Önnur tíðavísa yfir árið 1780 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tíðavísur Jóns Hjaltalíns yfir árin 1779 til 1834 2

Önnur tíðavísa yfir árið 1780

TÍÐAVÍSUR JÓNS HJALTALÍNS YFIR ÁRIN 1779 TIL 1834
Fyrsta ljóðlína:Upp oss rísa öllum ber
bls.3–5
Bragarháttur:Gagaraljóð – víxlhend
Viðm.ártal:≈ 1775
Tímasetning:1780
Flokkur:Tíðavísur
1.
Upp oss rísa öllum ber,
er nú runnin nýárssól.
Drottinn prísi allt hvað er
undir sunnu heims um ból.
2.
Seytján urðu hundruð há
hér með áttatíu og eitt
Kristí burði fríðum frá
fyrst hið nýja ár er veitt.
3.
Vetur harður, vorið kalt,
víða sendi hröfnum bráð.
Kári barði yfir allt,
einatt renndi snjó um láð.
4.
Þorri góðan sýndi sig,
sveipuð góa hvítum fald,
brúnsíð óð um bjarma-stig,
breiddi á móa ísatjald.
5.
Harkan stríða þrengdi þjóð,
þyrmdi varla aprílis.
Vorsins tíðin var ei góð,
varð að falla féð á mis.
6.
Greru engin valla víð,
virða huldi að *slættinum
rosafengin regnatíð
reifuð kuldaþræsingum.
7.
Fiðrið vallar fellt í ljá
fúna náði sums *staðar.
Svoddan kalla særing má
sem að láði örþjakar.
8.
Kári svellt með grimmdargeð
gjörði draga loftið í,
heyið fellt í múga með.
Margur baga hlaut af því.
9.
Haustið stríða eftir á
ofan felldi skýjatár.
Féllu víða fannir þá,
fossum belgdu vötn og ár.
10.
Syðra þáði þjóðin ör
þorskafenginn upp úr sjó.
Var og tjáð úr virða för
vestra gengi betur þó.
11.
Sumir reifast sútar streng,
sæla þreyja vini lands.
Aðrir hreyfa ölva feng
innst í meyja prýddum krans.
12.
Yndið rótt að garði gekk
góðum, biskup Hannes þá
amtmanns dóttur ektað fékk.
Efli viskan farsæld há.
13.
Syrgðu Hólar helst í ár
herra Gísla liðinn sinn.
Nú skín sól í suðri klár,
sést þar nýi biskupinn.
14.
Ellihærður herra Jón,
hann er kjörinn biskup þar,
gæða lærður guðsorðs þjón.
Gangi förin blessunar.
15.
Doktors hættur dauði varð
dapur mengi vítt um frón.
Aftur bætt er í það skarð,
annar fenginn, nefndur Jón.
16.
Óms á kvonu eyðir brands
opnist mjúka farsæld hér.
Hann er sonur Sveins lögmanns
sem á munkaþverá er.
17.
Íss um veldi styggðin stór
sturlun karga sumum lér.
Vindur, eldur, vötn og sjór
vilja farga mönnum hér.
18.
Hefur muggan hættulögð
hroðið flík, því er til sanns
ullarduggan sokkin sögð,
send frá Vík til Austurlands.
19.
Einninn sýslar út um bý
eggjuð bráða-dauða sigð.
Herra Gísli Odda í
undaður þáði himna byggð.
20.
Síra Magnús Sæmundsbur,
sem Þingvalla byggði stað,
margra gagn, er mjög tryggur
mátti kallast; ljóst er það.
21.
Vatnið hulið vatnaflík
vildi ríða kirkju frá.
Hans þar dulið liggur lík;
lifir fríður himnum á.
22.
Síra Jón og Sigurðs bur,
sem að sleppti Norðrárdal,
drottins þjóninn dyggðugur,
dáinn hreppti himnasal.
23.
Oddson prestur einninn Jón,
er fyrr þénti Hjaltastað,
hafinn er frá harmasón,
heimför lénti frelsi það.
24.
Dauðinn alla deyfir prakt,
dvínar þarna sæld og féð,
hjálpar varla hefð né makt,
höfðingjarnir deyja með.
25.
Landskrifarinn hefðarhár,
Hlíðarenda átti ráð,
burt er farinn, banaljár
bútaði *sundur lífsins þráð.
26.
Listum vafinn ljúfmennið
leið frá kífsins mæðudal,
dýrðar hafinn, fús í frið,
fagnar lífsins gæðasal.
27.
Kjósar-þingis kostugur,
kjörinn áður sýslumann,
gæfuslyngur Guðmundur,
gröf í láði sína fann.
28.
Líf er hætt í heimi, vér
hugsum þrátt um síðsta blund.
Flest ágætt, sem heitir hér,
hjálpar smátt á þeirri stund.
29.
Djarfur sínar dauðinn því
drjúgum hvetur örvarnar.
Magtin dvínar moldu í,
maurinn etur kroppinn þar.
30.
Hlýt eg kynna meinin meir,
margan larar raunastand,
skýrt því finnast skráðir tveir
skiptapar um Austurland.
31.
Út á salinn ufsa fór
eitt úr Breiðdal sigludýr.
Þessu hvalur hvolfdi stór,
hrepptu bana rekkar þrír.
32.
Fáskrúðs annar firði í
fiskur granda skipi vann.
Tveir með sanni þá af því
þegnar anda hrepptu bann.
33.
Maður og kona meiðsla-lón
máttu vaða dauða kífs.
Stefáns sonur, síra Jón,
frá sögðum skaða komst þó lífs.
34.
Beri hár oss herrann nær,
hugarþorið eykur það
þegar báran bana slær
brjóstum vorum utan að.
35.
Listin óðar minnkar mér,
mærðarlestur fram sem bar.
Systir góða! séuð þér
sæmdum bestu umvafðar!
6.2 og 4 Hér er óhreint rím: slættinum – -þræsingum.
7.2 og 4 Hér er óhreint rím: staðar – örþjakar.
25.4 sundur] < sendur ;leiðrétt prentvilla;.
(Tíðavísur Jóns Hjaltalíns yfir árin 1779 til 1834, bls. 3–5)