Afmæliskveðja til Kristmundar Bjarnasonar átta ára | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Afmæliskveðja til Kristmundar Bjarnasonar átta ára

Fyrsta ljóðlína:Þó ei hátt þér heimurinn
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Úr bréfi Kristmundar Bjarnasonar til Birnu Jónsdóttur 12. janúar 1999.
Tryggvi Hjörleifsson Kvaran og Anna, kona hans, voru fósturforeldrar Kristmundar.
1.
Þó ei hátt þér heimurinn
hossi eins og gengur,
vertu alltaf, vinur minn,
vænn og góður drengur.
2.
Þó 'þér stundum þyki kalt
þá er best að reyna
að brosa, en haltu um fram allt
æskusvipnum hreina.
3.
Ef menn hafa heiðar brár
heims í svaðilferðum
10 x 8 ár
eru létt á herðum.

10. 1. 1927

Pabbi og mamma