| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Þið eruð orðin allt of mörg

Flokkur:Samstæður


Um heimild

Birna Jónsdóttir frá Grófargili (f. 1905) var um tíma unglingur hjá séra Tryggva og Önnu Grímsdóttur, konu hans, á Mælifelli og lærði þar vísurnar. Skrásetjari, Kristján Eiríksson frá Fagranesi á Reykjaströnd (f. 1945), sonur Birnu, skráði þær eftir henni.


Tildrög

Birna var að fara af stað með matinn til engjafólksins. Segir þá frú Anna: Ég held þetta sé nú ekki nógur grautur hjá mér. Þá segir séra Tryggvi:

Skýringar

Jóhannes: Jóhannes Sigvaldason, bróðir Guðmundar spólurokks.
Þorsteinn: Þorsteinn Magnússon síðar bóndi í Gilhagaseli og Ölduhrygg.
Birna: Birna Jónsdóttir frá Grófargili.
Björg: Björg Magnea Sigurjónsdóttir frá Óslandi.
Imba: Ingibjörg systir Birnu.
Ólafur: Ólafur Kristjánsson smiður. Hann kvæntist síðar Guðlaugu Egilsdóttur frá Sveinsstöðum.
Þið eruð orðin allt of mörg
einatt vex mér þrautin.
Jóhannes, Þorsteinn, Birna, Björg
borða frá mér grautinn.

Í graut er margur gráðugur,
góðir bregðast vinir.
Nú eru Imba og Ólafur
ekkert betri en hinir.