Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Glaðværðar- og lofgjörðarvers þá hungursneyðin og mannfallið var afgengið 1785. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Glaðværðar- og lofgjörðarvers þá hungursneyðin og mannfallið var afgengið 1785.

Fyrsta ljóðlína:Ó, Guð vér erum minni
bls.135v–136r
Bragarháttur:Tólf línur (tvíliður+) þrí- og ferkvætt AbAbCdCdEfEf
Viðm.ártal:≈ 1775–1800
Tímasetning:1785
Glaðværðar- og lofgjörðarvers þá hungursneyðin og mannfallið var afgengið 1785.
Tón: Guði lof skalt önd mín inna

1.
Ó, Guð vér erum minni
öllum dásemdarverkum þín.
Yfir oss úti og inni
yndislegasta náð þín skín.
Horfin er hryggð og mæða
sem höfðum liðin ár.
Svo nam þín gæskan gæða
gjörvöll vor mein og sár.
Loforð þín stöðug standa,
stjórn þín er dásamleg.
Lát nú vort líf og anda
lofa og prísa þig.
2.
Sigurvers vort því syngjum
sætasti guð til heiðurs þér
af því nú allt í kringum
eykur þú þínar dásemder.
Sólin á himni háum
hvörn dag nú ljómar skært
er vér oft áður sáum
eins og blóðið tært.
Hvörn dag blæs hagstær vindur
heiðríku lofti frá
svo menn og mállausar kindur
mjúkust hlýindi fá.
3.
Jörðin ber bestan blóma,
blómsturin aftur koma til,
allt er í einum ljóma,
allmörgum gengur flest í vil,
aftur oss ávöxt gefa
eldvötnin, land og sjór.
Allt vort nú angur sefa
þau eðla gæðin stór.
Loftfuglar listugt syngja,
leika sér skepnurnar.
Ekkert kann angur þyngja,
allt fer til batnaðar.
4.
Hjörtun heilmargra vaktir
að hjúkra [að] oss með ráð og dáð,
Af drambi og ótryggð þaktir
aðrir oss sýndu vél og háð,
að þér svo einum bæri
æra, lofgjörð og prís
og sýndi að enginn væri
aðstoð mannanna vís.
Þess vegna þig nú einan,
þýði guð, lofum vér.
Þinn friðarþanka hreinan
þú öllum auglýser.
5.
Lof, dýrð og eilíf æra
af öllum sé þér nú, þrenning blíð
og sérhvörju er sig kann hræra
svo lengi varir lífsins tíð
er vér sérhvörja og eina
ástgjöf, sem veittir þú,
aukist með elsku hreina
í sannri von og trú,
að síðar sérhvör kunni,
þá sorg er horfin og fár,
með hjarta, huga og munni
heiðra þig eilíf ár.