Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Gríms rímur og Hjálmars 4

Gríms rímur og Hjálmars – Fjórða ríma

GRÍMS RÍMUR OG HJÁLMARS
Fyrsta ljóðlína:Arfi hvarf ég Aurnis frá
Heimild:Rímnasafn II bls.127–131
Viðm.ártal:≈ 1400–1500
Flokkur:Rímur
1.
Arfi hvarf ég Aurnis frá.
Engi er fengur að standi svo.
Herjans ferju hrind ég nú.
Hlýði lýður og þýðust frú!
2.
Dróttin sótti á döglings fund
dauðans nauð um svenska grund.
Eldurinn veldur að allt er brennt.
Ýtar nýtir hafa þess kennt.
3.
Rauður af nauð varð ræsir þá.
Rjóða þjóðir stálið blá.
Lúðurinn prúður lét svo hátt,
leitar sveit að hefna brátt.
4.
Gildum hildar Grímur serk
– gramur er framur á snilldar verk–
skrýðist þýður skjöldung nú.
Skein af fleini Hrungnis brú.
5.
Hríð var stríð en hrundi grjót.
Herinn fer nú Björmum mót.
Háreks báru harðir menn
hlíf í kíf að rómu senn.
6.
Grenjar ben við geira dríf.
Grundi sundrar þegna líf.
Odda og brodda él var hvasst.
Eggjar seggi Grímur fast.
7.
Karl á fallið kappa leit,
kóngi löngum stálið beit
hvíta rít og Rögnis tjald.
Ræsir æsir dauðans gjald.
8.
Brast við fast er bragning hjó.
Bjartur í hjarta fleinninn smó.
Hnígur að vígi seggja sveit.
Safnast hrafn og bráðir sleit.
9.
Arnar barnið æpir hátt.
Ylgurin fylgir benjum þrátt.
Valurinn galar um varma steik.
Vargur er margur að hildar leik.
10.
Grundi stundar stála hregg.
Stóð í blóði mækis egg.
Það finnur svinnur kóngur Karl.
Kljúfa og rjúfa Fjölnis stall.
11.
Brjóst af þjósti beggja var
brennt og spennt í stríði þar.
Seggir eggja sverða þrá.
Sárin bárust kónginn á.
12.
Undin stundi en öðling féll.
Óð í blóði hræva svell.
Dauðum bauð í dára sveim
drósin ljósa Viðris heim.
13.
Karl er fallinn Kjalars að frú.
Kátir sátu úlfar nú.
Í gegnum þegna að Grímur óð.
Geyst og þeyst var eggja flóð.
14.
Görpum snörpum Grundi þá
glósar ljósum sigri frá:
„féll að velli kóngurinn Karl,
klauf með laufa Eirek jarl.
15.
Nú er ég búinn þér, Grímur, í gegn
að gera hið stranga fleina regn.
Hefn og stefn til stríðs við mig!
Stál er mál að bíti þig!“
16.
Rimmu dimmir randa skjótt.
Reiðin svall með Grími fljótt.
Báðir ráðast bragnar að.
Í blóði rjóða unda nað.
17.
Herða sverðin, háðu þeir
hildar gilda drífu meir.
Dundi um Grunda dreyrinn rauður,
drengsins högg við benja lauður.
18.
Ímu Grímur æsti þar.
Eitri hneiti blandinn var.
Ferleg hellir fossi und.
Flóði blóð um auðar lund.
19.
Hjálm að sálmi hildar klauf,
heilans deili og brjóstið rauf,
sundur Grunda sverðið skar.
Sára ár má líta þar.
20.
Flettiskeftur flugu svo títt.
Fífur rífa brjóstið strítt.
Hneitir beit sem brygði í sjá
brúna túnin herðum frá.
21.
Hringar springa holdi frá.
Hlífar rífur eggin blá.
Flýði lýður á flæðar hest.
Fer þá hver sem orkar mest.
22.
Þiljur skiljast Þundar við.
Þjóðir bjóða lítinn frið.
Fóta njóta fræknir menn.
Ferð um herðar hremsan renn.
23.
Hárek frá ég að hvergi flýr.
Hilding gildur að rómu snýr.
Drótt fékk sóttan dára Þund.
Drengir gengu Gríms á fund.
24.
„Hér er nú þér sú Þundar glóð,
þunnri kunni að vega með þjóð
frægð er lægð ef fellum hann,
fær ei nærri slíkan mann.“
25.
Augum fleygir Grímur á gram:
„Greint er beint mun okkart sam.
Hljóð varð þjóð um Hjálmars dauð.
Hefnd er efnd af þeirri nauð.
26.
Andar grand fékk mágurinn minn,
merkur og sterkur sonurinn þinn.
Legg ég beggja lýða fall.
Læt ég mætast Grunda og jarl.
27.
Tiggi þigg nú tryggð og líf,
traustur og hraustur í fleina dríf,
breiðar skeiður og Bjarma láð.“
Blítt og frítt var stillis ráð.
28.
Bundu í lundum blíða trú.
Bragning fagnar lífi nú.
Dýrum stýrir darra Þund
drafnar hrafn að Bjarma grund.
29.
Seggir leggja sverða hreim
er sárir voru fluttir heim.
Draugur í haug til dysjar hvarf.
Drótt er grædd sú lækning þarf.
30.
Veldið heldur og virða nú.
Vísi prísar mektug frú.
Dýr og skýr var dögling hægur.
Dróttum þótti Grímur frægur.
31.
Lilja skilur mig leiki frá.
Ljósa drós ég minnumst á.
Ann ég hranna sólar Sjöfn,
sætan mæt að engi er jöfn.


Athugagreinar

Haukur Þorgeirsson sló inn eftir útgáfu Finns Jónssonar en stafsetning er færð til nútímahorfs. Ríman er aðeins varðveitt í einu handriti, AM 604 c 4to. Flestar leiðréttingar Finns eru teknar upp í textann. Þeirra helstu er getið hér fyrir neðan.
10.2 blóði] hdr.
16.2 reiðin] hdr. reiðir
17.2 gilda] hdr. gildu
18.3 hellir] hdr. hellur úr
24.2 þunnri] hdr. þungri
24.2 þjóð] hdr. glóð
25.2 greint er beint] hdr. beint er greint
25.4 þeirri] hdr. þeirra
31.3 hranna] hdr. svanna