Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Rímur af Partalopa og Marmoríu 7

* Rímur af Partalopa og Marmoríu – Sjöunda ríma

RÍMUR AF PARTALOPA OG MARMORÍU
Fyrsta ljóðlína:Þægðar hótin þrotnuðu
Bragarháttur:Ferskeytt – Frumhent
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1851
Flokkur:Rímur
1.
Þægðar hótin þrotnuðu,
þrumdi hljóðið eggja,
beggja spjótin brotnuðu,
bifaðist fljóðið tveggja.
2.
Gramur tefti geðstilling,
grimmu líkur flagði;
sverðið hnepti krumlu kring,
kongs að syni lagði.
3.
Snörpum skildi snaraði við,
snillinn hilmiskundur,
fóli tryltu gaf ei grið,
gekk þá vopnið sundur.
4.
„Sverð þú spennir sifjaður“,
sagði Partalopi:
„Um þig rennur ærlegur,
enginn blóðsins dropi.
5.
Tign að setja máttu mig,
mín er hildur palla;
herða betur þarftu þig,
þú ei vinnur alla“.
6.
Geiflaði skjöldinn Gramur þá,
girntist manninn vega,
hugar kvöldum brún í brá,
beljaði hræðilega.
7.
Æðið spriklar í honum,
opnaðist kjaftur fjanda,
froða hniklar frá honum,
frýsaði brjótur randa.*
8.
Gramur treysti hraustri hönd,
hás og móður sagði:
„Ég skal kreista úr þér önd
á auga sjáandi bragði“.
9.
Fór að seilast, krepti klær,
krafti Makons trúði,
sér ei feilar, færðist nær,
fylkis arfinn prúði.
10.
Fingurgóma varast var,
vitur - lopi Parta-,
slyngur óma skari skar,
skálkinn ben í hjarta.
11.
Losaðist við hófahund,
hreyfður dreyra föllum,
dasaðist og datt á grund,
dynkur kvað í fjöllum:
12.
Braust hann um á hnakka og hæl,
hjúpaður dauða móði,
í loft fumar, und á þræl
ælir svörtu blóði.
13.
Sagði: „Fró og fjör af mér,
fýsir þig að draga,
eg skal þó með orðum þér,
ógæfuna laga“.
14.
Leist ei bíða Lopa þá,
listir eyða trega,
hausinn sníður herðum frá,
heldur reiðulega.
15.
Geispaði haus og grasið beit,
grúfður heljar fangi,
missti raus og mektugheit,
Makons þrællinn strangi.
16.
Siklingsfúsum syni gaf,
sigurinn gleði ríka.
Barbarús var búinn af
bera þrælnum líka.
17.
All forsjálir félagar,
firna störfin jóku,
Gram á báli brendu þar,
brúna klárinn tóku.
18.
Sinnið reifa sigurkrans,
sínum högum undu,
keyrðu heim til kastalans,
kvinnuna góðu fundu.
19.
Hringanjótar heilsa þá,
henni viðmóts góðir,
svarar móti seima ná,
siðug tals um slóðir.
20.
Svelnis versa vefjan spur:
„Vorum huga þekkur,
hver er þessi hér staddur,
heiðarlegi rekkur“.
21.
Sveigir branda svarar hinn,
samt í orðum þýður:
„Það er vanda vinur minn,
veistu Gram hvað líður.
22.
Máli tærir tvinna ná
tuttugu fyrir árum,
vildi eg væri seldur sá,
svölum heljar bárum“.
23.
Gramson mælti: „Gefni líns,
glöð vil ég þú lifir,
hausamótum herra þíns
hef ég sungið yfir“.
24.
Þakkar ofur þýðlega,
þetta sólin kransa;
klappar lof í lófana,
lukku hjólin dansa.
25.
Tefur ekki vífaval,
var sem jómfrú orðin;
leiddi rekka sinn í sal,
setti upp stóla og borðin.
26.
Þar á bæði vist og vín,
virðar hönd með digri
drekka og snæða, dúkalín
dýrum hrósar sigri.
27.
Barbarús og bauga Gná,
blómguð yndi háu,
sjónarhúsum öttust á,
út í lofti bláu.
28.
Roðann kinna fjörgar fríð,
farfa daufum sleppti,
varmt að innan brjóstið, blíð
bar en málið hefti.
29.
