Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Harmsbót

Fyrsta ljóðlína:Flestu drepur, falds rist
Ætlaður höfundur:Loftur ríki Guttormsson
Viðm.ártal:≈ 1400–1425
Flokkur:Ástarljóð

Skýringar

Í kvæðasafni Bókmentafjelagsins er kvæðið sagt kveðið af Lofti bókna Guttormssyni er sat á Möðruvöllum og sýnt sem fyrsti hluti Háttalykils hans hins meiri. Þó er ekki hægt að halda því fram með vissu að Loftur sé höfundurinn.
Fyrirsögn kvæðisins í 166ab er: Þriðja háttatalskvæði; þar sem það kemur á eftir tveim háttalyklum öðrum.
Haukur Þorgeirsson og Kristján Eiríksson bjuggu til skjábirtingar. Bjarki Karlsson braggreindi. Hafa ber í huga að tvíkvætt orð með stutt atkvæði eftir fornri hljóðdvöl hefur sama vægi og einkvætt og getur því staðið í hnepptum braglið. Sama á við um orð sem síðar fengu innskotshljóðið u á undan r í endingu.
(ástarkvæði frá miðöld)
1.
Flestu *drepur, falds rist,
fríða áttag lokars hlíð
bjarta fyrir baugs virt
bjóða, ef mér gæfist hljóð.
Durnis býð eg hlaðs *hörn
hringa líta á minn bing,
mærð er sú mjög stirð,
mínu yndi fegurð þín.
2.
Flestu drepur, falds rist,
forðum leit eg menskorð,
mætta eg, en hrygð hætt
hjartað kvaldi þegar snart,
snáka til brúar bríkr,
bjarta kvaldi dægr mart
rennara í minn munn,
mínu yndi fegurð þín.
3.
Flestu drepur, falds rist,
foldar linda vita strind
*reyna þótti vórt vein
valla, en minn tregi svall,
handar varð sú loga lind
látin í kær mát,
sárt leika mein mik,
mínu yndi fegurð þín.
4.
Flestu drepur, falds rist,
fljóðið maktar ættgóð,
list mörg og leynd ást,
lund fríð, hugur blíðr,
brún fögur, björt kinn,
brár hvítar, gult hár,
enni og mjúkur munnr,
mínu yndi fegruð þín.
5.
Flestu drepur, falds rist,
fótur smár, en hugur spár,
*hryggur mjúkr, hæg brík,
hönd fögur, gleðivönd,
vöxtur fríðr, væn, rjóð,
vitur, spök og skírr litr,
mál dýrt og mikið skart,
mínu yndi fegurð þín.
6.
Flestu drepur, falds rist,
frægt nafn og skap hægt,
augu skær, hvít hlýr,
hrein verk, lin kverk,
baugaör, björt, hög
betr en eg kveðið get,
víst er hennar makt mest,
mínu yndi fegurð þín.
7.
Flestu drepur, falds rist,
fríða vil eg mér tíð
dæmi taka alla um
ýta þá, er tregi slítr,
eydd hafa stór stríð,
styrr og lá þó hitt fyrr,
margur um muna torg,
mínu yndi fegurð þín.
8.
Flestu drepur, falds rist,
fyrst var yfrið gleði lystr
Dávíð með dýr fljóð,
dróttinn fekk það gram sótt,
enginn reyndi jafnþung,
*álma skóða meginbjóðr
mein fyrir moturs rán,
mínu yndi fegurð þín.
9.
Flestu drepur, falds rist,
fárin kvelja mig sár,
sinna vildi Salomon
sætan voldug því mæt,
furða eg ei þó hryggð hörð
hjartað kvelji nú snart
*mjök fyrir mens brík,
mínu yndi fegurð þín.
10.
Flestu drepur, falds rist,
frá eg að hún Dalilá
af svinnum hún seims runn
sveik í burtu knáleik,
hodda varð því mjög mæddr
meiður um hugar leið
mest fyrir mens rist,
mínu yndi fegurð þín.
11.
Flestu drepur, falds rist,
fleins *þundur göfugt sprund
missa varð Meneláss
marblakka hugrakkr,
dauða fékk drós *þjóð
dýrri, en jöfur skýrr
milda *sótti moturs fold,
mínu yndi fegurð þín.
12.
Flestu drepur, falds rist,
framan sótti Tristram
sútir um svefns fit,
svanninn vakti trega þann,
nauðir þoldi baugs bjóðr
blíður og helstríð,
dauðann þoldi málms meiðr,
mínu yndi fegurð þín.
13.
Flestu drepur, falds rist,
Falvinn þreyði jöfur svinnr
dauða, en drós rjóð
dýrum sýndist baugs týr,
þrautum vafður þrjá vetr
þundr horfði á göfugt sprund
móins foldar mjög gildr,
mínu yndi fegurð þín.
14.
Flestu drepur, falds rist,
fríða misti gulls hlíð
Hringur, en hrygð ströng
hjálma píndi sárt álm,
boga lesti Brynveig
Baldri unni um sinn aldr
af mestum mein-þjóst,
mínu yndi fegurð þín.
15.
Flestu drepur, falds rist,
frægstum unni mjaðar gunn
Sölla, en seims þöll
sorgir *kveikti hugar borg,
rekkr fyrir sprund sprakk,
spenna þrautir mig enn
heldur í muna mold,
mínu yndi fegurð þín.
16.
Flestu drepur, falds rist,
fast bundu Remund
haukar fyrir baugs brík
brúnfagra um hugar tún,
unaðs gjörða eldr þann
áðr en fyndi gulls láð,
*reika kvelja mein mik,
mínu yndi fegurð þín.
17.
Flestu drepur, falds rist,
forðum spennti Ívent
nauðir í náms búð,
næsta var sá tregi stæstr,
brodda var að bana leiddr
bjóðr fyrir göfugt fljóð,
meira sækir mig fár,
mínu yndi fegurð þín.
18.
Flestu drepur, falds rist
furða eg ei, þótt Sigurðr
hlyti af hörs fit
hrygðir í gleði byggð,
gretti vann geirs brjótr
gildan, en Brynhildr
þreyði eptir málms meið,
mínu yndi fegurð þín.
19.
Flestu drepur, falds rist,
fátt gleður mig, brátt
ef mæta fróns fit
fáins má eg ei sjá,
handar man eg röðuls rind,
rammar ganga spár fram
milli okkar, menþöll,
mínu yndi fegurð þín.
20.
Flestu drepur, falds rist,
*firna þungar ber eg ungr
þýða fyrir þorns láð
þrautir í hugarlaut,
mitt fæ eg eigi böl bætt,
blíðust nema gulls hlíð
mest fái mein leyst,
mínu yndi fegurð þín.
21.
Flestu drepur, falds rist,
fjarðar um trega garð
glóða hefir björk blíð
blandað mér unaðs grand,
handa meðan *lifir lundr
linna jarðar mjög stinnr
mjallar skal eg muna þöll,
mínu yndi fegurð þín.
22.
Flestu drepur, falds rist,
finn eg að mjög stinnr
mærðar kvelr mest jörð
móður, er eg því hljóðr,
jafnan leikr göfug gefn
glóðar mér um munslóð
mundar, þó eg sé mjög píndr,
mínu yndi fegurð þín.
23.
Flestu drepur, falds rist,
fríðust mér aldri líðr
hildur úr hugar fold
hringa meðan eg eigi spring,
öldu þolir *báls baldr
brennandi sorg enn
mundar fyrir mjallar strind,
mínu yndi fegurð þín.
24.
Flestu drepur, falds rist,
fræga þrey eg hvert dægr
brúði, þó stórt stríð
standi mér um sefa land;
heita skal Harmsbót,
hríðar, sjá bragsmíð,
elda tregar oss mörk mild,
mínu yndi fegurð þín.
25.
Flestu drepur, falds rist,
farma því mig vekr harmr,
granda mér gulls hrund,
goða þengils, ekki lengr;
orða særist ár stirð,
unnar fyrir loga gunn
mæða tekr mig stríð,
í mínu yndi fegurð þín.


