Vorhugur (Frühlingsglaube) | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Vorhugur (Frühlingsglaube)

Fyrsta ljóðlína:Nú hjala vindar vorsins lag
Höfundur:Ludwig Uhland
Viðm.ártal:
Nú hjala vindar vorsins lag.
Þeir vaka og hvísla nótt og dag;
uns balar með blómum skreytast.
Hve ilmhreint loft! Hve þýður þeyr!
Ó þjástu, hjarta, eigi meir
Allt mun til bata breystast.

Í moldu gróa hin gleymdu sáð;
hvað gerast muni færi enginn spáð,
en Eygló mun eigi þreystast.
Nú grænkar sérhver geiri og laut.
Ó, gleymdu, hjarta, allri þraut.
Allt mun til bóta breytast.