Lopi skilja þóttist það,
þanka hress um ranninn.
Ljóss spyr hylja lindi að:
„Líst þér vel á manninn?“
30.
Eigi neita nennti því
niftin japa dýnu,
sagði: „Heitust ástin í,
eldar hjarta mínu.
31.
Fái ég ei þann svinna svein,
sinnið þrautir skera,
uns ég dey, það megna mein,
má ég ósætt bera“.
32.
Lopi hló og svarar seint,
selju byrðar Grana:
„Lýst mér þó sé líka reynt,
að leysa bandingjana“.
33.
Þau upp stóðu styggða frí,
strax með góða lundu,
veginn tróðu turninn í
tjörgu bjóða fundu.
34.
Svipaða nár og naumbjarga,
nærri klárum dauða,
banda sára, bölmóða,
bakta á fári nauða.
35.
Leystir voru og sæmdir seim,
sveigar fjaðra linna,
nærðir, græddir, héldu heim,
híbýla til sinna.
36.
Þeir fóstbræður búast nú
burt úr kastalanum;
kærleik glæðir kvinnan trú,
kvartaði ei of né van um.
37.
Fáfnis jörð af fingri slyng,
færa leið um gáði,
rétti Njörði hringa hring,
hann Barbarús þáði.
38.
Lagar funa tóin tér,
„Tryggð eg Lopa þekki
liðveisluna lénta mér,
launað get eg ekki.
39.
Burtstöng þigg og gylta gerð,
gjörðann hjálm í standi,
þar með skyggndann skjöld og sverð,
skaltu óvinnandi.“
40.
Hugarprúð og handa smá,
heiðurs kvendið blíða,
Fjölnisskrúða skrýddi þá
Skilfings arfann fríða.
41.
Kappar mætir eftir á,
öllu svona stöddu,
með þakklætis skilnaðs skrá,
skarlats rúðu kvöddu.
42.
Hrundar bjart um brá ljósið
brunuðu hreggin stóru,
brýndi hjarta brjóstið við
burt þá seggir fóru.
43.
Lopi sagði: „Ei læt mig á,
lýða fundi þekkja,
fyrra bragðið muna má,
mannilskunnar hrekkja.“
44.
Brúkaði séður barðahatt,
bláum klæddur sloppi,
um sig leðurbelti batt,
brúnum gulls með toppi.
45.
Nefndist Drösull nýtur jór,
næsta lokka síður,
eigi rösull, orkustór,
yfrið þokka fríður.
46.
Riðu vitrir Freyrar fleins
fjarri sorgar hóti;
tvo þeir litu stafi steins
stefna sér á móti.
47.
Fundi saman bráðla bar,
blíðu klæddir fjöðrum,
heiðri tamir höfðingjar,
heilsa hvorir öðrum.
48.
Lopi fremur fjölræðinn,
frétti menn að heiti;
annar sem var aðkominn,
atti mála skeyti:
49.
„Englands vegum afkominn,
endilangur merkur.
Hálfdan ég, en hlýri minn
Hjálmar nógu sterkur.
50.
Til burtreiðar býð ég þér,
Baldur hjörva digri;
þinn er heiður, það svo fer,
þú að hrósar sigri.“
51.
Innti Lopi atlögum,
æpti: „Það er gaman!“
fet ei hopar frá honum,
fóru þarna saman.
52.
Léku hart og lengi þá,
lista jafnir vóru,
grjótið parta grundum á,
gjarða ljónin stóru.
53.
Skeiðin bráðu hertu hast,
hvor var frækinn drengur,
í söðli báðir sátu fast,
svignuðu gyltar stengur.
54.
Við dal neyðar skipti skén,
skatna þar um stundir,
taums galeiður gall á hnén
gildur Hálfdan undir.
55.
Þau við hótin Hálfdan þá,
hæfðu ljótar glettur,
kviðarmótin ofan á
yggjar snótar dettur.
56.
Urnis söngva Ullinn þraut,
æstur reiðar fundur,
og burtstöng sér undir braut
alveg þá í sundur.
57.
Bilaði hjarta byltan hörð;
bragnings rauðu glófa,
stangar partur stakst í jörð,
strauk hann auða lófa.
58.
Hraustir skatar horfa á,
hugði greiða bætur;
Lopi hvatast hesti frá
Hálfdan reisti á fætur.
