Sorgardiktur og andvarpan þá hungursneyðin og mannfallið ágekk 1784 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sorgardiktur og andvarpan þá hungursneyðin og mannfallið ágekk 1784

Fyrsta ljóðlína:Ó, þú brunnur allrar náðar
bls.134r–135r
Viðm.ártal:≈ 1775–1800
Tímasetning:1784
Sorgardiktur og andvarpan þá hungursneyðin og mannfallið ágekk 1704
Tón: Jesús Guðsson eingetinn

1.
Ó, þú brunnur allrar náðar
eilífi herra og Guð,
fyrir þig fram ber bráða
ó, faðir mína kaust nauð
og bjargþrota barna þinna
böl það ef mætti linna
brestur nú daglegt brauð.
2.
Hallæris hungurs pína
helið færir með sér,
sárt reyrir sorgar lína,
sveit vor í eyði fer,
aðrir burt eitthvað flúnir,
aðrir nú reiðubúnir
drottni að deyja hér.
3.
Á vér nú allir mænum
upp á þig, faðir trúr,
og hrópum með hjartans bænum
hjálp þessum nauðnum úr,
að vorar eymdir lagir
og vorum raunum hægir
svo skíni sól eftir skúr.
4.
Æ vorar *eymdir særa
samvisku líf og brjóst
er slíkar eymdir færa
yfir oss, það er ljóst
að vér með illsku æði
uppengdum þína bræði
og hörðum hjartans þjóst.
5.
Aumka oss, ó! Vor herra,
endurlífga vor bein,
þína lát reiði þverra,
þyrm oss og heyr vor kvein.
Enginn kann böl vort bæta
og burt vorar syndir ræta
utan þín aðstoð ein.
6.
Ef svo þung er þín bræði
að ei vilt bænheyra oss
þá gef oss þolinmæði
þennan dýrtíðar kross
að þreyja af til þeirrar tíðar
sem þéna á oss síðar
að öðlast eitt æðra hnoss
7.
sem er lífsbrauðið sanna
og svölun á lambsins stól
á landi lifandi manna
*vér ljómum þá sem sól.
Hverfur þá hryggð og dauði,
hungur og alls kyns nauðir
og hryggilegt heims(ins) ról.
8.
Æ! Faðir ekki tefðu,
æ! Faðir bænheyr nú,
æ! Faðir gleði gefðu,
guð styrk nú vora trú.
Láttu oss hjá þér lenda
lífið vort þegar endar.
Ósk vor er síðast sú.
Amen