Heilræði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heilræði

Fyrsta ljóðlína:Líkna þeim sem líður neyð
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ferkvætt aBaaaBaB
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Heilræði
1.
Líkna þeim sem líður neyð.
Leiðbein þeim sem villtur gengur.
Rétt þeim hönd sem hrösun beið.
Hjálpaðu öllum á þinni leið.
Þá mun verða gatan greið.
Gæfu hlotnast ljúfur fengur.
Líkna þeim sem líður neyð.
Leiðbein þeim sem villtur gengur.
2.
Grættu aldrei gamlan mann.
Gakk þú ei á hlut hins snauða.
Segðu ætíð sannleikann.
Svertu aldrei náungann.
Láttu Drottins boð og bann
benda þér í lífi og dauða.
Grættu aldrei gamlan mann.
Gakk þú ei á hlut hins snauða.