59.
Máli haga Hálfdan fer,
heiðri með og snilli:
„Frægðar sagan sönn af þér,
seggja flýgur milli.
60.
Enginn hristi af hesti mig
halur stáls í verki,
þar til fyrstann fann ég þig
frægðar kappinn sterki.“
61.
Lopi segir: „Sjáðu hér,
sverða góði Þórinn,
það var ei að þakka mér
þinn ei dugði jórinn.“
62.
„Hvert er maður heitið þitt“?
Hálfdan spyrja náði.
Lopi hraður sagði sitt,
svo hinn aftur tjáði:
63.
„Mig hefur lengi langað sjá,
list og prýði þína;
hef ég fengið heppni þá,
henni skal ei týna.
64.
Skyldi ég dyggur þjóna þér,
því ef mætti ráða;
enga hygg ég eignast hér,
eyju Kraka sáða.
65.
Læt ég spjallið leynt og bert,
lundur orma stíu;
best tilfallinn að þú ert,
eignast Marmoríu.“
66.
Lopi svarar: „Það er þinn
þanki, mig að tryggja;
vertu bara velkominn,
vinskap minn að þiggja.“
67.
Gargans ljóra Gautarnir,
gremju kasta hryggðar.
Eiðinn sóru, öðrum hver
ævilangan tryggðar.
68.
Barbarús og Hjálmar hinn
höfðu leik með snilli.
Kveiktu fúsir kærleikinn,
kátir sín á milli.
69.
Allir sáttir þegnar þá,
þar ei lengur biðu;
mest er knáttu essum á,
út á skóginn riðu.
70.
Þar voru bragnar þá sem mý
þétt um breiða völlu,
leikinn fagnaðs lagðir í,
listugir að öllu.
71.
Eftir liðna næstu nótt,
nýtir misstu sorgar,
stálaviðir skunda skjótt,
skeiðin heim til borgar.
72.
Rekkar slást og ryðjast um,
rumdi mæðinn hósti,
hvein í ástar hamförum,
hvers í þeirra brjósti.
73.
Þreytu strenginn þeim til bjó,
þessi reiðarfundur,
mölvaði enginn maður þó,
minnsta spjótið sundur.
74.
Lopi gerir semja svar,
sína hlýra viður:
„Einn ég fer til útreiðar,
enn þið setjist niður.“
75.
Gjörðu þeir sem gramur bað,
gildur -lopi Parta-,
hestinn keyrir strax af stað,
og stækkaði hattinn svarta.
76.
Fram og aftur eins og ljón,
æðir móts á jöðrum;
hreysti skaptur feldi á frón,
fyrða hvern af öðrum.
77.
Dökkvi klárinn dugði vel,
dansaði þrymu flös* um;
tjörgu Hár með tuggði mél,
tundraði frýs úr nösum.
78.
Hræddir skjálfa hertogar,
heldur brá við núna;
hugðu sjálfan satan þar,
sitja á klárnum brúna.
79.
Markaðir slysi meingerðar,
manndóms hugann lægðu;
líkast fisi fuku þar,
flúnir sögðu: „Vægðu!“
80.
Fleiðraðist holdið Fjörgynjar,
flóttann Lopi rekur;
skarpt og voldugt Skafiðar [?]
skeið til baka tekur.
81.
Hlýra finnur sína sá,
sem þar kátir biðu;
gjarða stinnu ylgjum* á,
allir þaðan riðu.
82.
Út á skóginn Órækja
ýta þangað sótti,
manndóms plóginn margfalda,
mikið vænt um þótti.
83.
Veisla fríð var görpum gerð
grund hjá dýnu linna.
Sagði hún: „Bíðið; sjálf ég verð,
systur mína að finna.“
84.
Ótta fundu geðs um gólf,
gremju blandinn sprikla
við þau undur, tyggjar tólf,
tröll er gjörðu mikla.
85.
Múrnum stóðu uppi á,
allir brjótar randa,
kölluðu óðir, hljóð með há:
„Hér er allt í vanda.
86.
Hér eru táplaus þjóða þý,
þeirra flúð er dáðin;
hattbarðs slápur þessi því,
þiggur yfir ráðin.
87.
Burt er snúin unun öll,
óláns blökin saka;
hrings ef brúin tekur tröll,
til höfðingja og maka.
88.
