Lied des Schiffers an de Dioskuren | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Lied des Schiffers an de Dioskuren

Fyrsta ljóðlína:Himinbornu bróðurstjörnur
Viðm.ártal:
Flokkur:Náttúruljóð
Himinbornu bróðurstjörnur
blikið skært þó öldur freyði;
lítt ég kvíði, ef ég eygi
ykkur vaka milt í heiði.

Jafnvel sá er hvergi hræðist,
hafsins rót, er bylgjur æða,
finnur ykkar fögru gleisla,
fræknleik sinn um helming glæða.

Stýrið, sem ég held í hendi
hefur marga byglju klofið;
það skal óðar, ef ég bjargast
ykkur fært að gjöf í hofið.