Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Nokkrar vísur til gamans um Kristínu Sigurást, lítið barn

Fyrsta ljóðlína:Margt þá brást í heimi hitt
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Margt þá brást í heimi hitt
hér um sást ég skrifa
hjá þér ástaryndið mitt
er því skárst að lifa.
2.
Gleði myndar sérhvert sinn
seima lindin blíða
hjartans yndis ununin
á burt hrindir kvíða.
3.
Eyðist mæða um lífs veg
auðnu græðir sanna
öll eru gæði yndisleg
af þér klæða nanna.
4.
Gleður tíðum muna minn
menja hlíðin rjóða
horfir blíð á babba sinn
barnið íðilgóða.
5.
Hvar um svæði kvendið fer
hverfi mæðan stríða
öðling hæða unni þér
eikin klæða blíða.
6.
Kristín Sigur- yndis -ást
enn vill góða vísu
margvísliga mér þá brást
mentin ljóða dísu.
7.
Ekki kvíða brjóstið ber
bót er fundin meina
eg hef tíðum yndi af þér
ekran mundar steina[.]
8.
Kristín blíð með kæti sást
kann þó ei að labba
situr fríða Sigurást
siðug mey hjá babba.
9.
Mörgum dyggða merkjum skreytt
mundar ljósum fegra
varla hef ég vitað neitt
vorblóm yndislegra.
10.
Að þér þræði auðna flest
yndis græðir kjörin
föður hæða falin bezt
fjarðar glæða vörin.
11.
Á þér hríni óskin mín
angurs dvíni veður
þú bezt rínar loga lín
lundu mína gleður.