Aðalbjörg Jónsdóttir frá Helgastöðum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Aðalbjörg Jónsdóttir frá Helgastöðum 1858–1945

FJÖGUR LJÓÐ — ÞRJÁR LAUSAVÍSUR
Aðalbjörg var fædd á Helgastöðum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 25. september 1858, dóttir Jóns hreppstjóra Pálssonar og konu hans, Kristínar Tómasdóttur. Maður hennar var Siggeir Pálsson frá Reykjahlíð við Mývatn (1852–1941). Þau hjón bjuggu nokkuð víða en lengst á Stekkjarflötum í Saurbæjarhreppi. Bróðir Aðalbjargar var Páll J. Árdal skáld. Aðalbjörg andaðist 1. september 1945. (Þorgerður Siggeirsdóttir: „Aðlabjörg Jónsdóttir frá Helgastöðum“. Eyfirskur fróðleikur og gamanmál, I. bindi. Kvæði og stökur I. (Ingólfur Gunnarsson safnaði og bjó til prentunar. Skjaldborg. Akureyri 1986, bls. 9–10).

Aðalbjörg Jónsdóttir frá Helgastöðum höfundur

Ljóð
Heilræði ≈ 1925
Ljóðabréf ≈ 1900
Til Tindsins ≈ 1925
Ævileiðin ≈ 1925
Lausavísur
Ellin beygja bak mitt fer
Fáfnislanda foldin rjóða
Hér þó séu ei háreist hlið