Magnús Einarsson á Tjörn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Magnús Einarsson á Tjörn 1734–1794

TVÖ LJÓÐ — FIMM LAUSAVÍSUR
Magnús var fæddur í Nesi í Eyjafirði 13. júlí 1734. Foreldrar hans voru Einar Jónsson, síðast spítalahaldari að Möðrufelli, og fyrri kona hans, Guðrún Magnúsdóttir frá Saurbæ í Hörgárdal. Magnús „lærði undir skóla hjá Þórarni sýslumanni Jónssyni á Grund og naut styrks hans“, segir Páll Eggert Ólason. Magnús varð stúdent úr Hólaskóla 1759. Hann vígðist að Stærra Árskógi 1763, síðan að Upsum í Svarfaðardal 1765 og að Tjörn í Svarfaðardal árið 1769. Tjörn hélt hann til æviloka, 29. nóvember 1794, og er jafnan kenndur við þann bæ. Eftir hann er mikið efni til, mest óprentað. (Heimild: Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár III, bls. 417)

Magnús Einarsson á Tjörn höfundur

Ljóð
Hugarfundur ≈ 1775
Um lát Bjarna sýslumanns Halldórssonar ≈ 0
Lausavísur
Dimmt mér þótti Dals við á
Ekki stæra þarftu þig
Endast dagur, eg það finn
Klerkur í skeggið grenjar grátt
Svo var nú sagt til forna