Vilhjálmur Benediktsson Brandaskarði 1894–1955
ÞRJÚ LJÓÐ — 26 LAUSAVÍSUR
Fæddur á Reynistað, Skag. Foreldrar Benedikt Sigvaldason og Guðrún Margrét Friðgeirsdóttir á Ytri-Ey. Fór sem fósturbarn til Brynjólfs og Steinunnar í Þverárdal. Hóf búskap á Brandaskarði á Skagaströnd 1921. Haustið 1955 andaðist Vilhjálmur eftir langa legu, var hann atorkusamur starfsmaður meðan heilsa leyfði, bætti jörð sína mikið og húsaði myndarlega. Viðmótsgóður var hann, skemmtinn og vel og skáldmæltur. Munu margir sakna hans. (Sigmundur Benediktsson/Ársritið Húnvetningur 1956 bls. 59)