Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum 1899–1946

ÞRJÚ LJÓÐ
Guðfinna fæddist 27. febrúar 1899 að Arnarvatni í Mývatnssveit. Frá sjö ára aldri ólst hún upp á Hömrum í Reykjadal og við þann bæ er hún kennd. Hún stundaði tónlistarnám í tvo vetur, fyrst á Akureyri og svo í Reykjavík. Hún varð síðar kórstjóri í Reykjadal og kenndi söng við Alþýðuskólann á Laugum. Árið 1936 fluttist hún til Húsavíkur og var þar tónlistarkennari og organisti við Húsavíkurkirkju. Hún veiktist svo af berklum og dó úr þeim á Kristneshæli 28. mars 1946.
   Tvær ljóðabækur komu út eftir Guðfinnu meðan hún var á lífi: Ljóð 1942 og Ný ljóð 1945.

Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum höfundur

Ljóð
Gamall torfbær ≈ 0
Hefnd Hallgerðar ≈ 1925–1950
Vofan ≈ 0