Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Stuðlafall – óbreytt

Kennistrengur: 3l:[o]-x[x]:5,4,4:Oaa
Bragmynd:
Lýsing: Stuðlafall er þríhendur háttur. Fyrsta línan er lengst, fimm kveður, og er hún óstýfð. Seinni línurnar tvær hafa fjórar kveður hvor og eru þær báðar stýfðar. Litið hefur verið svo á að stuðlafall sé runnið frá braghendu og til þess bendir nafnið. Stuðull í heiti bragarins merkir trúlega kveða. Kveðum í fyrstu línu braghendu fækkar um eina og þarf þá ekki nema tvo ljóðstafi í stað þriggja.
Fyrri stuðull verður að standa í fyrstu eða annarri kveðu en sá síðari í þriðju kveðu. Aftar mega þeir ekki standa. Sennilegt er að forðum hafi síðari stuðulinn verið skynjaður sem höfuðstafur og þá hefur braghvíld verið á eftir annarri kveðu.
Ekkert innrím er í hættinum óbreyttum. Hátturinn óbreyttur er frárímaður þannig að endarímsliðir síðlína (annarrar og þriðju braglínu) hafa alrím sín á milli en frumlína (fyrsta lína) rímar ekki við þær.
Stuðlafall kemur líklega fyrst fram á seinni hluta 15. aldar. Undir þeim er kveðin áttunda ríma í Blávus rímum og Viktors. Þá er sjötta ríma Þjalarjónsrímna undir hættinum og kemur stuðlafallsnafnið fram í henni. Hallur Magnússon (d. 1601) nefnir þennan hátt einnig svo.

Dæmi

Stuðlafalls þó stofna gjöri eg rímu
það má skilja þjóðin hrein
þar á kann eg öngva grein.
Þjalarjónsrímur VI:1

Ljóð undir hættinum


Ljóð eftir þessari heimild

≈ 1700  Jón Eyjólfsson eldri (ætlaður höfundur) og Hallgrímur Pétursson (ætlaður höfundur)
≈ 1850  Páll Ólafsson
≈ 1875  Páll Ólafsson

Lausavísur undir hættinum