Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Jónas Hallgrímsson 3c

Jónas Hallgrímsson III, þriðji hluti

JÓNAS HALLGRÍMSSON
Fyrsta ljóðlína:Í brekku einni var birkihrís
Heimild:Huginn
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1907, 12. tbl.

Skýringar

Birtist í tímaritinu Huginn 1. árg., 12.tbl. 1907, bls. 46. Hluti af kvæðaflokki sem Jón flutti fram á hátíð Stúdentafélagsins og Íslendingafélags í Reykjavík 16. nóvember 1907, þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar.
Þriðji hluti skiptist í þrjá bragarhætti, þetta er sá síðasti af þeim.
Yfirskrift: Rödd.
Í brekku einni var birkihrís, 
það bjóst til að verða’ að skóg. 
í horninu kuldinn hló. 
En sólin hátt upp á himin rís 
og hlýju liminu bjó. 

Það óx við sumar og sólarbað, 
en samt var ei þetta nóg. 
í horninu kuldinn hló. 
Því runnarnir hinir ei höfðust að 
og hrísið varð aldrei að skóg. 

Náttúran lagði mér ljóð í munn 
og landið mér ylinn bjó. 
í horninu kuldinn hló. 
Verðið þið allir að vænum runn!
Það veit eg að brekkunni’ er nóg