Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Aldarkvöð

Fyrsta ljóðlína:Nú fagnar nýrri öld
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Nú fagnar nýrri öld
Norðurheims-eyja köld,
>bjartleit á brún,
þakkandi þá, sem leið
— því um sitt liðna skeið
ýmskonar eldri neyð
>aflétti hún.
2.
Margoft var mæðutíð,
mannraunir þjáðu lýð
>á margri öld
þau yfir þúsund ár
þrávalt við stríð og fár,
harðæri, sult og sár,
>sjást enn þess völd —.
3.
Farsæl var farin öld,
fegurst þó hennar kvöld
>sé gagnsins gætt.
Samvinnu-sporin sjást,
seint munu þau af mást,
mannvit og mennt og ást.
>margt hafa bætt.
4.
Hagsældar verði vor,
velgengnis fyrsta spor
>umliðin öld.
Framfara-sumar sú,
sem er að byrja nú,
vaxi með viti og trú
>vísindafjöld.
5.
Höfum í huga fest
hvað eitt er gagnar best,
>drengskap og dug.
Miðum að marki fast
meira að fullkomnast
sigrandi leti og last
>léttfærum hug.
6.
Vaxa mun vit og dáð,
velgengni, þekking, ráð,
dugur og dyggð.
Byrjaðri öldu á
alvaldur styrki þá
hvern þann sem hjálp vill ljá
>Hjarnlandsins byggð..
7.
Vonum. sú verði raun:
Viðleitnin fær sín laun
>ef dugir drótt.
Vonum að verði enn
vitrari og fremri menn,
í fortíð fái senn
>fjörvísi sótt —.
8.
Bræðralags hnýtum höld,
heilsum svo nýrri öld
>líðandi um lönd;
franleiði fyrr og síð
farsæld með nýrri tíð
almáttug, ástarþýð
>alveldishönd —.