Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sjö línur (tvíliður) aabcccb

Lýsing: Hátturinn er eingöngu greindur eftir kvæði Bjarna Thorarensen en stuðlasetning Bjarna veldur nokkrum vandkvæðum við greiningu. Helsta spurningin er um það hvort lita beri svo á að línu hefjist á þrílið eða hneppingu og tvílið. Hendingarnar „þig þekka að sjá“ og „heiðhimin við“ kalla á hneppingu. Eins myndi hendingin „og guma girnist mær“ krefjast þess að þríliðurinn væri reikull (með möguleika á áhersu í miðatkvæði) en því er annars ekki beitt í kvæðinu. Þessi dæmi, og ekki síðst eðlileg lestrarhrynjandi kvæðsins, ráða því að sú greining er hér notuð.
Aftur á móti mælir hendingin „hafnar úr gufu hér“ gegn hneppingu því að þá er orðið of langt á milli stuðla. Loks uppfyllir línan „þokuloft léð“ hvoruga greininguna en þar færist stuðulinn aftar í síðara atkvæði bragliðar þar sem hann er (miðað við greininguna sem ofan á varð): „-u loft“ og orðstofninn loft mun áhersluþyngri en endingin -u sem þó ætti að standa í risi.

Dæmi

Eldgamla Ísafold,
ástkæra fósturmold,
Fjallkonan fríð!
mögum þín muntu kær
meðan lönd gyrðir sær
og guma girnist mær,
gljár sól á hlíð.
Bjarni Thorarensen: Íslands minni, 1. erindi

Ljóð undir hættinum