Til lútunnar (An die Laute) | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Til lútunnar (An die Laute)

Fyrsta ljóðlína:Hægar, lúta, hægar óma,
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Ástarljóð
Hægar, lúta, hægar óma,
hvísla mína leyndardóma
henni, sem mitt hjarta á.
Eins og blómailmur titri,
eins og tunglskin mildast glitri
skaltu heitan hug minn tjá.

Grannans synir liggja í leynum;
ljós er kveikt í glugga einum,
þeim er mærin hvílir hjá.
Því skal, lúta, lægra þylja,
láta hana eina skilja,
hana eina ekki þá.