranir,
hver upp á kosta
ómagann skyldi
eða hefði nokkur
hug svo djarfan
að á sínu skipi
mig sigla léti.
311.
Þar stóð í gaddi
þeirra dómtylla
svo hann aldrei komst
áfram lengra;
sagt var höfuðsmanni
svoddan efni;
eigi vildi heldur
við ómaga taka.
312.
Var eg þá enn vesall
í voða kominn
því bjargar forboð
bleif sem fyrri;
hlífði *kongsbréf
að koll ei missti;
þó voru ei allar
þrautir liðnar.
313.
Dóm *fekk eg engan
að d[r]ottins vitni,
ekki heldur junkur
er hann mér sagði;
kvíddi því næsta
fyrir *kongs reiði
ef skriflegt andsvar
skyldi eg öðlast.
314.
Hvað þeir dimmnesku
duflað hafa síðan
er mér óvitanlegt
í allan máta;
heyrt hefi eg þó lengi
hótað illu
og synodalia sé
sett fyrir dóma.
315.
Klagaði eg fyrir junkur
kreppur slíkar,
kongsbréf mér ekki
kynni að nægja.
Hann kvaðst ei þora
heldur en *mí[...]
móti höfðingjum
mér að vægja.
*mí[...] Hér er snepill rifinn af horninu sem svarar því að 2–3 stafi vantaði.
316.
Á merinni sömu
mundi eg enn skrölta
aftur í *kongsgarð
sem ölmususkepna.
Falsarinn af veik
framsigling mína
á stríðskipum
og um það hældist.
317.
En að skilnaði
ályktuðu
*Jens og junkur
að ég frí skyldi
í Múlasýslu
mína reisa
og hjá kerlingu
kúra síðan.
318.
Þó hafa ei dísir
dáið gervallar
því með ýmsum skrykkjum
oft hefir gengið;
brennt var fyrir mér
bréf uppheldis,
hingað og þangað
hraktist víða.
319.
Putaði nokkur
um pilta dauða,
reka vildi trýni
í róg annarra;
því mætti mörgum
maklegt þykja
að í belg sama
aftur strokaði.
320.
Hafa gusubréf
geisað hingað
svo eg engann frið
alls staðar fyndi
þar til suðrið
úr sorta birti
með biskupi blíðum,
blessi hann drottinn.
321.
Aldrei hefir fundist
í öfundarflokki
heldur hugsvalað oft
og hýrt með ölmusu
karl og kerlingu;
krossburð undir
vantar þolgæði
þraut vel bera.
322.
Þessi skal búkur
á bálki rauna,
dyrðilinn vantar
eða dregna rófu;
svo ef vélkorn
vantar Fjölmóð
flug það hindrar
og fugla allra.
Restans eða rófan
1.
Nú liggur mér við
að lesa upp nokkuð
um aldarfar
eða eitthvað lítið.
Oft kemur halinn
við hitt og annað,
fylgir það hverju
sem fast við hangir.
2.
Hvar skal á taka
hégóma mínum,
því að *djúplærðir
dæma harðlega;
oft þó sjálfir
ekki vita;
skjótast má skýrum,
skeður það stundum.
3.
Svo hefir skaparinn
skikkað gáfum:
það hlýtur einn
sem annan vantar;
nær sannleiksandinn
sjálfur fræðir
kallast gjöf náðar
en nauðgun ekki.
4.
En þeim heimlegum
í háskólum
nauðgað er einatt
til náms og bókar.
Oft gengur misjafnt
um menn og fræði;
verða sundurþykkjur
sumra á millum.
5.
Vaxa því þrætur
víða í löndum,
sitt þykir hverjum
svo má fara;
skammta sér sjálfir
skilning annan,
kalla þó gullöld
grand einingar.
6.
Mér þykir annað
myrköld sýnist;
fært gæti eg heim það
ef fengi til leyfi;
nú er þar langt frá
að lýti megi skoðast
síðan sannsýnin
sökk til grunna.