Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Egill Skalla-Grímsson 910–990

ÞRJÚ LJÓÐ — EIN LAUSAVÍSA
Egill Skalla-Grímsson fæddist á Borg á Mýrum og ólst þar upp með foreldrum sínum, þeim Skalla-Grími Kveldúlfssyni og Beru Yngvarsdóttur. Egill er aðalpersóna Egils sögu Skallagrímssonar og hefur fáum ef nokkrum persónum Íslendingasagna verið lýst betur en honum. Hann er jafnan talinn höfuðskáld sögualdar og er honum eignaður fjöldi lausavísna í sögunni auk lengri kvæða en þrjú þeirra eru varðveitt: Höfuðlausn, tvítug drápa um Eirík blóðöx; Sonatorrek, harmljóð kveðið eftir tvo syni skáldsins; Arinbjarnarkviða, um Arinbjörn hersi og óbilandi vináttu hans og skáldsins.

Egill Skalla-Grímsson höfundur

Ljóð
Arinbjarnarkviða ≈ 975
Höfuðlausn ≈ 950
Sonatorrek ≈ 975
Lausavísa
Þat mælti mín móðir