Tileinkunarstef (við Tíðavísur Jóns Hjaltalíns yfir árin 1779 til 1834) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tíðavísur Jóns Hjaltalíns yfir árin 1779 til 1834 1

Tileinkunarstef (við Tíðavísur Jóns Hjaltalíns yfir árin 1779 til 1834)

TÍÐAVÍSUR JÓNS HJALTALÍNS YFIR ÁRIN 1779 TIL 1834
Fyrsta ljóðlína:Hér fágljáður / er Fjalars gaglviður
Bragarháttur:Fornyrðislag
Viðm.ártal:≈ 1825
Flokkur:Tíðavísur
1.
Hér fágljáður er
Fjalars gaglviður
rekinn á dyr,
fyrst rómi þrotinn,
gumna fær ei
með gali lengur
kjætt eður sumbli
Kjalars rósar.
2.
Flöktir og flöktir
fjöðrum rúinn,
leitar sér skýlis
lamviðrum kvíðinn,
flýja vill hret þau
er hrjóta kynnu
úr atkasta-fúsum
Elivágum.
3.
Takið nú, herra
Thoralcius!
undir skjól yðar
skræðu þessa.
Misvirðið ei þó
málsnillis-leysu
dirfist eg yður
að dedicéra!
4.
Líf, heilsa, friður,
lán og yndi
fylgi yður
um flóð og hauður!
Kærust farsæld
í knérunn yðrum
haldist með blessun
heims um aldur!
5.
Svo mælir sá,
er sigur-vönds-klótur
benhjúpi vafði
á býli útþöndu,
sest þar á undan
sal karfa ræfur
bölþreytt seta
er svanhvít heldur.
(Tíðavísur Jóns Hjaltalíns yfir árin 1779–1834, framan við vísurnar sjálfar)