Jónas Hallgrímsson III, annar hluti | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jónas Hallgrímsson 3b

Jónas Hallgrímsson III, annar hluti

JÓNAS HALLGRÍMSSON
Fyrsta ljóðlína:Æ, sendu oss þá lið í sókn og dáð
Heimild:Huginn.
bls.46
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1907, 12. tbl.

Skýringar

Birtist í tímaritinu Huginn 1. árg., 12.tbl. 1907, bls. 46. Hluti af kvæðaflokki sem Jón flutti fram á hátíð Stúdentafélagsins og Íslendingafélags í Reykjavík 16. nóvember 1907, þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar.
Þriðji hluti skiptist í þrjá bragarhætti, þessi er sá í miðið af þeim.
Yfirskrift: Allir
Æ, sendu’ oss þá lið í sókn og dáð 
og syngdu burt ógn[ir] og vanda 
og uppvakninga’ annarra landa, 
þú skáldið af okkar og Íslands náð, 
vér allir þér göngum til handa.