Magnús Gunnlaugsson 1899–1967
TVÖ LJÓÐ
Magnús Gunnlaugsson var fæddur 10. júlí 1899 á Ytri - Reistará í Arnarneshreppi.
Kornabarn kom hann að Hreiðarstaðakoti í Svarfaðardal, þar sem hann var tekinn í fóstur hjá Þorbjörgu Þórðardóttur og Aðalsteini Sigurðsyni til 11 ára aldurs. Þá fór hann aftur til foreldra sinna um skeið, en svo lá leiðin vestur í Fljót, þar sem hann var á ýmsum bæjum.
Átján ára er hann aftur í Svarfaðardal á ýmsum stöðum, þar til hann flytur til Akureyrar kominn hátt á fimmtugsaldur og gerðist þar verkamaður, en síðast blaðburðarmaður er starfsþrek MEIRA ↲
Magnús Gunnlaugsson var fæddur 10. júlí 1899 á Ytri - Reistará í Arnarneshreppi.
Kornabarn kom hann að Hreiðarstaðakoti í Svarfaðardal, þar sem hann var tekinn í fóstur hjá Þorbjörgu Þórðardóttur og Aðalsteini Sigurðsyni til 11 ára aldurs. Þá fór hann aftur til foreldra sinna um skeið, en svo lá leiðin vestur í Fljót, þar sem hann var á ýmsum bæjum.
Átján ára er hann aftur í Svarfaðardal á ýmsum stöðum, þar til hann flytur til Akureyrar kominn hátt á fimmtugsaldur og gerðist þar verkamaður, en síðast blaðburðarmaður er starfsþrek fór að þverra.
Magnús var alla ævi að afla sér margvíslegrar þekkingar og bætti sér þannig upp menntun, sem hann fór á mis við á skólabekk. Honum datt ýmislegt skemmtilegt í hug, fékkst t.d. lengi við að búa til nýtt tungumál. Kvað vísur við raust á því máli í vinahópi. Fékkst nokkuð við vísnagerð, ritaði eitt og annað og var áhugamaður um félags- og menningarmál.
Magnús var mikill Svarfdælingur og unni sveitinni til dauðadags af meðfæddri tryggð og ræktarsemi. Gaf hann af litlum efnum öllum kirkjum í dalnum peningagjafir og Húsabakkaskóla ágætar bókagjafir. Eldheitur ungmennafélagi var hann fram eftir ævi, ósérhlífinn að starfa fyrir málefnið, mælskumaður á málþingum, mikill samræðumaður, fróðleiksfús og minnugur.
Magnús fékk ósk sína uppfyllta að fá að hvíla í svarfdælskri mold, en hann var jarðsettur að viðstöddu miklu fjölmenni að Tjörn 10. júní 1967. ↑ MINNA