SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Jón Steingrímsson 1728–1791ÞRJÚ LJÓÐ
Jón Steingrímsson var fæddur á Þverá í Blönduhlíð í Skagafirði og uppalinn í Skagafirði og nam í Hólaskóla. Eftir það varð hann djákn á Reynistað en varð að láta af embætti vegna barneignar með Þórunni húsmóður sinni sem var ekkja eftir klausturhaldarann þar. Jón kvæntist síðan Þórunni og nokkru síðar fluttust þau austur í Skaftafellssýslur. Þar varð Jón prestur í Sólheimaþingum. Hann fékk síðan Prestbakka á Síðu 1778 og sat þar til æviloka. Skaftáreldar og Móðuharðindi dundu yfir þegar Jón bjó þar og varð hann frægur af baráttu sinni fyrir fólkið í eldsveitunum. Jón skrifaði talsvert, meðal annars ritgerð um Skaftárelda, en þekktasta rit hans er vafalaust hin bersögla Ævisaga hans.
Jón Steingrímsson höfundurLjóðAngurvaka ≈ 1775–1800Glaðværðar- og lofgjörðarvers þá hungursneyðin og mannfallið var afgengið 1785. ≈ 1775–1800 Sorgardiktur og andvarpan þá hungursneyðin og mannfallið ágekk 1784 ≈ 1775–1800 |