Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Uppvakna vel, mín önd og sál

Fyrsta ljóðlína:Uppvakna vel, mín önd og sál
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBaBaB
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Sálmar

Skýringar

12. morgunsálmur
Tón: Ó, Jesú, þér æ viljum vér
1.
Uppvakna vel, mín önd og sál,
um ástverk Guðs að mæla,
honum þig fel en forðast tál,
friðgjöf hans máttu hæla.
Það ástarþel, aðstoð forsjál,
ei lét þig meinsemd tæla,
göfgun framsel með glaðvært mál,
gaf hann þér værð farsæla.
2.
Trautt var mín önd það tryggðaband
tryggð hans réð við þig binda,
sú vernd útþönd við skildi grand,
voða nam frá þér hrinda,
myrkranna grönd, meins allt tilstand
og mergð afstýrði synda.
Göfgist hans hönd um gjörvallt land
sem gaf oss værð rólynda.


Athugagreinar

Í útgáfunni er sálmurinn prentaður eftir JS 272 4to I, bl. 161r–162r. Er það úr kveri með sálmum Hallgríms með hendi Hálfdanar Einarssonar á blöðum 151–70 undir þessu safnmarki. Er það eina handritið svo vitað sé sem varðveitir þennan sálm.