Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Lauf í vindi

Fyrsta ljóðlína:Lauf í vindi lífs er bið
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Lauf í vindi lífs er bið
og lítið yndismæti.
Hvað er að binda hugann við
heimsins skyndilæti?
2.
Ferðamann í brjósti ber
böl, þó kanni veginn,
uns að hann í hafnir fer
heim að ranni eigin.
3.
Lengur hræðist hann ei þá
heiftaræði rasta.
Þar má næði friðar fá
og ferðamæði kasta.