Við skulum æfa vopnadans,
vaskir strax að morgni,
niður kæfa hroka hans,
honum járnin orni.
89.
Beinasta og bráðasta,
best er um að skipta,
fullvaxna og fríðasta,
frúnni skulum gifta.“
90.
Marmoría heyrði hvað
höldar málum skipta,
ansar því: „Ég aldrei bað,
ykkur mig að gifta.
91.
Mér er stranga lífið leitt,
leggst ég glöð á svæði,
það skal ganga yfir eitt,
okkur tröllið bæði.“
92.
Eðla sprundið harma hríð
hafði geðs í fjöllum,
bjó sig undir bana tíð,
með bæn og táraföllum.
93.
Rekkum svíður ráðþrota,
rénuðu kjarabætur,
dorma um síðir draumstola,
dátt í húmi nætur.
94.
Bjarta daginn vakna við,
vildu heitin efna,
og í hæginn utan bið,
á mannfund þeir stefna.
95.
Ama lægðir aðkomnir
eins og ráðið biður,
þvegnir, fægðir, þurrkaðir,
þáðu sitjast [?] niður.
96.
Skipuð höll af skötnum var,
skrauti allir gljáðu,
engir tröllið tóku þar,
til þess ekki náðu.
97.
Hún Órækja um þá stund,
æru sinnar vegna;
hryggrar sækir systur fund,
svo ei neinir fregna.
98.
Ráð á lagði varla valt,
vert sé ei að hopa;
henni sagði eitt og alt,
um hann Partalopa.
99.
Úr auðs hlíðar anda réð,
auma reiða kvíðann,
kvöddust blíðu bestu með,
bauga heiðar síðan.
100.
Marmoríu heim í höll -
hraðast, gjörir far um -
ganga því að atriðs öll -
efnin, ræðir þar um.
101.
Þegar fyrir frúin stóð,
fjáðum, svo til vildi,
hallar dyrum inn af óð,
óvin biðla gildi.
102.
Sinni þrekinn úlfu [?] á,
og með hattinn síða,
spjót gullrekið greipti kná,
gramssons mundin fríða.
103.
Fremsta sætið settist í,
sveitin þar á horfði,
eyddist kæti, engin því,
á hann ráðast þorði.
104.
Síð af reimar sæstjarna,
sjáendurnar fyrnar;
í því streimir Órækja,
inn um hallardyrnar.
105.
Hún bar klæði svört á sér
samt með happi slyngu,
sinnið glæða svanninn fer
systur ráðleggingu.
106.
Þangað kvam sem Þundur brands,
þjóð und klæðum blekkti,
greip upp framan hattinn hans,
hún og manninn þekti.
107.
Knén á sest á sögðum hal,
svo með hýru bragði;
allra besta vífaval,
við hann þetta sagði:
108.
„Þú hlaust vinna mest til mín,
margar þrautir bera,
þú ert minn og má ég þín
meðan lifi vera“.
109.
„Hver einn sver við sína lund,
sárt og haldinn vanda,
illa fer ef auðargrund,
eignast þennan fjanda.“
110.
Búin prýði baugalín,
brynjuð tryggða standi;
heilsar fríðri systur sín
og segg, með handabandi.
111.
Leiddi bæði burt úr sal,
bríkin drakons hæða,
svipti mæðu hrund og hal,
þau höfðu skipti klæða.
112.
Aldin, rósin, roðann fá,
rituð jötna sálmi,
björtu ljósin blíðu á
brunnu kristalshjálmi.
113.
Anda glöð og þróttug þá,
þýðlynd hún Órækja,
kallar Hlöðver konginn á,
kempu gerir sækja:
114.
„Þar er sonur þinn“, hún tér,
„þér af sjálfum getinn;
og hans konuefnið er,
engu síður metin.
115.
Þróar máttinn þér ósmátt,
þetta happ að rækja.“
Æfiþáttinn þeirra hátt,
þuldi kong Órækja.
116.
Undrast hárinn hrænaðar,
hals af þrautum mörgum;
fossuðu tárin fagnaðar,
fram af hvarmabjörgum.
117.
Faðmaði bæði, mæðu mis,
menja kvistur aldinn;
þar með ræða þakklætis,
þar af klerki haldin.
118.
Eftir fundinn sómasið,
sannarlega að vonum,
bjuggust undir brúðkaupið,
buðu höfðingjonum.
