Angurvaka | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Angurvaka

Fyrsta ljóðlína:Ó guð allsvaldandi
bls.112r–115v
Bragarháttur:Tíu línur (tvíliður) AAAAAbbACC
Viðm.ártal:≈ 1775–1800
Tímasetning:1783
Fyrirvari:Þarf að bera betur saman við handrit.

Skýringar

Í formála fyrir kvæðinu skrifar Jón:
„Kvæði, sem kallast Angurvaka um jarðeldinn, sem upp kom i Skaptafellssýslu 1783. 8. Junii, hans helztu verkanir, þar hann yfir fell og í kringum hann, sérdeilis í Kirkjubæjarklausturs sókn, til útgaungu ársins 1784, með öðrum fleirum umbreyt­ingum, sem framkomu það ár. Kvæðið er sorglegt, en endast með fyrirbæn og þakkargrð. Ort af þar verandi kennimanni sira Jóni Steingrimssyni.“
 Til eru nokkrar fleiri afskriftir þessa kvæðis.

Herra Jesús hjálpi mér

í heiminum vel að stríða,
sendi oss drottinn sigurinn fríða.

1.
Ó, Guð allsvaldandi,
öllum heim stjórnandi
í æðsta einvalds standi,
alls kyns gott veitandi,
öllu eyðir grandi,
allt með sínum krafti hann ber.
Herra Jesús hjálpi mér,
ljái mér lið þinn andi
lítið kvæði að smíða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
2.
Eg vil þar frá inna
og sem flesta áminna,
kunnugt gra og kynna
um kraftinn handa þinna,
sá má heita afsinna,
er sér ei tyftan þá við ber.
Herra Jesús hjálpi mér.
Mitt þar má í finna
mildi drottins þýða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
3.
Hér var byggð ein besta,
blómgvan veitti flesta,
í allsnægt ágirnd mesta,
hjá auðugum tíund versta,
kirkju og kenning presta
kauðar smáðu þráláter.
Herra Jesús hjálpi mér,
Einn réð ekki bresta
ofan hinn að ríða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
4.
Og svo annað fleira,
sem of ljótt er að heyra,
hræsni og *heil hóp meira
úr hófi gerði að keyra,
sú blinda og banvæn leira
bjó því mörgum dauðans hver.
Herra Jesús hjálpi mér.
Allt heyrir Guðs eyra
um alla veröld víða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
5.
Guð hér marga góða,
gætna og þolinmóða
átti, er andans gróða
æðstan möttu sjóða,
veröld æra og óða
ei fékk þá í lið með sér.
Herra Jesús hjálpi mér.
Slíka setti oft hljóða
að sjá þar á og hlýða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
6.
Þreytti hans þolinmæði
þrálegt synda æði,
eins og annað flæði
yfir oss féll hans bræði,
var síst von að stæði
volsið, dramb og samdrætter,
Herra Jesús hjálpi mér,
eiðar og ýms svikræði,
er svo frömdust víða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
7.
Hér fyrir herrann reiddist,
honum — má segja — leiddist,
að of sein iðran greiddist,
eftir hverri hann beiddist,
af því land vort eyddist,
eftir stendur foldin ber.
Herra Jesús hjálpi mér.
Um eigur allra sneyddist,
öll hvarf heimsins blíða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
8.
Af eiðum að oss sendi
eld, sem hingað vendi,
fjórtán bæi upp brenndi
og blómleg undirlendi,
ákaft áfram renndi,
eftir skildi hraun og sker.
Herra Jesús hjálpi mér.
Býsn sú biðja kenndi
og betur Guði hlýða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
9.
Rauð varð sólin sæla,
sands féll yfir pæla,
brennisteins vatn og bræla,
bliknaði fold og dæla,
skepnur veina og væla,
villtar dóu þar og hér.
Herra Jesús hjálpi mér.
Soddan sorgargæla
sáran jók oss kvíða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
10.
Bifuðust björg og grundir,
brenndust skógalundir,
glossuðu glumra fundir,
gjörvalt skalf þá undir,
