Róður í álagshætti | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Róður í álagshætti

Fyrsta ljóðlína: Hroll ber enn úr allri
bls.4. árg. bls. 4
Bragarháttur:Álagsháttur (hnúfuháttur). Tvíliðahrynjandi.
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2006
Flokkur:Sónarljóð

Skýringar

Sónarljóðið 2006. Greinargerð höfundar:
Vísur þessar eru saman settar undir dróttkvæðu háttarafbrigði sem kemur fyrir í Háttalykli Rögnvalds jarls kala og Halls Þórarinssonar (12. öld) en einnig í Háttalykli Lofts Guttormssonar þremur öldum síðar og nefnist þar álagsháttur. Samkvæmt honum væru raunar þessi tvö erindi eitt heilt erindi. Til forna nefndist hátturinn núfu- eða hnúfuháttur („eptir Ölvi hnúfu, skáldi Haralds hárfagra?“ spyr Finnur Jónsson), en í handritum að Háttalykli Lofts er hann auk álagsháttar kallaður dróttkveðið með hnykk eða dróttkveðið tvístimlað. Að sögn stígi um palla er fornt orðtak og táknar að ort sé ofljóst: að orð merki í rauninni annað en það sem látið er í veðri vaka.
Hroll ber enn úr allri
ætt. Fer Skuld að hætti.
Hröðum fús til flæðar
ferð, en þreyja verðum
ok á herðum,
ok á fornum herðum.

Ýtum Fjalars fleytu
fram. Róum hríð skamma.
Orð munu brátt af orði
allmyrk í hryn falla;
stíg þú um palla,
stíg þú, sögn, um palla!