Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Þegar dagur lengist

Fyrsta ljóðlína:Þegar dagur lengist léttist skap til muna
Viðm.ártal:≈ 2025
1.
Þegar dagur lengist, léttist skap til muna,
og lifnar yfir sálu því vorið kemur brátt,
þá bráðnar snjór úr fjöllum og falleg lækjarbuna,
fossar niður hlíðar og lífgar undramátt.
2.
Sólin fer að skína og sköpun Drottins vaknar,
og skæni fer af vötnum og grænkan litar börð.
Fuglar vorsins kvaka og fræ úr dróma raknar,
fara að vaxa sprotar um iðjagræna jörð.