Hrynjandi – óbreytt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hrynjandi – óbreytt

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:ABAB
Bragmynd:
Lýsing: Hrynjandi (fleygur (í ferskeyttu), hrínandi, draghent) er ferhendur háttur. Frumlínur háttarins eru fjórar kveður óstýfðar og því einu atkvæði lengri en í ferskeytlu. Síðlínur hafa þrjár kveður og eru óstýfðar eins og í ferskeytt. Óbreyttur er hátturinn víxlrímaður og án innríms.
Þessi háttur kemur fyrir í fornum rímum undir ferskeyttum hætti, til dæmis í Sörlarímum sem taldar eru frá 14. öld. Virðast hin eldri skáld hafa talið hann til ferskeytts háttar. Á 18. öld sýnast menn vera farnir að líta á hrynjandi sem sérstakan hátt og eru farnir að yrkja heilar rímur undir honum. Árni Böðvarsson (1713–1776) orti fjórðu rímu Brávallarímna undir dýru afbrigði háttarins (skáhendu og síðtáskeyttu). Er háttur sá nefndur nýr hrynjandi í fyrirsögn rímunnar.

Dæmi

Oní djúpið ægikalda
engin fellur skíma.
Brekinn rís, svo brotnar alda,
brimhljóð hinsta tíma.

Ljóð undir hættinum

Lausavísur undir hættinum