Gamall torfbær | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gamall torfbær

Fyrsta ljóðlína:Að grunni var rifinn gamall bær
bls.13-14
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Að grunni var rifinn gamall bær
með gróna veggi og burstir þrjár.
Af jörðu hann reis. Svo varð jörð á ný
vort jarðneska skjól í þúsund ár.
2.
Á blómagrundinni bærinn stóð,
að baki hans gnæfði fögur hlíð
og seiddi fram bjarta silfurlind
er söng undir geggnum ár og síð.
3.
Er fyrstu vorstráin býlið bar,
á burstina þröstur kom og söng.
Svo vinlega grænt með gaddi og snæ
það gesti vegmóðum bauð sín föng.
4.
Það svæfði vetrarins veðradyn
og varði ylinn gegn frostsins egg.
En gaf í brennandi sumarsól
hið svalandi kul úr moldarvegg.
5.
Og kynslóðir undu aldir þar.
Í örbirgð var teryst á lífsins mátt.
— Á hausti bliknaði bæjarþak
með blóma jarðar í friði og sátt.
6.
Á býlisrústum er byggt á ný.
Hið bjarta steinhús er gestur þar
sem gamall torfbær með þilin þrjú
um þrekraun gróandans vitni bar.