Athugagreinar

1.1 Flestu] < ;Flesta; í öllum handritum. drepur] < ;gleður; í öllum handritum en ;drepur; í öllum seinni vísum kvæðisins og því breytt hér.
1.5 hörn] < ;hrönn; öll handrit.
3.3 reyna] öll handrit nema 166a sem hefur ;reini;.
4.4 hugur blíðr] < hugarblíður 166a [Tilgáta Jóns Helgasonar].
5.3 hryggur] 105 < ;hugur; öll önnur handrit.
7.7 torg] 105 < borg 166a.
8.6 álma skóða meginbjóðr] < álmar stóðu meginbjóð – [Tilgáta Jóns Helgasonar].
9.7 mjök] 105, 149 < mitt 166a.
11.2 þundur] < þundi 166a,105.
11.5 þjóð] < það [Tilgáta Jóns Helgasonar].
15.4 kveikti (í)] < kveiktu [Tilgáta Jóns Helgasonar].
16.7 reika] < reia 166a. [Síðari hluti 16. vísu er greinilega úr lagi færður sbr. Jón Helgason: Arkiv for Nordisk Filologi 40, 1924, bls. 294–295].
20.2 firna] svo í 166a, ;furðu; í öðrum handritum.
21.5 lifir] < lífs [Tilgáta Jóns Helgasonar].
21.6 stinnr] < sinnist 166ab [Tilgáta Jóns Helgasonar].
23.5 báls baldr] 105, 149ab < björk báls 166ab.
Ath. skrifað er „sótti“ þótt í handriti standi „sokti“.