119.
Uppyngd gögnum elskunnar,
æru krýnd með heiður,
traust af brögnum trúnaðar,
tekinn hlýðnis eiður.
120.
Ég hefi kringin engin orð,
um það skraut og gaman.
Börinn hringa og baugastorð
biskup vígði saman.
121.
Buðlungssonur Bretalands,
batt að sér Órækju.
Hjálmar konu kastalans,
keypti böls úr flækju.
122.
Þar til drósin deyjanda
dægri hrósa kunni,
Þundi ljósa Þegjanda,
þels í rósum unni.
123.
Kærleiks mettuð eplum á,
yndið hvergi földu,
brúðar settust bekkinn á,
blessuð hjónin töldu.
124.
Setta krenkti sorg ei þjóð
sætti vínið grönum;
Hálfdan skenkti skálaflóð,
skemtun var að hönum.
125.
Örvaðist blíða þjóða þar,
þarf ei leiða grun um,
vænsta prýðin veraldar,
var á boðstólunum.
126.
Þegar enduð veislan var,
vísir prís með stórum,
landabendu blysi þar,
býtti randa Þórum.
127.
Hlöðver frægðir fékk og seim,
firrtur ama standi;
vel ánægður hann svo heim,
hélt að Frakkalandi.
128.
Hún Órækja hugar trú,
og hennar mann sér undu,
elskaði mækja Ullinn sú,
allt að dauða stundu.
129.
Hálfdan spennti hrausta mund,
happi tók við nýju,
lofsæll þenkti lífs um stund,
Lopa og Marmoríu.
130.
Öðlings brást ei auðnu fans,
eik með glansa viðar,
heilög ástin hjónabands,
hækkaði kransinn friðar.
131.
Ei nam þrotna yndis von,
auðlegð, heiður, snilli,
gylfi og drotning gátu son,
göfðan sín á milli.
132.
Hlöðver skírður heiti bar,
hér um greinir saga;
Ræsir stýrði ríki þar,
rór til ellidaga.
––
133.
Hringabjöð [?] og þegnar þá,
þessu ljái eyra;
las ég blöðum ekki á,
um hann Lopa meira.
134.
Illa hef í allan stað,
efnið skilið viður;
fyrirgefur þjóðin það,
þar að viljinn styður.
135.
Vanmælin og viskuhrap,
var hnoð kenninganna;
hortittanna gjár og gap,
glöggt er hér að sanna.
136.
Ljóðanæmi brestur best,
blygðast ég sem rétt er,
„eins eru dæmin allra verst“,
ansaði forðum Grettir.
137.
Margt of stígið mæðufet
mér hefur aflað sælu;
aldurhnigin glaðst ég get
Guðs við hjálp indælu.
138.
Fyrir nauðum fáið hlífð,
friðar skjólið viður;
í lífi, dauða, dómi, eilífð,
Drottinn styrki yður.
139.
Enda grunduð Óðinsgjöld,
alin máls af stíu,
átján hundruð ár við töld
eitt og rétt fimtíu.
140.
Óns - leirblendið - staup er stytt;
storðu bráins leira,
nafn alkennda, mengið mitt,
má hér bundið heyra.
141.
Magnús góði búldu* bar,
bragning* frægðar metti;
sonur rjóði Svásuðar
sárið handar slétti.
142.
Risi tvisvar reið um ós,
Rínar fram á klæði;
tvöföld neyðin leiddi í ljós,
liljum búið svæði.
143.
Þessum getin af ég er
Ulli Kraka sáða,
þér vel metinn bróðir ber,
best um nafnið ráða.
144.
Kæti valinn sinnu sal
svifti kala muggu;
Þorleifi alinn Þorsteinn skal,
þiggja Kjalarsduggu.
145.
Lundar mættis blíðu beið,
blunda sætti kjörum.
Fundings* hættir skríða skeið,
skundar þvætt að vörum.[7]


Athugagreinar

7.1 rönd: skjöldur; randabrjótur: hermaður.
77.2 þrymu flös: vígvöllur [?]
81.3 Ylgur: úlfynja; gjarða ylgur: hestur.
141.1 búlda: öxi.
141.2 bragningur: konungur, höfðingi.
145.3 Fundingur: skáldskapur. [?]
Lbs. 4370 8vo, bls. 3–120.