Sigurður Halldórsson frá Selhaga 1898–1993
49 LAUSAVÍSUR
Sigurður var fæddur á Hjallalandi í Vatnsdal, elsta barn foreldra sinnar, Sólveigar Guðmundsdóttur ljósmóður og Halldórs Hjálmarssonar, sem bjuggu frá því um aldamótin 1900 í Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppum til ársins 1924 þegar þau fluttu til Akureyrar. Sigurður safnaði fjölda vísna, skráði þær niður eftir höfundum og gaf síðan safnið til Héraðsskjalasafns Austur-Húnvetninga á Blönduósi.