| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Þó þú lastir ljóðið mitt

Bls.Bls. 10


Tildrög

„Heimild: Dagbók Sigurðar Egilssonar á Sveinsstöðum, síðar í Stekkjarholti, 23. 5. 1943. Hann skrifar til skýringar: „Þeir höfðu kveðizt á í gegnum skráargat heilt kvöld.“ – Bjarni í Knarrarnesi er Bjarni Ásgeirsson, síðar bankastjóri, ráðherra og enn fleira. Hann var frá Knarrarnesi á Mýrum, bjó þar búi sínu 1915–21, eftir það á Reykjum í Mosfellssveit fram til 1951.
   Bjarni var maður litlu eldri en séra Tryggvi og átti kveðskaparsennan sér efalítið stað á ungdómsárum þeirra, þótt ekki geti Sigurður Egilsson þess í dagbók sinni; nefnir þar hins vegar að Bjarni hafi kennt sér vísuma, en um tíma á stríðsárunum vann Sigurður á búi hans í Mosfellssveit.“
Þó þú lastir ljóðið mitt,
leirklyfjaður blesi,
ekki er betra bullið þitt,
Bjarni í Knarrarnesi.