þrumaði í þessar mundir,
það voru stórar ógnaner.
Herra Jesús hjálpi mér.
Ó, hvað um þær stundir
aumleg varð hún Síða!
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
11.
Um sumarið sjaldan sáum
sól fyrir mökkum háum,
með ódaun ofurþráum,
askan sat á stráum,
frá sagt varla fáum,
hvað fjölguðu ýmsar mannrauner.
Herra Jesús hjálpi mér.
Eldurinn aurnum gráum
yfir oss gerði hýða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
12.
Má almættið merkja,
hvað mikið það kann verkja,
að ólga eldsins kverka
ekkert kunni oss lerka,
en til aungra verka
af loftslögum kenndum vér,
Herra Jesús hjálpi mér,
og sú ógnin sterka
eitt hár náði ei svíða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
13.
Helstríð hörmunganna
hlutum þvílíkt kanna,
segja kann eg hið sanna
um sóknar minnar granna,
af hálf-fimm hundrað manna
hundrað tæpt hér eftir er,
Herra Jesús hjálpi mér,
Sumir í sælu ranna,
sumir komnir víða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
14.
Ó, Guðs hús í eyði,
autt er land og heiði,
verkaði synda seyði
soddan drottins reiði,
sjötíu og sex í leiði
settir þetta ár framliðner.
Herra Jesús hjálpi mér,
í hungri *heil hóp deyði,
þá helið að gekk tíða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
15.
Sæla má þá segja,
sem nú burtu deyja,
er ýms réð angist beygja
og eftir frelsi þreyja,
fúsum réð þeim fleygja
að fara í dýrðar tjaldbúðer,
Herra Jesús hjálpi mér,
þar syngja eilíft eia
og sinn skrúða prýða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
16.
Ó, þann eldsins bruna
ætíð skyldum muna,
þá ógn réð yfir duna
með elds og hára funa,
sú harða hrauna runa
hér til sýnis eftir er.
Herra Jesús hjálpi mér.
Við eigum þar við una
alls kyns böl að líða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
17.
Sá hæsti hjálp oss sendi
og hlífð með straffsins vendi.
Í brjóst um börn sín kenndi
svo blessan til vor renndi
frá framanda herra hendi,
hér með keyptust gripirner.
Herra Jesús hjálpi mér,
Þar er enginn endi
á ástarþeli hans blíða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
18.
Ýmsir aðstoð veittu
og ærlega við oss breyttu.
Aðrir okri beittu,
um aumleik vorn ei skeyttu,
sumir rændu og reyttu,
reyndust menn svo misjafner.
Herra Jesús hjálpi mér.
Heimskir að oss hreyttu,
hæðnir grðu níða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
19.
Svo vér skyldum sanna
að slík er aðferð manna,
þá herrann himna ranna,
heim vill láta oss kanna,
völt er hjálp vinanna,
voldugir reynast afundner.
Herra Jesús hjálpi mér.
Best er í ógn eymdanna
að Guðs fótum skríða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
20.
Yfir því enn má gráta,
hvað illt vill seint af láta
og aktar í öngvan máta
það á hefir gjört að bjáta.
Margur má síns pláta,
mikil eru enn þjófager.
Herra Jesús hjálpi mér,
Vondir víst ei státa,
Vítis milli skíða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
21.
Þó megum vér ei þreytast,
þar við heldur leitast
herra biðja heitast,
Í hjarta og anda sveitast,
eflaust um mun breytast
illgerð sú, sem fram úr sker,
Herrann Jesús hjálpi mér,
og vægð á straffi veitast,
sem vill að garði ríða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
22.
Víst eru allir eigi
á þeim Satans vegi,
þá særir sárt, þó þegi,
sorg og hjartans tregi,
þeir hugsa á hvörjum degi
að haga ætíð betur sér.
Herra Jesús hjálpi mér.
Soddan sæla eg segi,
