Eintal | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eintal

Fyrsta ljóðlína:Það er svo sælt að sitja ein
Höfundur:Bjarni Lyngholt
bls.50
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer- og þríkvætt ababcc
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1898
1.
„Það er svo sælt aö sitja ein
og svala hjartans þrá –
með beiskum tárum mýkja mein
Og mædda væta brá.
Það huggar langbest hrellda sál
að hlust’á eilíft þagnar-mál.“
2.
„En sælt það líka eflaust er
að eiga vin á braut,
að hlýjum barmi halla sér
í hverri lífsins þraut;
það er þó satt“ – svo sagði mey,
„Ég sjálf hef reynt það – veit þó ei.“
3.
Ég sagði fátt, en vissi vel
hvort var hið rétta svar.
Ég skildi öll þau ama él
sem innst í sál hún bar.
Ég þekki lífsins lottarí,
mig langar ekki’að spil’í því.
4.
Ég hafði líka áður átt
svo öruggt vinar traust;
en flest er valt; ég fann það brátt,
að fæst er endalaust.
En það er liðið – liðið burt
og löngu horfið – horfið hvurt?
5.
Ég veit það ei. Ég veit það eitt,
að vina- svíkur -traust;
En er þá hvergi hjarta heitt
og hreint og fölskvalaust?
Er hvergi’ að finna i heimi skjól?
Er hvergi’ að roða fyrir sól?