U.M.F. Þorsteinn Svörfuður 20 ára | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

U.M.F. Þorsteinn Svörfuður 20 ára

Fyrsta ljóðlína:Mörg í kveld við mætumst saman
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1941
Flokkur:Afmæliskvæði

Skýringar

Flutt á 20 ára afmæli félagsins á 3ja í jólum .
Mörg í kveld við mætumst saman
mun það flestum þykja gaman.
Oft er gleði á æskufundum
eins mun vera nú í dag,
því skal kveða þennan brag.

Unga sveininn öll við kennum
ef við til hans huga rennum.
Tuttugu ára víst mun vera
virðulegur unglingur.
Sá er  ,, Þorsteinn Svörfuður . „

Á ungra manna félagsfundum
frjálst er lífið  - svona stundum.
En mikið starf og góða gleði
gefur hugsjón æskumanns,
í þarfir okkar ættarlands.

Við sem þetta félag fyllum
frjáls og glöð í dag það hyllum.
Margar ljúfar lífsins stundir
lifað höfum saman hér
æskuminning mætust er.

Lifi svo um ævi alla
auðnuríkt með gleði snjalla.
Ungra manna- okkar -félag
athafna með glæstan hag
því sé heiður þennan dag.