sem nú þanninn stríða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
23.
Vörunst vondra dæmi,
sem vitum það alræmi,
hversu heimurinn slæmi
hefur sitt véla næmi.
Hann hatar, hneykslar, flæmir,
hnuplar, rænir, ofsæker.
Herra Jesús hjálpi mér.
Óskum, að því kæmi,
það illa mætti af sníða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
24.
Biðjum Guð oss geyma
við grandi, er nú um sveimar
og því að vill streyma,
æru og mannorð kleima.
Hjá oss á það heima:
heppinn er sá drottinn ver.
Herra Jesús hjálpi mér.
Gefi hann oss ei gleyma,
að gott er hans að bíða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
25.
Framar en frá eg ræði
fargast lands vors gæði,
æ vort lífs ástæði
er sem fugls á flæði,
leikur líf á þræði,
lukkan fallvölt eins og gler.
Herra Jesús hjálpi mér.
Hvergi heppnast næði,
hvörgi staðföst blíða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
26.
Oss Guð að sér taki,
illra forði blaki,
að ekkert upp á saki,
yfir oss jafnan vaki
bæði að brjósti og baki
bevari oss hans engla her.
Herra Jesús hjálpi mér.
Hygg að harma kvaki,
hjartanu vill svíða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
27.
Herra, í heiðri sönnum
hjálpaðu Síðumönnum
og sömu sveitar grönnum,
er sútar vefjast hrönnum,
i allskyns nauð og önnum
oss nú veittu rósemder.
Herra Jesús hjálpi mér,
að vér aftur könnum
upprof mæðuhríða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
28.
Veitlu oss föt og fæði,
fargist allt kvalræði,
hverfi hugarins mæði,
heppnist landsins gæði,
að um allt heims svæði
aukist þínar dásemder.
Herra Jesús hjálpi mér.
Öll vor eymsli græði
alsærð Jesu síða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
29.
Hjálpi oss Guð og hlífi,
háskasemd burt drífi,
við alls kyns illsku kífi,
yfir oss náð þín blífi,
svo á sál og lífi
sífelt verðum blessaðer.
Herra Jesús hjálpi mér.
Frá elsku þinni oss rífi
engin holds ástríða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
30.
Hvörn einn hér á landi
af hærra og lægra standi,
sem á er einhvör vandi
og angur reyrast bandi,
að öllu eyddu grandi
innleið þá í dýrð hjá þér,
Herra Jesús hjálpi mér,
svo lofi þig þar ljómandi
með lofgjörð helgra lýða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
31.
Hér greind hróðrar staka
heiti Angarvaka;
þó beri hún bragsmíð laka
börn það vel upp taka.
Svo nam kveða og kvaka
klerkur sá á Bakka er.
Herra Jesús hjálpi mér.
Minn eg ektamaka
missti lyndisþýða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
32.
Hún eitt mannval mesta
manndyggð hafði flesta,
hér með lund vel hressta,
þá heimurinn lét hið versta,
bæn réð aldrei bresta
þá beiskar reyndi mannrauner,
Herrann Jesús hjálpi mér,
svo varð síðast besta
þá sælu gekk til tíða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
33.
Einmana eg því þreyi
eptir feginsdegi.
Guð, þó böl mig beygi,
bila lát mig eigi.
Hulin hryggð og tregi
hindra tíðum svefnværðer.
Herra Jesús hjálpi mér.
Hann minn huga hneigi
að hlýða, bíða og líða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
34.
Lofi Guð loft og grundir,
lofi hann allar stundir,
lofi hans lífs vors undir,
lofi hann menn og sprundir,
lofi hann lögur, lundir,
lofi hann allt hvað með oss er.
Herra Jesús hjálpi mér.
Fagrir verða fundir
þá finnunst allir síðan.
Sendi oss drotlinn sigurinn fríða.


Athugagreinar

14.8 heil hóp] > heill hóp (leiðrétt frá handriti)