SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3104)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Tíðavísur Jóns Hjaltalíns yfir árin 1779 til 1834 3Þriðja tíðavísa yfir árið 1781 – 1. til 34. erindiFyrsta ljóðlína:Vakna maður! Vakna fljóð!
Höfundur:Jón Oddson Hjaltalín
bls.5–8
Viðm.ártal:≈ 1775
Tímasetning:1781
Flokkur:Tíðavísur
1. Vakna maður! Vakna fljóð!Vakna glaða Íslands þjóð! Angurs fría öldin sér árið nýja komið er.
2. Áttatíu enn og tvö,einninn fríu hundruð sjö, yfir þúsund eru viss árin nú frá burði Krists.
3. Liðna árið lýðum fékklista kláran gleðismekk. Gjalda skyldi *gumnar hér Guði mildum vegsemder.
4. Ormabani sín um sinnsendi að *vanda hretviðrin vors þó bætti værðin blíð vetrar hættu snjóatíð.
5. Janúaríus fennti fold,febrúaríus grennti hold, fór við stríðu mars á mis, mjúk var blíða aprílis.
6. Grasár besta gefið var,gæða mestu nýtingar. Sumar fengu sveitir með, saddi mengi indæleð.
7. Rosahausti fylgdu frost,færðu austan snjóakost. Hlákan þýða hefur í stað haldist síðan jólum að.
8. Aflaveiðar út við sjó,upp að heiðum saga fló. Háttafróður hvals um bekk hluti góða margur fékk.
9. Ýmsu eldir heims um höll,harðla kveldar gleðin öll. Aðra hrærir harma kör, hina særir dauðans ör.
10. Hættu-snera heims á grundhitti *séra Ingimund, hýrubestur, herma má, hann var prestur Eiðum á.
11. Hremmdur tröðum hættunnarhann frá stöðum Arneiðar reið um grímu rökkna þá rýr var skíma brautum á.
12. Inn með fljóti Lagar láleiðin grjótug foldu á, hryggðarveini harmaður hann þar meinast drukknaður.
13. Ærið stækkar angur hér,ofmjög fækka réttláter. Drottinn, vörn er veita kann, vægi börnum sínum hann.
14. Síra Benedikt mæla má,meiddur sénum dauðans ljá, í Vestmannaeyjum dó, æðstu kannar sælu þó.
15. Út var hafinn andaður,einninn grafinn Þorlákur, sýslumaður metinn frí Múla glaður þingi í.
16. Enginn treysti auð né makt,enginn hreysti völd né prakt dauðans blundi döprum frá dauðastundu frelsar á.
17. Angurssaga Ullum brandsolli baga norðanlands. Gleðitóninn minnka má manna tjónið fjöllum á.
18. Ríklundaðir rekkar þáReynistaðarklaustri frá sendir fjórir, sem með skil, sauða fóru kaupa til.
19. Hér um sveitir fengu féðfirðar teitir kaupi með; fjölguðu manni, fimmta beim, ferðast þannig vildu heim.
20. Norður Kjalveg langa leiðlögðu halir hausts um skeið; fengu stríðu fjör-þurrðar, fregnast síðan dauðir þar.
21. Margur hrellist heims um rann,Helgafell til ösku brann. Heppni var og friðar fró fólkið þar þó ekki dó.
22. Í Borgarfirði brann og kot,birt er yrði æviþrot einu barni inni þar; ærið harðna fréttirnar.
23. Bæ í Fljótshlíð brenndi meðbálið ljóta, svo er téð. Býlið nefndu skatnar Skarð skaða hefnd er fyrir varð.
24. Ýmsir smakka angurslónEyrarbakka skipsins tjón. Mein og ama mær og rekk mæðusama aflað fékk.
25. Sagan tér það sannligaseptember hinn nítjánda duggan fest á lægi lá, leiður hvessti vindur þá.
26. Atkersstrengur stökkva vann,stóðst ei lengur veðrið hann. Snekkjan brotna hér af hlaut, hrepptu gotnar dauðaþraut.
27. Átján misstu firðar fjör,feigðar gistu bleika kör. Hér með enti ævi sín assistentinn Vídalín.
28. Færist amafregn á nýfrá Þverhamri Breiðdal í. Fimm í sjónum þegnar þar þoldu tjónið hérvistar.
29. Drottinn blíður, barna þínbættu stríð og varna pín. Send ótrega huggun hér heiminn þegar kveðjum vér.
30. Ríkum farnast röksemder,rektor Bjarni vígður er og sig ferjar enn nær sæ að Gaulverja stórum bæ.
31. Landsins rara læknir fékklandskrifarans dóttur þekk, yndisblíða auðargná öld Guðríði nefna má.
32. Markús prestur, innt sem er,aðra festi handa sér; bjuggu hraðir brúðkaup ný Barkarstaðar sölum í.
32. Kjósarþingið fríðan fannfirnaslyngan sýslumann, lukkuefndan vel að von, Vigfús nefndan Þórarinsson.
33. Múlasýslu annar íá að rísla vítt um bý. Sveinsson Jón sá sagður er sjávarlóna elda ver.
34. Þessa leiði lukkan há,lífsins greiði veginn á. Halla tekur ærið óð, ill lekur Kvásirs blóð. Athugagreinar
3.3 gumnar] < gumna ;í texta;.
4.2 vana] < vanda ;leiðrétt frá texta vegna ríms;. 10.2 séra] < síra ;leiðrétt frá texta vegna ríms;. |