Áttunda ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ésúsarrímur 8

Áttunda ríma

ÉSÚSARRÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Líður að vetri, verið getur
bls.72–74
Bragarháttur:Langhent – hringhent – oddhent
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Rímur
1.
Líður að vetri, verið getur
von á hretum, seimaskorð.
Þá er betra að bæla fletið,
og búa’ í letur drottins orð.
2.
Menn eru skæðir mennt sem hræðast,
messu klæðast dúkunum,
bera’ á glæður gamlar skræður,
gefa fræðin púkunum.
3.
Kirkjunnar sveit er klerkar heita
kæfir og eitrar sálarfrið.
Andleg geit og Guðspjallakeyta
gjörvallt þreytir mannfólkið.
4.
Presta er veldi komið að kveldi
þótt Kölska teldu veitandi.
Helvítis seldir eilífum *eldi.
– Þeir eru heldur þreytandi.
5.
Drottins friður fylgi yður,
fullnuð er kviðan þetta sinn.
Sú var sniðug, létt og liðug,
svo legg ég svo niðuur mansönginn.

> * * *
6.
Hissa stóðu heimskar þjóðir,
hafa ljóðin greint svo frá.
Kenndi af móði mennt fullgóða
menn og fljóðin hlýddu á.
7.
Sjóli vendi’ um sveit og lendur,
sýndist benda honum von.
Guðs af hendi sagðist sendur.
– Svona kenndi’ hann lon og don.
8.
Frelsarinn hvatti fyrða bratta
fræðslusnatti leikinn í.
Úr honum datt þá allur skrattinn;
eitthvað satt kann vera í því.
9.
Guðspjöll frá því greindu áður,
grípa náðu frelsarann.
Hann varð að bráð þeim bölvuðum snáðum;
burt þeir hrjáðan leiddu hann.
10.
Hryggir í lundu, lostnir undrun
líta mundu postular,
Í grasgarð skunda glæpahunda,
Guðsson bundu illvirkjar.
11.
Á postula skjótt þá skelfing sótti;
skýldi nótt og myrkrið þeim.
Trylltir af ótta tóku flóttann;
tryggast þótti að leita heim.
12.
Teymdan létu’ hann lubbatetrin,
– Lausnarann meta ekki baun.
Eftir fetar „aumingja Pétur“
allt hvað getur, samt á laun.
– – –


Athugagreinar

4.3 eldum] > eldi (rímsins vegna) Iðunn.
5.3 var] er Iðunn.
5.4 svo legg ég] legg ég svo Iðunn.
10.3 glæpahunda] glæpahundar Iðunn.