Ævileiðin | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ævileiðin

Fyrsta ljóðlína:Er menn leggja lífs á æginn
bls.10
Bragarháttur:Hrynjandi – óbreytt
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Er menn leggja lífs á æginn
lánið misjafnt reynist.
Einum gengur allt í haginn
öðrum mæðan treinist.
2.
Glöð ég lagði á löginn kalda,
láni treysti mínu.
Bátinn létta bólgin alda
beygði af réttri línu.
3.
Við það má ég alltaf una
aldrei hlaut þá snilli
að geta látið bátinn bruna
báru og skers á milli.